Meiðslin sett strik í undirbúning Valur Páll Eiríksson skrifar 7. janúar 2025 19:01 Snorri Steinn Guðjónsson er spenntur fyrir komandi heimsmeistaramóti. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi verkefni. Ísland leikur tvo æfingaleiki við Svía í vikunni áður en keppni hefst á HM í næstu viku. „Staðan er allt í lagi. Hún er ekki fullkomin. Elvar er kominn inn en Aron er ennþá meiddur og verður ekki með okkur fyrr en í milliriðlum,“ segir Snorri um stöðuna á leikmannahópi Íslands. Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag verður fyrirliðinn Aron Pálmarsson frá þar til í milliriðlinum. „Ómar Ingi datt út fyrir mót og það var vitað. Aron hefur svo sem ekki verið með okkur hingað til. Það er eitthvað í það að hann geti farið að beita sér,“ sagði hann enn fremur. Snorri Steinn segir þó tilfinninguna vera nokkuð góða eftir þær æfingar sem að baki eru. „Hún er bara fín. Maður er alltaf brattur og spenntur að byrja. Það verður gaman að máta okkur við Svíana og sjá hvað kemur út úr þeim leikjum. Við eigum ennþá eitthvað í land og þurfum að vinna áfram í okkar hlutum og fá þá til að tikka í rétta átt. Um það snúast þessir æfingaleikir og æfingar fram að móti,“ segir Snorri. Áhersluatriðin séu víða en eðlilega hafi meiðsli þeirra Arons og Ómars haft sitt að segja. „Við höfum reynt að kovera þetta allt og erum ennþá á þeirri leið. Eðlilega, að missa Ómar og að Aron sé ekki með, þá hefur farið svolítill tími í það að skoða og vega og mega hlutina og sjá hvað við munum gera þegar þeir eru ekki með,“ segir Snorri Steinn. Ákefð og læti Strákarnir halda utan á morgun til Svíþjóðar þar sem þeir spila tvo leiki við heimamenn í Kristianstad áður en farið til Zagreb hvar riðill íslenska liðsins á HM verður spilaður. En hvers leitar Snorri eftir í þessum tveimur æfingaleikjum? „Frammistöðu og að okkur líði vel með okkar leik. Það segir sig svolítið sjálft. Auðvitað eru þetta æfingaleikir og allt það en ég vil ekki hafa æfingaleikjafnyk af þessu. Ég vil sjá ákefð og læti og að við séum að reyna að vinna leikina,“ „Á sama tíma rúllar maður aðeins öðruvísi á liðinu og á einhverjum tímapunkti ertu að prófa þig áfram, einhverjar uppstillingar sem þú vilt sjá. Eflaust verður eitthvað sem gengur betur en annað en til þess eru leikirnir,“ segir Snorri Steinn sem er bjartsýnn fyrir komandi mót. „Alltaf. Þangað til annað kemur í ljós.“ Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar, liðið mætir því næst Kúbu tveimur dögum síðar og svo Slóveníu 20. janúar. Keppni hefst í milliriðli 22. janúar og vonast til að Aron verði klár í slaginn þá. Allir leikir Íslands, í riðlinum og milliriðli, fara fram í Zagreb í Króatíu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Meiðslin haft áhrif á undirbúning Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Staðan er allt í lagi. Hún er ekki fullkomin. Elvar er kominn inn en Aron er ennþá meiddur og verður ekki með okkur fyrr en í milliriðlum,“ segir Snorri um stöðuna á leikmannahópi Íslands. Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag verður fyrirliðinn Aron Pálmarsson frá þar til í milliriðlinum. „Ómar Ingi datt út fyrir mót og það var vitað. Aron hefur svo sem ekki verið með okkur hingað til. Það er eitthvað í það að hann geti farið að beita sér,“ sagði hann enn fremur. Snorri Steinn segir þó tilfinninguna vera nokkuð góða eftir þær æfingar sem að baki eru. „Hún er bara fín. Maður er alltaf brattur og spenntur að byrja. Það verður gaman að máta okkur við Svíana og sjá hvað kemur út úr þeim leikjum. Við eigum ennþá eitthvað í land og þurfum að vinna áfram í okkar hlutum og fá þá til að tikka í rétta átt. Um það snúast þessir æfingaleikir og æfingar fram að móti,“ segir Snorri. Áhersluatriðin séu víða en eðlilega hafi meiðsli þeirra Arons og Ómars haft sitt að segja. „Við höfum reynt að kovera þetta allt og erum ennþá á þeirri leið. Eðlilega, að missa Ómar og að Aron sé ekki með, þá hefur farið svolítill tími í það að skoða og vega og mega hlutina og sjá hvað við munum gera þegar þeir eru ekki með,“ segir Snorri Steinn. Ákefð og læti Strákarnir halda utan á morgun til Svíþjóðar þar sem þeir spila tvo leiki við heimamenn í Kristianstad áður en farið til Zagreb hvar riðill íslenska liðsins á HM verður spilaður. En hvers leitar Snorri eftir í þessum tveimur æfingaleikjum? „Frammistöðu og að okkur líði vel með okkar leik. Það segir sig svolítið sjálft. Auðvitað eru þetta æfingaleikir og allt það en ég vil ekki hafa æfingaleikjafnyk af þessu. Ég vil sjá ákefð og læti og að við séum að reyna að vinna leikina,“ „Á sama tíma rúllar maður aðeins öðruvísi á liðinu og á einhverjum tímapunkti ertu að prófa þig áfram, einhverjar uppstillingar sem þú vilt sjá. Eflaust verður eitthvað sem gengur betur en annað en til þess eru leikirnir,“ segir Snorri Steinn sem er bjartsýnn fyrir komandi mót. „Alltaf. Þangað til annað kemur í ljós.“ Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar, liðið mætir því næst Kúbu tveimur dögum síðar og svo Slóveníu 20. janúar. Keppni hefst í milliriðli 22. janúar og vonast til að Aron verði klár í slaginn þá. Allir leikir Íslands, í riðlinum og milliriðli, fara fram í Zagreb í Króatíu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Meiðslin haft áhrif á undirbúning
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða