Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2025 12:19 Það var 22. ágúst sem vitni hafði samband við lögreglu af því að bíll hjónanna var horfinn og ekki náðist samband við þau símleiðis. Vísir/Vilhelm Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. RÚV greindi fyrst frá útgáfu ákærunnar en málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 6. janúar. Fram kemur í ákærunni að Alfreð hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hafi hlotið umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að hafa heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið áður. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. 50 milljóna króna bótakrafa Landsréttur úrskurðaði í desember að maðurinn skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vill tryggja að ekki verði háski af honum. Hann sæti því öruggri gæslu. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Alfreð er krafinn um samanlagt 48 milljónir króna í miskabætur af fjórum ættingjum hjónanna og tæplega þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna kostnaðar við útför hjónanna og þrifa á heimili þeirra. Þá er Alfreð ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá útgáfu ákærunnar en málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 6. janúar. Fram kemur í ákærunni að Alfreð hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hafi hlotið umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að hafa heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið áður. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. 50 milljóna króna bótakrafa Landsréttur úrskurðaði í desember að maðurinn skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vill tryggja að ekki verði háski af honum. Hann sæti því öruggri gæslu. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Alfreð er krafinn um samanlagt 48 milljónir króna í miskabætur af fjórum ættingjum hjónanna og tæplega þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna kostnaðar við útför hjónanna og þrifa á heimili þeirra. Þá er Alfreð ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira