„Þetta er sannarlega mikill heiður“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 16:39 Guðmundur Ari er nýr á þingi en fer með formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa ríkt innan þingflokksins þegar kom að tillögu formann um að hann tæki við embættinu. Dagur B. Eggertsson er ekki meðal þeirra þriggja sem mynda stjórn þingflokksins. Guðmundur Ari segir að einhugur hafi verið í þingflokknum um tillögu Kristrúnar Frostadóttur um að hann tæki að sér embætti þingflokksformanns. Allir þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, sem og tillögum um aðArna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. „Það er mikil samstaða í þingflokknum. Líka um næstu skref og þau verkefni sem eru fram undan. Nú þurfum við að raða í nefndir þingsins og stilla saman strengi við hina stjórnarflokkana. Það er þessi vinna sem nú fer í gang,“ segir Guðmundur. Spennandi verkefni Guðmundur Ari segir að í þingliði Samfylkingarinnar sé fólk með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það sé hans verkefni að flétta þá reynslu rétt saman og sjá hvernig styrkleikar hópsins nýtist sem best. Guðmundur Ari er nýr á þingi, en hefur verið í sveitastjórn Seltjarnarness í tíu ár. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segist því hafa reynslu af stjórnmálastarfi og að leiða öflug teymi til góðra verka. „En þetta er sannarlega mikill heiður og ég er mjög stoltur að hafa verið falið þetta hlutverk af þingflokknum, og er spenntur að takast á við þetta verkefni.“ Engin önnur tillaga borist Dagur B. Eggertsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, hafði verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður á meðan þess var beðið að Kristrún svipti hulunni af tillögu sinni. Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Veistu hvernig [Dagur] tók þessum tíðindum? „Það var allavega mikil samstaða innan þingflokksins og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ segir Guðmundur Ari. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Guðmundur Ari segir að einhugur hafi verið í þingflokknum um tillögu Kristrúnar Frostadóttur um að hann tæki að sér embætti þingflokksformanns. Allir þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, sem og tillögum um aðArna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. „Það er mikil samstaða í þingflokknum. Líka um næstu skref og þau verkefni sem eru fram undan. Nú þurfum við að raða í nefndir þingsins og stilla saman strengi við hina stjórnarflokkana. Það er þessi vinna sem nú fer í gang,“ segir Guðmundur. Spennandi verkefni Guðmundur Ari segir að í þingliði Samfylkingarinnar sé fólk með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það sé hans verkefni að flétta þá reynslu rétt saman og sjá hvernig styrkleikar hópsins nýtist sem best. Guðmundur Ari er nýr á þingi, en hefur verið í sveitastjórn Seltjarnarness í tíu ár. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segist því hafa reynslu af stjórnmálastarfi og að leiða öflug teymi til góðra verka. „En þetta er sannarlega mikill heiður og ég er mjög stoltur að hafa verið falið þetta hlutverk af þingflokknum, og er spenntur að takast á við þetta verkefni.“ Engin önnur tillaga borist Dagur B. Eggertsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, hafði verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður á meðan þess var beðið að Kristrún svipti hulunni af tillögu sinni. Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Veistu hvernig [Dagur] tók þessum tíðindum? „Það var allavega mikil samstaða innan þingflokksins og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ segir Guðmundur Ari.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira