Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 10:30 Hvað einkennir besta kennarann? Er það sá sem sýður þykka staðreyndasúpu úr óteljandi smáatriðum eða sá sem kveikir fróðleiksþorstann? Oft er sagt að besti kennarinn gefi frekar vísbendingar um svör en að rétta þau fram á silfurfati – sýni hvar á að leita en ekki hvað á að finna. Forngrísk menning var einstök að því leyti að hún lagði mikla áherslu á fræði og listir. Í borginni Míletos, sem stóð í miklum blóma um 600 f.Kr., er haft eftir tónlistarmanninum og fræðimanninum Tímóteusi (um 450 f.Kr.): „Besti kennarinn er ekki sá sem miðlar þekkingu, heldur sá sem glæðir forvitni.“ Þótt meira en tvö árþúsund séu liðin frá þessum orðum má glöggt sjá að þau eiga enn við. Kveikja forvitninnar er forsenda þess að menntun verði eitthvað meira en staðreyndastagl – hún verður uppspretta sköpunar, sjálfstæðrar hugsunar og skilnings. Hröð (og sívaxandi) tækniþróun Nútímasamfélag er undir stöðugum og mótandi áhrifum tækniframfara. Við höfum greiðan aðgang að ógrynni upplýsinga í gegnum tölvur og snjallsíma, og mörgum finnst eins og breytingarnar séu á fleygiferð og hraðinn bara aukist. Það er engin tilviljun: Framfarir eru ekki línulegar, heldur vaxa þær með veldishraða. Innsæi margra telur vöxt framfara vera línulegan. Ef framfarir voru 1X á síðustu öld (þeirri 20.) þá verða þær 2X á yfirstandandi öld (þeirri 21.). Framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil lýsti þessu í bók sinni The Singularity Is Near (2005): Hann spáði að 21. öldin gæti borið með sér jafnmiklar framfarir og 20.000 ára þróun ef miðað er við hraðann árið 2000. Ástæðan er einmitt þessi veldishraði – við sjáum öra framþróun sem kann að virðast óstöðvandi. Framfarir verða ekki tvöfaldar samanborið við síðustu öld heldur 200x (20 aldir = 20.000 ár). En jafnvel snjallasta tækni kemur að litlum notum ef við verðum ekki sjálf nógu forvitin til að spyrja spurninga, brjóta upp gamla hugsun og mynda okkur nýja sýn. Forvitni: drifkraftur símenntunar Forvitni er uppspretta náms, nýsköpunar og uppgötvana. Hún ýtir undir vilja til að velta fyrir sér hvernig hlutirnir virka, kanna hugmyndir frá nýjum sjónarhornum og tileinka sér nýja færni. Í samhengi símenntunar er þetta einstaklega dýrmætt: Sá sem heldur forvitninni vakandi er líklegri til að takast á við breytingar og bregðast við síbreytilegum heimi af elju, seiglu og eldmóði án þess að fallast hendur eða hreinlega gefast upp. Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar forvitni Sama hversu fullkomin tæknin verður, kemur hún aldrei í staðinn fyrir mannlegt innsæi, forvitni og getu til að hugsa út fyrir rammann. Gervigreind getur greint gögn og gefið okkur ýmsar niðurstöður, en spurningarnar – og sú merking sem við drögum af svörunum – hvíla á okkar eigin vilja til að kafa dýpra, vilja og visku til að bæta líf okkar. Forvitnin sem leiðarljós Besti kennarinn glæðir forvitni. Þetta gildir um okkur öll, því í heimi sífellt örari tækninýjunga og hraðra breytinga er forvitnin lykill sem opnar dyr – ekki bara að þekkingu, heldur að nýrri framtíðarsýn. Lærdómurinn er skýr: Forvitni gefur okkur hvata til að leita svara, spyrja nýrra spurninga og öðlast dýpri skilning. Hún gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við rísandi öldu tækniþróunar, þar sem framfarir vaxa með veldishraða. Þegar við erum reiðubúin að endurnýja þekkingu okkar, endurmeta gamlar hugmyndir og leita svara með opnum hug, tökum við sjálf virkan þátt í að móta morgundaginn. Það er hvort tveggja hin sanna merking símenntunar og besta veganestið sem forvitnin færir okkur. