Tala látinna hækkar í fimmtán Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. janúar 2025 23:10 Alríkislögregla Bandaríkjanna birti þessa mynd af Shamsud-Din Jabbar. AP/Gerald Herbert Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir. Fréttastofa BBC greinir frá. Ekið var á fólk sem var saman komið til að fagna áramótunum á Bourbon-stræti í New Orleans þar sem er að finna fjölda vinsælla veitinga- og skemmtistaða. Atvikið átti sér stað á horni Bourbon-strætis og Canal-strætis um klukkan 3:15 að staðartíma, eða um 9:15 að íslenskum tíma. Það var 42 ára bandarískur ríkisborgari að nafni Shamsud-Din Jabbar sem ók bifreiðinni en fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur nú gert opinbera mynd af Din-Jabbar sem var skotinn til bana af lögreglu á vettvangi. Din-Jabbar hafði verið handtekinn tvisvar áður í Texas-ríki, árið 2002 og svo árið 2005. Greint var frá því fyrr í dag að tvær heimagerðar sprengjur hafi fundist í New Orleans skammt frá borginni. Telur lögreglan því að Din-Jabbar hafi ekki verið einn að verki. Einnig fundust minniháttar sprengjur og skotvopn í bifreiðinni. FBI lokaði í kvöld svæði í norðurhluta Houston borgar í Texas-ríki sem verið er að sinna „löggæslu störfum“. Biðlað er til fólks að leggja ekki leið sína að svæðinu í nokkra klukkutíma á meðan sérþjálfaðir lögreglumenn sinna störfum sínum. Ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um hvað sé verið að vinna að í Houston. pic.twitter.com/biyGPyKBMh— FBI Houston (@FBIHouston) January 1, 2025 Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Ekið var á fólk sem var saman komið til að fagna áramótunum á Bourbon-stræti í New Orleans þar sem er að finna fjölda vinsælla veitinga- og skemmtistaða. Atvikið átti sér stað á horni Bourbon-strætis og Canal-strætis um klukkan 3:15 að staðartíma, eða um 9:15 að íslenskum tíma. Það var 42 ára bandarískur ríkisborgari að nafni Shamsud-Din Jabbar sem ók bifreiðinni en fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur nú gert opinbera mynd af Din-Jabbar sem var skotinn til bana af lögreglu á vettvangi. Din-Jabbar hafði verið handtekinn tvisvar áður í Texas-ríki, árið 2002 og svo árið 2005. Greint var frá því fyrr í dag að tvær heimagerðar sprengjur hafi fundist í New Orleans skammt frá borginni. Telur lögreglan því að Din-Jabbar hafi ekki verið einn að verki. Einnig fundust minniháttar sprengjur og skotvopn í bifreiðinni. FBI lokaði í kvöld svæði í norðurhluta Houston borgar í Texas-ríki sem verið er að sinna „löggæslu störfum“. Biðlað er til fólks að leggja ekki leið sína að svæðinu í nokkra klukkutíma á meðan sérþjálfaðir lögreglumenn sinna störfum sínum. Ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um hvað sé verið að vinna að í Houston. pic.twitter.com/biyGPyKBMh— FBI Houston (@FBIHouston) January 1, 2025
Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira