Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 12:15 Félagar úr Gráa hernum fylgjast hér með rekstri málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2021. Vísir/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg mun taka fyrir kæru Gráa hersins og þriggja ellilífeyristaka vegna dóms Hæstaréttar í máli sem snerist um skerðingu ellilífeyris almannatrygginga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grá hernum, sem er baráttuhópur eldri borgara um lífeyrismál. Þar er forsaga dómsmálsins rakin. Hæstiréttur hafnaði öllum röksemdum hersins „Í nóvember 2022 kvað Hæstiréttur upp dóm í málum Gráa hersins og þriggja ellilífeyristaka gegn íslenska ríkinu vegna skerðinga ellilífeyris almannatrygginga. Dómurinn féll ríkinu í vil, en hann var strax kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg. Nú hefur dómstóllinn tilkynnt að hann hyggist taka tiltekna þætti kærunnar til efnismeðferðar,“ segir í tilkynningunni. Hæstiréttur hafnaði með dómi sínum öllum röksemdum Gráa hersins og þremenningunum á hendur ríkinu, og lét dóma héraðsdóms í málum þeirra standa óraskaða. Málin voru ólík en öll byggð á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyrisþegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi og iðgjöldum, væri gengið gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti lífeyristaka. Bætur ekki markmiðið „Kærendur höfðu haldið því fram að tekjutenging ellilífeyris almannatrygginga með 45% - 56,9% skerðingarhlutföllum og mismunandi frítekjumörkum eftir uppruna tekna stangaðist á við meðalhófs- og jafnræðisreglur stjórnarskrár. Markmiðið var þó ekki að fá dæmdar fébætur til þessara þriggja einstaklinga, heldur var vonast eftir að niðurstaða dómstóla yrði með þeim hætti að ríkisvaldið kæmist í framhaldinu ekki hjá því að breyta regluverki almannatrygginga til þess að það samræmdist grundvallarreglum réttarríkisins,“ segir í tilkynningunni. Þrátt fyrir það hafi niðurstaða Hæstaréttar verið sú að „gefa ríkinu grænt ljós á gildandi skerðingaregluverk almannatrygginga“. Röksemdin að baki því hafi verið sú að við setningu laganna hafi löggjafinn ekki farið út fyrir það svigrúm sem hann hafi í krafti fjárstjórnarvalds síns til að skipuleggja fyrirkomulag framfærsluaðstoðar. Áfangasigur „Þessa niðurstöðu kærði Grái herinn í febrúar 2023 til Mannréttindadómstólsins, sem nú hefur tilkynnt að hann muni taka kæruna til efnismeðferðar. Dómstóllinn mun afmarka umfjöllun sína við nánar tilgreind álitaefni, þ.e. hvort skerðingarreglurnar frá 2017/'18 hafi mismunað ellilífeyristökum eftir því hvort lífeyrisréttindi þeirra voru í séreignar- eða sameignarsjóðum; og/eða með því að ákvarða frítekjumark þeirra sem enn höfðu atvinnutekjur miklu hærra en þeirra sem eingöngu fengu greitt úr lífeyrissjóðum.“ Í tilkynningunni segir jafnframt að Grái herinn álíti ákvörðun Mannréttindadómstólsins vera áfangasigur, jafnvel þótt hann hafi ákveðið að afmarka meðferð sína á málinu við áður tilgreind álitaefni. Lítill hluti þeirra mála sem berist dómstólnum fái efnismeðferð. Í ákvörðuninni felist því mikilvæg viðurkenning af hálfu dómstólsins á réttmæti kæru Gráa hersins. Tveggja mánaða frestur til sáttaumleitana „MDE hefur nú veitt íslenska ríkinu frest til 11. mars til að leita sátta í málinu. Náist engin sátt fyrir þann tíma, fær ríkið 12 vikna frest til viðbótar til að skila greinargerð um málið. Í framhaldinu fær svo Grái herinn frest til að skila greinargerð af sinni hálfu. Málinu er því langt í frá lokið og alls óvíst hvenær endanlegur dómur MDE fellur eða hver niðurstaðan verður. En áfanginn sem náðst hefur með þessari ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu er engu að síður mikið fagnaðarefni.“ Eldri borgarar Tryggingar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36 Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grá hernum, sem er baráttuhópur eldri borgara um lífeyrismál. Þar er forsaga dómsmálsins rakin. Hæstiréttur hafnaði öllum röksemdum hersins „Í nóvember 2022 kvað Hæstiréttur upp dóm í málum Gráa hersins og þriggja ellilífeyristaka gegn íslenska ríkinu vegna skerðinga ellilífeyris almannatrygginga. Dómurinn féll ríkinu í vil, en hann var strax kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg. Nú hefur dómstóllinn tilkynnt að hann hyggist taka tiltekna þætti kærunnar til efnismeðferðar,“ segir í tilkynningunni. Hæstiréttur hafnaði með dómi sínum öllum röksemdum Gráa hersins og þremenningunum á hendur ríkinu, og lét dóma héraðsdóms í málum þeirra standa óraskaða. Málin voru ólík en öll byggð á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyrisþegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi og iðgjöldum, væri gengið gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti lífeyristaka. Bætur ekki markmiðið „Kærendur höfðu haldið því fram að tekjutenging ellilífeyris almannatrygginga með 45% - 56,9% skerðingarhlutföllum og mismunandi frítekjumörkum eftir uppruna tekna stangaðist á við meðalhófs- og jafnræðisreglur stjórnarskrár. Markmiðið var þó ekki að fá dæmdar fébætur til þessara þriggja einstaklinga, heldur var vonast eftir að niðurstaða dómstóla yrði með þeim hætti að ríkisvaldið kæmist í framhaldinu ekki hjá því að breyta regluverki almannatrygginga til þess að það samræmdist grundvallarreglum réttarríkisins,“ segir í tilkynningunni. Þrátt fyrir það hafi niðurstaða Hæstaréttar verið sú að „gefa ríkinu grænt ljós á gildandi skerðingaregluverk almannatrygginga“. Röksemdin að baki því hafi verið sú að við setningu laganna hafi löggjafinn ekki farið út fyrir það svigrúm sem hann hafi í krafti fjárstjórnarvalds síns til að skipuleggja fyrirkomulag framfærsluaðstoðar. Áfangasigur „Þessa niðurstöðu kærði Grái herinn í febrúar 2023 til Mannréttindadómstólsins, sem nú hefur tilkynnt að hann muni taka kæruna til efnismeðferðar. Dómstóllinn mun afmarka umfjöllun sína við nánar tilgreind álitaefni, þ.e. hvort skerðingarreglurnar frá 2017/'18 hafi mismunað ellilífeyristökum eftir því hvort lífeyrisréttindi þeirra voru í séreignar- eða sameignarsjóðum; og/eða með því að ákvarða frítekjumark þeirra sem enn höfðu atvinnutekjur miklu hærra en þeirra sem eingöngu fengu greitt úr lífeyrissjóðum.“ Í tilkynningunni segir jafnframt að Grái herinn álíti ákvörðun Mannréttindadómstólsins vera áfangasigur, jafnvel þótt hann hafi ákveðið að afmarka meðferð sína á málinu við áður tilgreind álitaefni. Lítill hluti þeirra mála sem berist dómstólnum fái efnismeðferð. Í ákvörðuninni felist því mikilvæg viðurkenning af hálfu dómstólsins á réttmæti kæru Gráa hersins. Tveggja mánaða frestur til sáttaumleitana „MDE hefur nú veitt íslenska ríkinu frest til 11. mars til að leita sátta í málinu. Náist engin sátt fyrir þann tíma, fær ríkið 12 vikna frest til viðbótar til að skila greinargerð um málið. Í framhaldinu fær svo Grái herinn frest til að skila greinargerð af sinni hálfu. Málinu er því langt í frá lokið og alls óvíst hvenær endanlegur dómur MDE fellur eða hver niðurstaðan verður. En áfanginn sem náðst hefur með þessari ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu er engu að síður mikið fagnaðarefni.“
Eldri borgarar Tryggingar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36 Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36
Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24