„Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. janúar 2025 22:47 Israel Martín er þjálfari Tindastóls Vísir/Anton Brink Tindastólskonur máttu sætta sig við tap í kvöld þegar liðið sótti Val heim í Bónus-deild kvenna. Fyrir leikinn hafði Tindastóll unnið fimm leiki í röð en leikmenn liðsins voru hreinlega eins og skugginn af sjálfum sér á löngum köflum í kvöld. Israel Martin, þjálfari liðsins, var sammála greiningu blaðamanns að hans konur hefðu aldrei náð neinum takti í sinn leik í kvöld. „Alveg algjörlega og við vorum einmitt að tala um þetta í búningsklefanum áðan. Mér fannst Valur eiga sigurinn skilið. Þær börðust frá uppkastinu í byrjun og allt til enda. Ég óska þeim til hamingju því þær áttu þetta skilið.“ Hann ætlar þó ekki að dvelja lengi við tapið og virðist ekki taka það nærri sér, heldur þvert á móti. „Slæmur leikur hjá okkur í kvöld. Ég vil ekki leita að einhverjum afsökunum. Við erum búnar að vinna sex í röð [fimm í deild, einn í bikar, innsk. blm.] og það er „kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“. Við getum þá horft í eigin barm og komið okkur aftur á rétta braut og farið að spila eins og við vorum að spila.“ „Við lögðum okkur bara ekki fram, ákefðin var ekki til staðar. Sennilega vorum við líka þreyttar andlega. Við gátum bara ekki fundið leiðir í dag til að spila eins og við eigum að okkur. En að sama skapi þá held ég að það sé stundum ágætt að fá svona töp og fá tækifæri til að koma til baka og koma okkur aftur á rétt spor.“ Þó svo að sigur Vals hafi verið öruggur í lokin tókst Tindastóli að gera leikinn spennandi um stund í fjórða leikhluta. Það vantaði þó töluvert upp á að mati Martín. „Ef við viljum vinna leiki í Bónus-deildinni þá verðum við að berjast eins og við höfum verið að berjast og stýra hraðanum á leiknum. Í dag höfðum við ekki stjórn á leiknum á neinum tímapunkti.“ „Við náðum að minnka þetta í þrjú eftir að hafa verið sex undir í byrjun þriðja. En við fundum aldrei leiðir til að snúa stigaskorinu okkur í vil. Þegar á reyndi fékk Valur tvö stopp og við gátum ekki skotið boltanum, kláruðum skotklukkuna. Við vorum ekki nógu einbeittar í dag til að vinna leikinn. Það er eins og það er.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Tindastóll Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Israel Martin, þjálfari liðsins, var sammála greiningu blaðamanns að hans konur hefðu aldrei náð neinum takti í sinn leik í kvöld. „Alveg algjörlega og við vorum einmitt að tala um þetta í búningsklefanum áðan. Mér fannst Valur eiga sigurinn skilið. Þær börðust frá uppkastinu í byrjun og allt til enda. Ég óska þeim til hamingju því þær áttu þetta skilið.“ Hann ætlar þó ekki að dvelja lengi við tapið og virðist ekki taka það nærri sér, heldur þvert á móti. „Slæmur leikur hjá okkur í kvöld. Ég vil ekki leita að einhverjum afsökunum. Við erum búnar að vinna sex í röð [fimm í deild, einn í bikar, innsk. blm.] og það er „kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“. Við getum þá horft í eigin barm og komið okkur aftur á rétta braut og farið að spila eins og við vorum að spila.“ „Við lögðum okkur bara ekki fram, ákefðin var ekki til staðar. Sennilega vorum við líka þreyttar andlega. Við gátum bara ekki fundið leiðir í dag til að spila eins og við eigum að okkur. En að sama skapi þá held ég að það sé stundum ágætt að fá svona töp og fá tækifæri til að koma til baka og koma okkur aftur á rétt spor.“ Þó svo að sigur Vals hafi verið öruggur í lokin tókst Tindastóli að gera leikinn spennandi um stund í fjórða leikhluta. Það vantaði þó töluvert upp á að mati Martín. „Ef við viljum vinna leiki í Bónus-deildinni þá verðum við að berjast eins og við höfum verið að berjast og stýra hraðanum á leiknum. Í dag höfðum við ekki stjórn á leiknum á neinum tímapunkti.“ „Við náðum að minnka þetta í þrjú eftir að hafa verið sex undir í byrjun þriðja. En við fundum aldrei leiðir til að snúa stigaskorinu okkur í vil. Þegar á reyndi fékk Valur tvö stopp og við gátum ekki skotið boltanum, kláruðum skotklukkuna. Við vorum ekki nógu einbeittar í dag til að vinna leikinn. Það er eins og það er.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Tindastóll Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira