„Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Stefán Marteinn skrifar 2. janúar 2025 22:01 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga í Bónus deild karla í körfubolta. vísir/Diego Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Eftir mikla spennu í restina var það Njarðvík sem hafði sigur 106-104. „Semple var bara við það að jafna leikinn hérna á síðustu sekúndunum. Boltinn var örugglega svona 70% kominn ofan í en ég náði að senda einhverja krafta á hringinn hérna, ég var að skjóta með syni mínum í morgun. Boltinn fór upp úr og við unnum leikinn, það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög góður í kvöld hjá báðum liðum sem settu á tíðum upp hálfgerða skotsýningu. „Á kafla hérna í leiknum, sérstaklega ef mig minnir rétt í öðrum leikhluta og fyrsti helmingurinn í þriðja þá var bara skotsýning. Það skipti engu máli hvort þeir væru með hendur í andliti eða ekki þá fór þetta bara ofan í. Það eru gæða leikmenn í báðum liðum og það er mjög erfitt að eiga við þessar skor maskínur í Þórsliðinu sem gerði okkur erfitt fyrir. Þeir spila kannski ekkert flóknan sóknarleik en þeir eru ógeðslega góðir.“ Það vantaði stóra pósta í lið Njarðvíkinga en bæði Dwayne Lautier-Ogunleye og Khalil Shabazz voru ekki með í kvöld vegna meiðsla og gerði það sigur Njarðvíkinga sterkari fyrir vikið. „Það er bara risastórt. Ég man eftir fyrsta heimaleikinn þá var bara talað um að við værum með tvo leikmenn, Khalil og Dwayne. Restin væri ekki merkilegur pappír margir hverjir en þeir eru búnir að sýna núna margoft og eiginlega bara aftur og aftur í vetur að við erum með hörku lið.“ „Það vantaði þá sem að eru „option A“ og „option B“ fyrir tímabilið en við finnum einhverjar lausnir. Nýji maðurinn okkar [Evans Ganapamo] gerði rosa vel á köflum í dag, spilaði einfaldar. Ég var ekki rosalega ánægður með þetta hetjuskot í lokin og við vorum heppnir að ná í sóknarfrákast. Heilt yfir þá stigu menn upp og ég er ótrúlega stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð en þeir hafa verið að gera áður.“ Veigar Páll Alexandersson fékk þá einstakt lof frá þjálfaranum sínum eftir leik en hann hefur verið frábær eftir því sem liðið hefur á mótið. „Hann er með alvöru atvinnumanns tölur og alvöru stöðugleika í einhverja fimm, sex leiki í röð sem er geggjað fyrir mig sem þjálfara.“ „Þetta er bara Njarðvíkingur í húð og hár sem er búin að vinna sér inn fyrir öllu sem hann er að fá út úr því á gólfinu. Hann er búin að leggja inn vinnuna meira en flestir aðrir og mér finnst ekkert skemmtilegra en að geta verðlaunað honum með ábyrgð og mínútum. Leyfa honum að vera aðal kallinn í Njarðvíkurliðinu. Ég er ekkert smá ánægður með hann,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga stoltur af sínum manni. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
„Semple var bara við það að jafna leikinn hérna á síðustu sekúndunum. Boltinn var örugglega svona 70% kominn ofan í en ég náði að senda einhverja krafta á hringinn hérna, ég var að skjóta með syni mínum í morgun. Boltinn fór upp úr og við unnum leikinn, það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög góður í kvöld hjá báðum liðum sem settu á tíðum upp hálfgerða skotsýningu. „Á kafla hérna í leiknum, sérstaklega ef mig minnir rétt í öðrum leikhluta og fyrsti helmingurinn í þriðja þá var bara skotsýning. Það skipti engu máli hvort þeir væru með hendur í andliti eða ekki þá fór þetta bara ofan í. Það eru gæða leikmenn í báðum liðum og það er mjög erfitt að eiga við þessar skor maskínur í Þórsliðinu sem gerði okkur erfitt fyrir. Þeir spila kannski ekkert flóknan sóknarleik en þeir eru ógeðslega góðir.“ Það vantaði stóra pósta í lið Njarðvíkinga en bæði Dwayne Lautier-Ogunleye og Khalil Shabazz voru ekki með í kvöld vegna meiðsla og gerði það sigur Njarðvíkinga sterkari fyrir vikið. „Það er bara risastórt. Ég man eftir fyrsta heimaleikinn þá var bara talað um að við værum með tvo leikmenn, Khalil og Dwayne. Restin væri ekki merkilegur pappír margir hverjir en þeir eru búnir að sýna núna margoft og eiginlega bara aftur og aftur í vetur að við erum með hörku lið.“ „Það vantaði þá sem að eru „option A“ og „option B“ fyrir tímabilið en við finnum einhverjar lausnir. Nýji maðurinn okkar [Evans Ganapamo] gerði rosa vel á köflum í dag, spilaði einfaldar. Ég var ekki rosalega ánægður með þetta hetjuskot í lokin og við vorum heppnir að ná í sóknarfrákast. Heilt yfir þá stigu menn upp og ég er ótrúlega stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð en þeir hafa verið að gera áður.“ Veigar Páll Alexandersson fékk þá einstakt lof frá þjálfaranum sínum eftir leik en hann hefur verið frábær eftir því sem liðið hefur á mótið. „Hann er með alvöru atvinnumanns tölur og alvöru stöðugleika í einhverja fimm, sex leiki í röð sem er geggjað fyrir mig sem þjálfara.“ „Þetta er bara Njarðvíkingur í húð og hár sem er búin að vinna sér inn fyrir öllu sem hann er að fá út úr því á gólfinu. Hann er búin að leggja inn vinnuna meira en flestir aðrir og mér finnst ekkert skemmtilegra en að geta verðlaunað honum með ábyrgð og mínútum. Leyfa honum að vera aðal kallinn í Njarðvíkurliðinu. Ég er ekkert smá ánægður með hann,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga stoltur af sínum manni.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira