„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 11:54 Fyrirliðinn Aron Pálmarsson á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. vísir/Ívar „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. Aron hefur reyndar ekki verið með af fullum krafti á fyrstu tveimur æfingum landsliðsins, í gær og í dag, en í viðtali við Vísi í Víkinni í dag segir hann ekkert að óttast: „Ég fékk aðeins of langt jólafrí og fór aðeins fram úr mér í æfingum, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Bara að passa að fara ekki aftur fram úr sér. Ég verð hundrað prósent klár í æfingu á mánudaginn.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron á æfingu fyrir HM Íslenska liðið varð þó fyrir áfalli í byrjun síðasta mánaðar þegar Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður ársins 2024 hjá HSÍ, meiddist í ökkla. Hann missir því af HM, sem Ísland byrjar með leik við Grænhöfðaeyjar 16. janúar: „Það er hrikalegt. Ömurlegt bæði fyrir hann og liðið. Við gætum alveg notað Ómar. Leikmaður sem er í heimsklassa og það myndu öll lið sakna hans. En við erum auðvitað með breidd í þessari stöðu. Viggó [Kristjánsson] hefur spilað frábærlega í mörg ár og það er hans tími til að skína núna. Ég hef engar áhyggjur af því svo sem,“ sagði Aron. „Hefur verið algjör veisla“ Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu FH síðasta vor fór Aron óvænt aftur í atvinnumennsku í október, og sneri þá aftur til ungverska stórveldisins Veszprém. Hann nýtur þess í botn að vera mættur aftur í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu, sem hann hefur þrívegis unnið með Kiel og Barcelona: „Það hefur verið algjör veisla. Ég fann að ég saknaði þess pínu. Ég var fljótur að aðlagast, þekkti klúbbinn vel, þjálfarann mjög vel og hafði spilað með mörgum leikmönnum þarna. Það er fínt að vera kominn í atvinnumannaumhverfið aftur. Auðvitað fylgja þessu smábreytingar fjölskyldulega, en ég á frábært fólk að sem styður við þetta. Þannig að þetta er bara jákvætt,“ sagði Aron. „Notaði þetta til að mótivera mig“ Mikið var rætt og ritað um viðskilnað hans við Veszprém á sínum tíma, en forráðamenn félagsins á þeim tíma virtust þá vægast sagt afar óánægðir með framkomu Arons, en honum var afar vel tekið við endurkomuna: „Ég reyndar tók eftir því núna að það eru eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp,“ sagði Aron léttur í viðtali við nafna sinn, Aron Guðmundsson, á æfingu í dag. „Það var enginn með eitthvað vesen og allir bara mjög ánægðir að sjá mig. Enda er langt síðan. Ný stjórn og nýr þjálfari, og búnir að vera nokkrir þjálfarar síðan. Það bar enginn nokkurn kala til mín þegar ég kom aftur en ég notaði þetta samt aðeins í byrjun til að mótivera mig.“ HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46 Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Aron hefur reyndar ekki verið með af fullum krafti á fyrstu tveimur æfingum landsliðsins, í gær og í dag, en í viðtali við Vísi í Víkinni í dag segir hann ekkert að óttast: „Ég fékk aðeins of langt jólafrí og fór aðeins fram úr mér í æfingum, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Bara að passa að fara ekki aftur fram úr sér. Ég verð hundrað prósent klár í æfingu á mánudaginn.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron á æfingu fyrir HM Íslenska liðið varð þó fyrir áfalli í byrjun síðasta mánaðar þegar Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður ársins 2024 hjá HSÍ, meiddist í ökkla. Hann missir því af HM, sem Ísland byrjar með leik við Grænhöfðaeyjar 16. janúar: „Það er hrikalegt. Ömurlegt bæði fyrir hann og liðið. Við gætum alveg notað Ómar. Leikmaður sem er í heimsklassa og það myndu öll lið sakna hans. En við erum auðvitað með breidd í þessari stöðu. Viggó [Kristjánsson] hefur spilað frábærlega í mörg ár og það er hans tími til að skína núna. Ég hef engar áhyggjur af því svo sem,“ sagði Aron. „Hefur verið algjör veisla“ Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu FH síðasta vor fór Aron óvænt aftur í atvinnumennsku í október, og sneri þá aftur til ungverska stórveldisins Veszprém. Hann nýtur þess í botn að vera mættur aftur í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu, sem hann hefur þrívegis unnið með Kiel og Barcelona: „Það hefur verið algjör veisla. Ég fann að ég saknaði þess pínu. Ég var fljótur að aðlagast, þekkti klúbbinn vel, þjálfarann mjög vel og hafði spilað með mörgum leikmönnum þarna. Það er fínt að vera kominn í atvinnumannaumhverfið aftur. Auðvitað fylgja þessu smábreytingar fjölskyldulega, en ég á frábært fólk að sem styður við þetta. Þannig að þetta er bara jákvætt,“ sagði Aron. „Notaði þetta til að mótivera mig“ Mikið var rætt og ritað um viðskilnað hans við Veszprém á sínum tíma, en forráðamenn félagsins á þeim tíma virtust þá vægast sagt afar óánægðir með framkomu Arons, en honum var afar vel tekið við endurkomuna: „Ég reyndar tók eftir því núna að það eru eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp,“ sagði Aron léttur í viðtali við nafna sinn, Aron Guðmundsson, á æfingu í dag. „Það var enginn með eitthvað vesen og allir bara mjög ánægðir að sjá mig. Enda er langt síðan. Ný stjórn og nýr þjálfari, og búnir að vera nokkrir þjálfarar síðan. Það bar enginn nokkurn kala til mín þegar ég kom aftur en ég notaði þetta samt aðeins í byrjun til að mótivera mig.“
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46 Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32
Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46
Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45