Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 21:00 Þrettán af þeim fjórtán sem hljóta fálkaorðu að þessu sinni veittu þeim viðtöku á Bessastöðum í dag. Mynd/Eyþór Árnason Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur. Það voru sjö konur og sjö karlar sem voru sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum í dag, en þetta var í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir veitir riddarakrossinn eftir að hún tók við embætti forseta Íslands. Handhafar fálkaorðunnar að þessu sinni hafa fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnu-, íþrótta- og menningarlífi. Öll veittu þau orðunni viðtöku á Bessastöðum í dag að frátöldum Þóri Hergeirssyni handboltaþjálfara sem er staddur erlendis og mun veita henni viðtöku við tækifæri. Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótel Holts og næstelsti handhafi orðunnar að þessu sinni, hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar. „Þetta var heiður finnst mér en kom mér að óvart að sjálfsögðu. Ég segi alltaf að maður er bara að vinna vinnuna sína. En þetta setur pressu á mann líka að standa sig betur,“ segir Geirlaug um það að vera sæmd fálkaorðunni. Af hverju ert þú stoltust á þínum ferli, hvað stendur upp úr? „Veistu það að ég er bara ekki stolt af neinu. Það er bara þannig. Ég hef oft verið að hugsa þetta, það eru svo margir stoltir af sjálfum sér en ég held þetta sé ekki okkar hlutverk að vera stolt af okkur sjálfum heldur annarra,“ svarar Geirlaug. Það var einnig stórt ár sem leið hjá öðrum handhöfum riddarakross. „Við erum náttúrlega alveg á fullu núna að reyna að aðstoða úkraínumenn með kennslu, það snertir okkur mjög,“ segir Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem hlaut riddarakross fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála. Hvetja landsmenn til dáða Fótboltakonan Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig mikilvægt ár, bæði með félagsliði sínu, landsliðinu og með sínum nánustu. „Það er ótrúlega mikið þakklæti sem er efst í huga á svona degi,“ segir Glódís, sem hvetur landsmenn á þessum tímamótum til að vera ófeimin við að taka skrefið og prófa það sem mann langar. Geirlaug lumar einnig á nokkrum góðum ráðum til landsmanna. „Að njóta lífsins. Nú er ég orðin dálítið fullorðin og ég reyni. Gera skildur sínar, njóta lífsins og fá eitthvað út úr lífinu, er það ekki?“ segir Geirlaug létt í bragði. Fálkaorðan Tímamót Hótel á Íslandi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Það voru sjö konur og sjö karlar sem voru sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum í dag, en þetta var í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir veitir riddarakrossinn eftir að hún tók við embætti forseta Íslands. Handhafar fálkaorðunnar að þessu sinni hafa fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnu-, íþrótta- og menningarlífi. Öll veittu þau orðunni viðtöku á Bessastöðum í dag að frátöldum Þóri Hergeirssyni handboltaþjálfara sem er staddur erlendis og mun veita henni viðtöku við tækifæri. Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótel Holts og næstelsti handhafi orðunnar að þessu sinni, hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar. „Þetta var heiður finnst mér en kom mér að óvart að sjálfsögðu. Ég segi alltaf að maður er bara að vinna vinnuna sína. En þetta setur pressu á mann líka að standa sig betur,“ segir Geirlaug um það að vera sæmd fálkaorðunni. Af hverju ert þú stoltust á þínum ferli, hvað stendur upp úr? „Veistu það að ég er bara ekki stolt af neinu. Það er bara þannig. Ég hef oft verið að hugsa þetta, það eru svo margir stoltir af sjálfum sér en ég held þetta sé ekki okkar hlutverk að vera stolt af okkur sjálfum heldur annarra,“ svarar Geirlaug. Það var einnig stórt ár sem leið hjá öðrum handhöfum riddarakross. „Við erum náttúrlega alveg á fullu núna að reyna að aðstoða úkraínumenn með kennslu, það snertir okkur mjög,“ segir Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem hlaut riddarakross fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála. Hvetja landsmenn til dáða Fótboltakonan Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig mikilvægt ár, bæði með félagsliði sínu, landsliðinu og með sínum nánustu. „Það er ótrúlega mikið þakklæti sem er efst í huga á svona degi,“ segir Glódís, sem hvetur landsmenn á þessum tímamótum til að vera ófeimin við að taka skrefið og prófa það sem mann langar. Geirlaug lumar einnig á nokkrum góðum ráðum til landsmanna. „Að njóta lífsins. Nú er ég orðin dálítið fullorðin og ég reyni. Gera skildur sínar, njóta lífsins og fá eitthvað út úr lífinu, er það ekki?“ segir Geirlaug létt í bragði.
Fálkaorðan Tímamót Hótel á Íslandi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira