„Þetta er bara forkastanlegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2025 20:31 Fannar og Bergrún, íbúar á Suðurlandi. Fréttastofa tók þau, og fleiri íbúa, tali á Hvolsvelli. Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega. Tveir læknar, sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands HSU, sögðu neyðarástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi í kvöldfréttum í gær. Þá sökuðu þeir stjórn HSU um að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar, sem sé meðal annars ástæða alvarlegs mönnunarvanda. Forstjóri HSU hafnar því reyndar, segir greiðslur á pari við það sem gengur og gerist í öðrum landshlutum, og segir stöðuna skárri en læknarnir halda fram. Íbúar sem fréttastofa ræddi við á Hvolsvelli eru þó upp til hópa uggandi. „Ég hef áhyggjur eins og bara allir, þetta er ömurleg staða. Fólk þarf ekki að fá nema astmakast eða eitthvað, þá er enginn læknir. Þetta er bara forkastanlegt. Við líðum ekki svona,“ segir Bergrún Gyða Óladóttir, íbúi á Hvolsvelli. Rætt er við hana og fleiri íbúa á Suðurlandi í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Verða að fá eitthvað út úr fundinum Forsvarsmenn sveitarfélaganna í Rangárþingi, þar sem læknalaust var um jólin, eru sammála. Staðan sé grafalvarleg og mál aldraðs manns á Hvolsvelli, sem ekki var hægt að úrskurða látinn á aðfangadag vegna læknaskortsins, sýni það svart á hvítu. „Það segir okkur að kannski hefur þetta verið tifandi tímasprengja sem við, sem stýrum sveitarfélögunum, höfum ekki áttað okkur á. En þetta er óþolandi staða,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra. Sveitarfélögin geti þó beitt sér til að laða að lækna. „Við getum boðið húsnæði, við getum boðið leikskólapláss, við getum boðið fólk velkomið. Þannig að það stendur ekki á okkur,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Forsvarsmenn Ásahrepps og Rangárþings eystra og ytra funda með stjórnendum HSU strax eftir helgi. „Við verðum að fá eitthvað út úr þessum fundi á mánudaginn. Ef við fáum ekki út úr þessu sem vit er í þá þarf að halda málinu áfram, fá fund með ráðherra,“ segir Eggert. Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Tveir læknar, sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands HSU, sögðu neyðarástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi í kvöldfréttum í gær. Þá sökuðu þeir stjórn HSU um að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar, sem sé meðal annars ástæða alvarlegs mönnunarvanda. Forstjóri HSU hafnar því reyndar, segir greiðslur á pari við það sem gengur og gerist í öðrum landshlutum, og segir stöðuna skárri en læknarnir halda fram. Íbúar sem fréttastofa ræddi við á Hvolsvelli eru þó upp til hópa uggandi. „Ég hef áhyggjur eins og bara allir, þetta er ömurleg staða. Fólk þarf ekki að fá nema astmakast eða eitthvað, þá er enginn læknir. Þetta er bara forkastanlegt. Við líðum ekki svona,“ segir Bergrún Gyða Óladóttir, íbúi á Hvolsvelli. Rætt er við hana og fleiri íbúa á Suðurlandi í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Verða að fá eitthvað út úr fundinum Forsvarsmenn sveitarfélaganna í Rangárþingi, þar sem læknalaust var um jólin, eru sammála. Staðan sé grafalvarleg og mál aldraðs manns á Hvolsvelli, sem ekki var hægt að úrskurða látinn á aðfangadag vegna læknaskortsins, sýni það svart á hvítu. „Það segir okkur að kannski hefur þetta verið tifandi tímasprengja sem við, sem stýrum sveitarfélögunum, höfum ekki áttað okkur á. En þetta er óþolandi staða,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra. Sveitarfélögin geti þó beitt sér til að laða að lækna. „Við getum boðið húsnæði, við getum boðið leikskólapláss, við getum boðið fólk velkomið. Þannig að það stendur ekki á okkur,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Forsvarsmenn Ásahrepps og Rangárþings eystra og ytra funda með stjórnendum HSU strax eftir helgi. „Við verðum að fá eitthvað út úr þessum fundi á mánudaginn. Ef við fáum ekki út úr þessu sem vit er í þá þarf að halda málinu áfram, fá fund með ráðherra,“ segir Eggert.
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21
Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45