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Hvað einkennir besta kennarann? Er það sá sem sýður þykka staðreyndasúpu úr óteljandi smáatriðum eða sá sem kveikir fróðleiksþorstann? Oft er sagt að besti kennarinn gefi frekar vísbendingar um svör en að rétta þau fram á silfurfati – sýni hvar á að leita en ekki hvað á að finna. Forngrísk menning var einstök að því leyti að hún lagði mikla áherslu á fræði og listir. Í borginni Míletos, sem stóð í miklum blóma um 600 f.Kr., er haft eftir tónlistarmanninum og fræðimanninum Tímóteusi (um 450 f.Kr.): „Besti kennarinn er ekki sá sem miðlar þekkingu, heldur sá sem glæðir forvitni.“ Þótt meira en tvö árþúsund séu liðin frá þessum orðum má glöggt sjá að þau eiga enn við. Kveikja forvitninnar er forsenda þess að menntun verði eitthvað meira en staðreyndastagl – hún verður uppspretta sköpunar, sjálfstæðrar hugsunar og skilnings. Hröð (og sívaxandi) tækniþróun Nútímasamfélag er undir stöðugum og mótandi áhrifum tækniframfara. Við höfum greiðan aðgang að ógrynni upplýsinga í gegnum tölvur og snjallsíma, og mörgum finnst eins og breytingarnar séu á fleygiferð og hraðinn bara aukist. Það er engin tilviljun: Framfarir eru ekki línulegar, heldur vaxa þær með veldishraða. Innsæi margra telur vöxt framfara vera línulegan. Ef framfarir voru 1X á síðustu öld (þeirri 20.) þá verða þær 2X á yfirstandandi öld (þeirri 21.). Framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil lýsti þessu í bók sinni The Singularity Is Near (2005): Hann spáði að 21. öldin gæti borið með sér jafnmiklar framfarir og 20.000 ára þróun ef miðað er við hraðann árið 2000. Ástæðan er einmitt þessi veldishraði – við sjáum öra framþróun sem kann að virðast óstöðvandi. Framfarir verða ekki tvöfaldar samanborið við síðustu öld heldur 200x (20 aldir = 20.000 ár). En jafnvel snjallasta tækni kemur að litlum notum ef við verðum ekki sjálf nógu forvitin til að spyrja spurninga, brjóta upp gamla hugsun og mynda okkur nýja sýn. Forvitni: drifkraftur símenntunar Forvitni er uppspretta náms, nýsköpunar og uppgötvana. Hún ýtir undir vilja til að velta fyrir sér hvernig hlutirnir virka, kanna hugmyndir frá nýjum sjónarhornum og tileinka sér nýja færni. Í samhengi símenntunar er þetta einstaklega dýrmætt: Sá sem heldur forvitninni vakandi er líklegri til að takast á við breytingar og bregðast við síbreytilegum heimi af elju, seiglu og eldmóði án þess að fallast hendur eða hreinlega gefast upp. Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar forvitni Sama hversu fullkomin tæknin verður, kemur hún aldrei í staðinn fyrir mannlegt innsæi, forvitni og getu til að hugsa út fyrir rammann. Gervigreind getur greint gögn og gefið okkur ýmsar niðurstöður, en spurningarnar – og sú merking sem við drögum af svörunum – hvíla á okkar eigin vilja til að kafa dýpra, vilja og visku til að bæta líf okkar. Forvitnin sem leiðarljós Besti kennarinn glæðir forvitni. Þetta gildir um okkur öll, því í heimi sífellt örari tækninýjunga og hraðra breytinga er forvitnin lykill sem opnar dyr – ekki bara að þekkingu, heldur að nýrri framtíðarsýn. Lærdómurinn er skýr: Forvitni gefur okkur hvata til að leita svara, spyrja nýrra spurninga og öðlast dýpri skilning. Hún gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við rísandi öldu tækniþróunar, þar sem framfarir vaxa með veldishraða. Þegar við erum reiðubúin að endurnýja þekkingu okkar, endurmeta gamlar hugmyndir og leita svara með opnum hug, tökum við sjálf virkan þátt í að móta morgundaginn. Það er hvort tveggja hin sanna merking símenntunar og besta veganestið sem forvitnin færir okkur. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun