„Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 13:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson pollslakur með kaffibolla á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. vísir/Ívar „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. „Það er ekkert leyndarmál að það er gríðarlega mikill missir að missa Ómar. En við getum ekki dvalið við það neitt. Viggó [Kristjánsson] og Teitur [Örn Einarsson] eru líka frábærir handboltamenn og þurfa að díla við þetta. Við erum auðvitað eitt lið og stöndum allir saman. Við dílum við þetta, stöndum enn þéttar saman og ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Gísli á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli um fjarveru félaga síns Ómars Aðspurður hvernig hann hefði skynjað líðan Ómars, sem meiddist í leik í upphafi desember, svarar Gísli: „Æi. Það er auðvitað gríðarlega erfitt að missa af þessu móti því stórmót, sérstaklega fyrir okkur íslensku landsliðsmennina, er hápunktur á árinu. Að spila fyrir land og þjóð – þessi frábæri hópur sem hér hefur myndast.“ „Auðvitað er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu en ég hef engar áhyggjur af honum andlega, því ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði. En þetta er svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur.“ Slóvenar stærsta prófraunin Ísland mætir Svíum ytra í tveimur vináttulandsleikjum 9. og 11. janúar, og spilar svo við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í fyrsta leik á HM. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og komast þrjú efstu liðin áfram í milliriðlakeppnina. Gísli vill ekki vera með neinar yfirlýsingar varðandi markmiðin á mótinu: „Þetta hljómar frekar klisjulega en við tökum bara einn leik í einu. Einbeitum okkur að riðlinum sem við erum í og ætlum að klára hann almennilega. Okkar stærsta prófraun þar er Slóveníuleikurinn því Slóvenar eru með frábært lið, heimsklassaleikmenn. Riðillinn er það sem við fókusum á fyrst.“ Nánar er rætt við Gísla í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og á Vísi í fyrramálið. Fyrsti leikur Íslands á HM er 16. janúar. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59 Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að það er gríðarlega mikill missir að missa Ómar. En við getum ekki dvalið við það neitt. Viggó [Kristjánsson] og Teitur [Örn Einarsson] eru líka frábærir handboltamenn og þurfa að díla við þetta. Við erum auðvitað eitt lið og stöndum allir saman. Við dílum við þetta, stöndum enn þéttar saman og ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Gísli á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli um fjarveru félaga síns Ómars Aðspurður hvernig hann hefði skynjað líðan Ómars, sem meiddist í leik í upphafi desember, svarar Gísli: „Æi. Það er auðvitað gríðarlega erfitt að missa af þessu móti því stórmót, sérstaklega fyrir okkur íslensku landsliðsmennina, er hápunktur á árinu. Að spila fyrir land og þjóð – þessi frábæri hópur sem hér hefur myndast.“ „Auðvitað er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu en ég hef engar áhyggjur af honum andlega, því ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði. En þetta er svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur.“ Slóvenar stærsta prófraunin Ísland mætir Svíum ytra í tveimur vináttulandsleikjum 9. og 11. janúar, og spilar svo við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í fyrsta leik á HM. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og komast þrjú efstu liðin áfram í milliriðlakeppnina. Gísli vill ekki vera með neinar yfirlýsingar varðandi markmiðin á mótinu: „Þetta hljómar frekar klisjulega en við tökum bara einn leik í einu. Einbeitum okkur að riðlinum sem við erum í og ætlum að klára hann almennilega. Okkar stærsta prófraun þar er Slóveníuleikurinn því Slóvenar eru með frábært lið, heimsklassaleikmenn. Riðillinn er það sem við fókusum á fyrst.“ Nánar er rætt við Gísla í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og á Vísi í fyrramálið. Fyrsti leikur Íslands á HM er 16. janúar. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59 Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54
Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59
Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti