Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 22:31 Sigríður Á. Andersen er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Netverslun með áfengi hefur tekið stakkaskiptum með sérstöku „sýningarrými“ sem opnað var um helgina. Þingmaður Miðflokksins segir gott sparnaðarráð til ríkisstjórnarinnar vera að leggja niður ÁTVR. Enginn grundvöllur sé fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Í síðasta mánuði opnaði netverslunin Santé nýjan afhendingarstað í Skeifunni. Á afhendingarstaðnum er einnig sýningarsalur og geta viðskiptavinir því valið sér beint úr hillunni hvað þeir vilja kaupa, líkt og í hefðbundinni verslun. Eigandi Santé telur sig ekki brjóta lög með þessari nýju aðferð, þetta sé enn netverslun. „Þetta er alltaf netverslun vegna þess að við biðjum um rafræn skilríki og auðkennum fólk. Hér er ekki þannig að fólk setji í körfu og borgi á kassanum. Það er enginn búðarkassi hérna heldur er fólk gjarnan með eigin síma eða gerir þetta á iPad hér á staðnum,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi Santé. Arnar Sigurðsson er eigandi Sante.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir að þegar netverslanir séu orðnar svo líkar hefðbundnum verslunum sé enginn grundvöllur fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. „Það hlýtur að vera kærkomið sparnaðarráð, því nú er ríkisstjórnin að óska eftir sparnaðarráðum, að ríkið dragi sig alfarið úr sölu á áfengi og selji þessar áfengisverslanir sem eru orðnar. Hætti rekstrinum svo sjálft en hafi tekjurnar áfram af áfengissölunni,“ segir Sigríður. „Það heyrir auðvitað undir þingið og þinginu ber skylda til að afnema í orði það sem hefur verið afnumið á borði.“ Komi slíkt frumvarp frá ríkisstjórninni muni hún styðja það. „Þetta er mjög auðveld lagabreyting, það tekur ekki nema einn eða tvo daga að semja lagafrumvarp og afgreiða það svo á þessu þingi,“ segir Sigríður. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Alþingi Netverslun með áfengi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Í síðasta mánuði opnaði netverslunin Santé nýjan afhendingarstað í Skeifunni. Á afhendingarstaðnum er einnig sýningarsalur og geta viðskiptavinir því valið sér beint úr hillunni hvað þeir vilja kaupa, líkt og í hefðbundinni verslun. Eigandi Santé telur sig ekki brjóta lög með þessari nýju aðferð, þetta sé enn netverslun. „Þetta er alltaf netverslun vegna þess að við biðjum um rafræn skilríki og auðkennum fólk. Hér er ekki þannig að fólk setji í körfu og borgi á kassanum. Það er enginn búðarkassi hérna heldur er fólk gjarnan með eigin síma eða gerir þetta á iPad hér á staðnum,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi Santé. Arnar Sigurðsson er eigandi Sante.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir að þegar netverslanir séu orðnar svo líkar hefðbundnum verslunum sé enginn grundvöllur fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. „Það hlýtur að vera kærkomið sparnaðarráð, því nú er ríkisstjórnin að óska eftir sparnaðarráðum, að ríkið dragi sig alfarið úr sölu á áfengi og selji þessar áfengisverslanir sem eru orðnar. Hætti rekstrinum svo sjálft en hafi tekjurnar áfram af áfengissölunni,“ segir Sigríður. „Það heyrir auðvitað undir þingið og þinginu ber skylda til að afnema í orði það sem hefur verið afnumið á borði.“ Komi slíkt frumvarp frá ríkisstjórninni muni hún styðja það. „Þetta er mjög auðveld lagabreyting, það tekur ekki nema einn eða tvo daga að semja lagafrumvarp og afgreiða það svo á þessu þingi,“ segir Sigríður.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Alþingi Netverslun með áfengi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent