Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 09:27 Magnus Carlsen og Jan Nepomniatsjtsjí, kallaður Nepo, á HM í atskák og hraðskák í New York. Getty Norðmaðurinn Magnus Carlsen og Rússinn Jan Nepomniatsjtsjí, kallaður Nepo, eru báðir heimsmeistarar í hraðskák 2024. Carlsen og Nepo ákváðu að deila heimsmeistaratitlinum eftir að hafa spilað þrjár skákir í bráðabana sem enduðu allar með jafntefli. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann er allt annað en sáttur með niðurstöðuna, og segir hann skákheiminn nú opinberlega vera orðinn að „brandara“ enda hafi það aldrei gerst að tveir skákmenn deili heimsmeistaratitli með þessum hætti. Þá segir hann Alþjóðaskáksambandinu hafa verið stjórnað af Carlsen í tvígang þessa vikuna. Carlsen var mjög ánægður með niðurstöðuna að loknum úrslitaleiknum. „Mér líður mjög vel með það að deila gullinu með Nepo,“ sagði Carlsen í gærkvöldi, en HM í at- og hraðskák lauk í New York í gærkvöldi. „Báðir eiga skilið að vinna gullið,“ sagði Carlsen í samtali við VG og bætti við að þeir hafi báðir verið orðnir þreyttir. Úrslitaviðureignin fór í bráðabana þar sem staðan var 2-2 eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Til að vinna viðureignina hefði annar þeirra þurft að vinna eina skák í viðbót, en eftir að þrjár enduðu með jafntefli lögðu þeir til að þeir myndu deila gullinu. Forsvarsmenn FIDE samþykktu það. Carlsen vann þar með mótið þriðja árið í röð, en alls tóku um þrjú hundruð skákmenn þátt í mótinu. Um var að ræða átjánda heimsmeistaratitil Norðmannsins. Mikið hefur gustað um Carlsen og þátttöku hans í mótinu eftir að hann ákvað að draga sig úr keppni í hraðskákshluta mótsins. Carlsen gerði það eftir að Alþjóðaskáksambandið sektaði hann vegna brots á reglum um klæðaburð, en Norðmaðurinn hafði þá mætt til leiks í gallabuxum. Sættir náðust þó og mætti Carlsen til leiks í atskákshlutanum, aftur í gallabuxum. Niemann, sem Carlsen vann í áttamanna úrslitum, var þó yfir sig hneykslaður eftir að niðurstaðan lá fyrir um að samþykkt hafi verið að þeir Carlsen og Nepo deildu gullinu. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“ Skák Noregur Rússland Tengdar fréttir Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira
Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann er allt annað en sáttur með niðurstöðuna, og segir hann skákheiminn nú opinberlega vera orðinn að „brandara“ enda hafi það aldrei gerst að tveir skákmenn deili heimsmeistaratitli með þessum hætti. Þá segir hann Alþjóðaskáksambandinu hafa verið stjórnað af Carlsen í tvígang þessa vikuna. Carlsen var mjög ánægður með niðurstöðuna að loknum úrslitaleiknum. „Mér líður mjög vel með það að deila gullinu með Nepo,“ sagði Carlsen í gærkvöldi, en HM í at- og hraðskák lauk í New York í gærkvöldi. „Báðir eiga skilið að vinna gullið,“ sagði Carlsen í samtali við VG og bætti við að þeir hafi báðir verið orðnir þreyttir. Úrslitaviðureignin fór í bráðabana þar sem staðan var 2-2 eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Til að vinna viðureignina hefði annar þeirra þurft að vinna eina skák í viðbót, en eftir að þrjár enduðu með jafntefli lögðu þeir til að þeir myndu deila gullinu. Forsvarsmenn FIDE samþykktu það. Carlsen vann þar með mótið þriðja árið í röð, en alls tóku um þrjú hundruð skákmenn þátt í mótinu. Um var að ræða átjánda heimsmeistaratitil Norðmannsins. Mikið hefur gustað um Carlsen og þátttöku hans í mótinu eftir að hann ákvað að draga sig úr keppni í hraðskákshluta mótsins. Carlsen gerði það eftir að Alþjóðaskáksambandið sektaði hann vegna brots á reglum um klæðaburð, en Norðmaðurinn hafði þá mætt til leiks í gallabuxum. Sættir náðust þó og mætti Carlsen til leiks í atskákshlutanum, aftur í gallabuxum. Niemann, sem Carlsen vann í áttamanna úrslitum, var þó yfir sig hneykslaður eftir að niðurstaðan lá fyrir um að samþykkt hafi verið að þeir Carlsen og Nepo deildu gullinu. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“
Skák Noregur Rússland Tengdar fréttir Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira
Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03