Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar 2. janúar 2025 16:01 Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Ég sem íbúi og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra get ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hvernig getur það gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skiptir yfir jól og áramót? Er það forsvaranlegt að ein af grunnstoðum samfélaga sé brotin undan því án þess að nokkur fái rönd við reist? Við búum blessunarlega við að eiga frábæra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn sem standa vaktina þrátt fyrir að enginn læknir sé tiltækur. Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur ítrekað boðið HSU húsnæði fyrir lækni ásamt tryggu plássi í leikskóla og skóla ef svo bæri undir. Það er því ekki hægt að segja að það standi á sveitarfélögunum að koma til móts við stofnunina í leit að læknum. Það bar svo til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara… svona hefst jólaguðspjallið og flestir tengja það við jólin sem hjá flestum er samverustund fjölskyldna hvort sem fæðingu frelsarans er fagnað, já eða bara samverustundum með nákomnum. Hjá mér og fjölskyldu minni var þar engin undantekning. Ég hitti í raun fleiri af mínum góðu ættingjum en ég hafði fyrir fram áætlað. Það kom ekki til af einskærri frændsemi minni. Það bar svo til að elskulegur afi minn lést á aðfangadagskvöld. Karlinn sem hafði heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálar samfélagsins lést rúmlega 100 ára gamall á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í faðmi fjölskyldunnar. Það var tregafull stund að skilja við gamla manninn á herberginu sínu eftir andlátið. Það náðist ekki samband við lækni í Rangárþingi og var lík hans því látið liggja í rúmi sínu yfir nóttina og skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu. Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni. Ég mun berjast fyrir hönd íbúa í þessu málefnum og hef ekki efa um að félagar mínir í sveitarstjórn Rangárþings eystra munu standa mér þétt við hlið í þeirri baráttu. Ég vil skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir þeirra séu í stakk búnar að veita íbúum grunnþjónustu sem er forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Ég vil enda á að þakka öllum fyrir auðsýnda samúð síðustu daga og sértaklega vil ég þakka dásamlegu starfsfólki Kirkjuhvols fyrir natni við umönnun á afa sem fékk dásamlega þjónustu þar síðustu árin sín. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Ég sem íbúi og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra get ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hvernig getur það gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skiptir yfir jól og áramót? Er það forsvaranlegt að ein af grunnstoðum samfélaga sé brotin undan því án þess að nokkur fái rönd við reist? Við búum blessunarlega við að eiga frábæra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn sem standa vaktina þrátt fyrir að enginn læknir sé tiltækur. Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur ítrekað boðið HSU húsnæði fyrir lækni ásamt tryggu plássi í leikskóla og skóla ef svo bæri undir. Það er því ekki hægt að segja að það standi á sveitarfélögunum að koma til móts við stofnunina í leit að læknum. Það bar svo til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara… svona hefst jólaguðspjallið og flestir tengja það við jólin sem hjá flestum er samverustund fjölskyldna hvort sem fæðingu frelsarans er fagnað, já eða bara samverustundum með nákomnum. Hjá mér og fjölskyldu minni var þar engin undantekning. Ég hitti í raun fleiri af mínum góðu ættingjum en ég hafði fyrir fram áætlað. Það kom ekki til af einskærri frændsemi minni. Það bar svo til að elskulegur afi minn lést á aðfangadagskvöld. Karlinn sem hafði heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálar samfélagsins lést rúmlega 100 ára gamall á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í faðmi fjölskyldunnar. Það var tregafull stund að skilja við gamla manninn á herberginu sínu eftir andlátið. Það náðist ekki samband við lækni í Rangárþingi og var lík hans því látið liggja í rúmi sínu yfir nóttina og skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu. Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni. Ég mun berjast fyrir hönd íbúa í þessu málefnum og hef ekki efa um að félagar mínir í sveitarstjórn Rangárþings eystra munu standa mér þétt við hlið í þeirri baráttu. Ég vil skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir þeirra séu í stakk búnar að veita íbúum grunnþjónustu sem er forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Ég vil enda á að þakka öllum fyrir auðsýnda samúð síðustu daga og sértaklega vil ég þakka dásamlegu starfsfólki Kirkjuhvols fyrir natni við umönnun á afa sem fékk dásamlega þjónustu þar síðustu árin sín. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar