Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 15:56 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Gunnar Þórðarson, einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands á tónleikunum sem fóru fram í gær. mynd/Halla Tómasdóttir Mikill stjörnufans var á 80 ára afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar, eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar, sem fóru fram í gær við góðar undirtektir. Tónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu til heiðurs Gunnari en flutningur verka hans var í höndum tónlistarmanna sem flestir ættu að kannast við. Þar má nefna Pálma Gunnarsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Sigríði Beinteins, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefaníu Svavarsdóttir, Eirík Hauksson, Dísellu Lárusdóttir og Júníus Meyvant. Fræga fólkið var þó ekki aðeins á sviðinu heldur voru einnig ýmsir góðkunnir Íslendingar í salnum. Ein af þeim var Halla Tómasdóttir forseti sem þakkaði Gunnari innilega fyrir menningararfinn. „Þú ert þjóðargersemi sem verður seint þakkað nóg fyrir þitt framlag! Mikið var fallegt að sjá og finna þakklætið og hlýjuna sem við öll berum til þín á afmælistónleikunum í gærkvöld,“ skrifaði Halla. Færslu hennar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Jakob Frímann Magnússon, stuðmaður og fyrrverandi þingmaður, lét sig heldur ekki vanta á tónleikanna og fjölmennti með öðrum vinum Gunnars til að hylla afmælisbarnið. Færsla Jakobs í tilefni tónleikanna.vísir/skjáskot Páll Óskar þakkaði einnig Gunnari fyrir „öll gullin“ sem hann hefur gefið þjóðinni. Hann flutti lagið Við Reykjavíkurtjörn ásamt Júníus Meyvant í gær. Hilmar Þór Björnsson arkitekt lagði einnig leið sína á tónleikanna og var ansi hrifinn. Að hans sögn kom allur skarinn af listamönnunum fram í Bláu augunumþíumn í sameiningu í lok tónleikanna sem féll vel í kramið hjá áhorfendum sem risu úr sætum sínum og tóku undir. Grétar Örvarsson úr Stjórninni sagði í Facebook-færslu að kvöldstundin í Hörpu hafi verið ógleymanleg. „Takk Gunnar fyrir þitt ómetanlega framlag til íslenskrar tónlistar og fyrir að heiðra okkur tónleikagesti með nærveru þinni í Eldborg kvöld.“ Halla Tómasdóttir ásamt mörgum þeim sem fram komu á tónleikunum.vísir/skjáskot Gunnar opnaði sig í viðtali sem birtist í tímariti Mannlíf fyrir um þremur árum síðan þar sem hann sagði frá baráttu sinni við ólæknandi taugasjúkdóm. Þar kom fram að hann væri enn að semja þó að sjúkdómurinn kæmi í veg fyrir að „fingurnir hlýði“. Á þeim tíma sagði hann sjúkdóminn sem líkist parkinsonveiki vera á byrjunarstigi. „Maður verður að taka þessu með æðruleysi,“ er haft eftir honum í viðtali Mannlífs. Í textalýsingu Tix.is um viðburðinn segir: „[Gunnar] hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Harpa Tímamót Samkvæmislífið Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Tónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu til heiðurs Gunnari en flutningur verka hans var í höndum tónlistarmanna sem flestir ættu að kannast við. Þar má nefna Pálma Gunnarsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Sigríði Beinteins, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefaníu Svavarsdóttir, Eirík Hauksson, Dísellu Lárusdóttir og Júníus Meyvant. Fræga fólkið var þó ekki aðeins á sviðinu heldur voru einnig ýmsir góðkunnir Íslendingar í salnum. Ein af þeim var Halla Tómasdóttir forseti sem þakkaði Gunnari innilega fyrir menningararfinn. „Þú ert þjóðargersemi sem verður seint þakkað nóg fyrir þitt framlag! Mikið var fallegt að sjá og finna þakklætið og hlýjuna sem við öll berum til þín á afmælistónleikunum í gærkvöld,“ skrifaði Halla. Færslu hennar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Jakob Frímann Magnússon, stuðmaður og fyrrverandi þingmaður, lét sig heldur ekki vanta á tónleikanna og fjölmennti með öðrum vinum Gunnars til að hylla afmælisbarnið. Færsla Jakobs í tilefni tónleikanna.vísir/skjáskot Páll Óskar þakkaði einnig Gunnari fyrir „öll gullin“ sem hann hefur gefið þjóðinni. Hann flutti lagið Við Reykjavíkurtjörn ásamt Júníus Meyvant í gær. Hilmar Þór Björnsson arkitekt lagði einnig leið sína á tónleikanna og var ansi hrifinn. Að hans sögn kom allur skarinn af listamönnunum fram í Bláu augunumþíumn í sameiningu í lok tónleikanna sem féll vel í kramið hjá áhorfendum sem risu úr sætum sínum og tóku undir. Grétar Örvarsson úr Stjórninni sagði í Facebook-færslu að kvöldstundin í Hörpu hafi verið ógleymanleg. „Takk Gunnar fyrir þitt ómetanlega framlag til íslenskrar tónlistar og fyrir að heiðra okkur tónleikagesti með nærveru þinni í Eldborg kvöld.“ Halla Tómasdóttir ásamt mörgum þeim sem fram komu á tónleikunum.vísir/skjáskot Gunnar opnaði sig í viðtali sem birtist í tímariti Mannlíf fyrir um þremur árum síðan þar sem hann sagði frá baráttu sinni við ólæknandi taugasjúkdóm. Þar kom fram að hann væri enn að semja þó að sjúkdómurinn kæmi í veg fyrir að „fingurnir hlýði“. Á þeim tíma sagði hann sjúkdóminn sem líkist parkinsonveiki vera á byrjunarstigi. „Maður verður að taka þessu með æðruleysi,“ er haft eftir honum í viðtali Mannlífs. Í textalýsingu Tix.is um viðburðinn segir: „[Gunnar] hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Harpa Tímamót Samkvæmislífið Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira