Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar 8. janúar 2025 00:00 Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Til að mynda hyggist hún rukka ferðamenn um auðlindagjald fyrir aðgang að náttúruperlum, en á meðan verið er að útfæra slíka gjaldtöku skal innheimta komugjöld. Sú yfirlýsing hefur vakið upp ýmsar spurningar svo vægt sé til orða tekið. Samhengi hlutanna skiptir máli Á dögunum samþykkti Alþingi enn eina nær fyrirvaralausa hækkun á gistináttaskatti og að innviðagjald skuli lagt á farþega skemmtiferðaskipa. Þá hafa meðal annars hömlulaus bílastæðagjöld haldið áfram að spretta upp við margar af helstu náttúruperlum landsins og ný gestagjöld litið dagsins ljós innan þjóðgarða, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Það er því varhugavert að ofan á nýjar álögur og hækkanir á þeim sem fyrir voru eigi nú að bæta enn frekar í. Það er ekki eitt, það er allt. Þó óljóst sé hvernig boðuð auðlinda- og komugjöld nýrrar ríkisstjórnar eigi að líta út þá er ljóst að slík gjöld munu vera til þess fallin að leiða til enn frekari verðhækkana á íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknir sýna að ferðaþjónusta er fremur næm fyrir verðbreytingum. Það liggur fyrir að óhóflegar hækkanir skatta og gjalda sem og nýjar álögur geta dregið úr komum erlendra ferðamanna til þess áfangastaðar sem fyrir barðinu verður. Það er ekki sjálfsagt að erlendir ferðamenn kjósi að ferðast til Íslands fremur en til annarra áfangastaða. Fari svo að ferðamönnum fækki hér á landi hefur það ekki aðeins bein áhrif á ferðaþjónustuna heldur á atvinnulífið í heild enda eru einnig óbein og afleidd áhrif sem fylgja slíkri þróun sem eiga það oft til að gleymast í umræðunni. Auknar álögur ekki svarið Jafn opið orðalag og raun ber vitni í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar varðandi boðuð auðlinda- og komugjöld felur sömuleiðis í sér aukna óvissu þar sem hvorki er vitað hvernig þau verða né hvenær eða hvort þau eigi að taka gildi. Sú staðreynd ein og sér dregur úr fyrirsjáanleika og leggur stein í götu fyrirtækja sem geta þá síður gert raunhæfar áætlanir til framtíðar. Í slíku umhverfi er það almennt svo að fyrirtæki halda að sér höndum, fjárfestingar þeirra verða minni en ella og það dregur að öðru óbreyttu úr verðmætasköpun. Mikilvægi þess að stjórnvöld lágmarki óvissu og tryggi atvinnulífinu fyrirsjáanleika er óumdeilanlegt. Ferðaþjónustan er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og skapar um 9% af verðmætasköpun landsins. Það er óþarfi að leggja nú samkeppnishæfni Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu að veði. Nær engin umræða hefur orðið samhliða stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um þær álögur sem fyrir eru. Auknar álögur geta einfaldlega ekki alltaf verið svar stjórnvalda enda eru skatttekjur ekki ótæmandi uppspretta. Samhengi hlutanna skiptir máli. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Til að mynda hyggist hún rukka ferðamenn um auðlindagjald fyrir aðgang að náttúruperlum, en á meðan verið er að útfæra slíka gjaldtöku skal innheimta komugjöld. Sú yfirlýsing hefur vakið upp ýmsar spurningar svo vægt sé til orða tekið. Samhengi hlutanna skiptir máli Á dögunum samþykkti Alþingi enn eina nær fyrirvaralausa hækkun á gistináttaskatti og að innviðagjald skuli lagt á farþega skemmtiferðaskipa. Þá hafa meðal annars hömlulaus bílastæðagjöld haldið áfram að spretta upp við margar af helstu náttúruperlum landsins og ný gestagjöld litið dagsins ljós innan þjóðgarða, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Það er því varhugavert að ofan á nýjar álögur og hækkanir á þeim sem fyrir voru eigi nú að bæta enn frekar í. Það er ekki eitt, það er allt. Þó óljóst sé hvernig boðuð auðlinda- og komugjöld nýrrar ríkisstjórnar eigi að líta út þá er ljóst að slík gjöld munu vera til þess fallin að leiða til enn frekari verðhækkana á íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknir sýna að ferðaþjónusta er fremur næm fyrir verðbreytingum. Það liggur fyrir að óhóflegar hækkanir skatta og gjalda sem og nýjar álögur geta dregið úr komum erlendra ferðamanna til þess áfangastaðar sem fyrir barðinu verður. Það er ekki sjálfsagt að erlendir ferðamenn kjósi að ferðast til Íslands fremur en til annarra áfangastaða. Fari svo að ferðamönnum fækki hér á landi hefur það ekki aðeins bein áhrif á ferðaþjónustuna heldur á atvinnulífið í heild enda eru einnig óbein og afleidd áhrif sem fylgja slíkri þróun sem eiga það oft til að gleymast í umræðunni. Auknar álögur ekki svarið Jafn opið orðalag og raun ber vitni í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar varðandi boðuð auðlinda- og komugjöld felur sömuleiðis í sér aukna óvissu þar sem hvorki er vitað hvernig þau verða né hvenær eða hvort þau eigi að taka gildi. Sú staðreynd ein og sér dregur úr fyrirsjáanleika og leggur stein í götu fyrirtækja sem geta þá síður gert raunhæfar áætlanir til framtíðar. Í slíku umhverfi er það almennt svo að fyrirtæki halda að sér höndum, fjárfestingar þeirra verða minni en ella og það dregur að öðru óbreyttu úr verðmætasköpun. Mikilvægi þess að stjórnvöld lágmarki óvissu og tryggi atvinnulífinu fyrirsjáanleika er óumdeilanlegt. Ferðaþjónustan er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og skapar um 9% af verðmætasköpun landsins. Það er óþarfi að leggja nú samkeppnishæfni Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu að veði. Nær engin umræða hefur orðið samhliða stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um þær álögur sem fyrir eru. Auknar álögur geta einfaldlega ekki alltaf verið svar stjórnvalda enda eru skatttekjur ekki ótæmandi uppspretta. Samhengi hlutanna skiptir máli. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar