Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar 8. janúar 2025 00:00 Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Til að mynda hyggist hún rukka ferðamenn um auðlindagjald fyrir aðgang að náttúruperlum, en á meðan verið er að útfæra slíka gjaldtöku skal innheimta komugjöld. Sú yfirlýsing hefur vakið upp ýmsar spurningar svo vægt sé til orða tekið. Samhengi hlutanna skiptir máli Á dögunum samþykkti Alþingi enn eina nær fyrirvaralausa hækkun á gistináttaskatti og að innviðagjald skuli lagt á farþega skemmtiferðaskipa. Þá hafa meðal annars hömlulaus bílastæðagjöld haldið áfram að spretta upp við margar af helstu náttúruperlum landsins og ný gestagjöld litið dagsins ljós innan þjóðgarða, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Það er því varhugavert að ofan á nýjar álögur og hækkanir á þeim sem fyrir voru eigi nú að bæta enn frekar í. Það er ekki eitt, það er allt. Þó óljóst sé hvernig boðuð auðlinda- og komugjöld nýrrar ríkisstjórnar eigi að líta út þá er ljóst að slík gjöld munu vera til þess fallin að leiða til enn frekari verðhækkana á íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknir sýna að ferðaþjónusta er fremur næm fyrir verðbreytingum. Það liggur fyrir að óhóflegar hækkanir skatta og gjalda sem og nýjar álögur geta dregið úr komum erlendra ferðamanna til þess áfangastaðar sem fyrir barðinu verður. Það er ekki sjálfsagt að erlendir ferðamenn kjósi að ferðast til Íslands fremur en til annarra áfangastaða. Fari svo að ferðamönnum fækki hér á landi hefur það ekki aðeins bein áhrif á ferðaþjónustuna heldur á atvinnulífið í heild enda eru einnig óbein og afleidd áhrif sem fylgja slíkri þróun sem eiga það oft til að gleymast í umræðunni. Auknar álögur ekki svarið Jafn opið orðalag og raun ber vitni í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar varðandi boðuð auðlinda- og komugjöld felur sömuleiðis í sér aukna óvissu þar sem hvorki er vitað hvernig þau verða né hvenær eða hvort þau eigi að taka gildi. Sú staðreynd ein og sér dregur úr fyrirsjáanleika og leggur stein í götu fyrirtækja sem geta þá síður gert raunhæfar áætlanir til framtíðar. Í slíku umhverfi er það almennt svo að fyrirtæki halda að sér höndum, fjárfestingar þeirra verða minni en ella og það dregur að öðru óbreyttu úr verðmætasköpun. Mikilvægi þess að stjórnvöld lágmarki óvissu og tryggi atvinnulífinu fyrirsjáanleika er óumdeilanlegt. Ferðaþjónustan er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og skapar um 9% af verðmætasköpun landsins. Það er óþarfi að leggja nú samkeppnishæfni Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu að veði. Nær engin umræða hefur orðið samhliða stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um þær álögur sem fyrir eru. Auknar álögur geta einfaldlega ekki alltaf verið svar stjórnvalda enda eru skatttekjur ekki ótæmandi uppspretta. Samhengi hlutanna skiptir máli. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Til að mynda hyggist hún rukka ferðamenn um auðlindagjald fyrir aðgang að náttúruperlum, en á meðan verið er að útfæra slíka gjaldtöku skal innheimta komugjöld. Sú yfirlýsing hefur vakið upp ýmsar spurningar svo vægt sé til orða tekið. Samhengi hlutanna skiptir máli Á dögunum samþykkti Alþingi enn eina nær fyrirvaralausa hækkun á gistináttaskatti og að innviðagjald skuli lagt á farþega skemmtiferðaskipa. Þá hafa meðal annars hömlulaus bílastæðagjöld haldið áfram að spretta upp við margar af helstu náttúruperlum landsins og ný gestagjöld litið dagsins ljós innan þjóðgarða, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Það er því varhugavert að ofan á nýjar álögur og hækkanir á þeim sem fyrir voru eigi nú að bæta enn frekar í. Það er ekki eitt, það er allt. Þó óljóst sé hvernig boðuð auðlinda- og komugjöld nýrrar ríkisstjórnar eigi að líta út þá er ljóst að slík gjöld munu vera til þess fallin að leiða til enn frekari verðhækkana á íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknir sýna að ferðaþjónusta er fremur næm fyrir verðbreytingum. Það liggur fyrir að óhóflegar hækkanir skatta og gjalda sem og nýjar álögur geta dregið úr komum erlendra ferðamanna til þess áfangastaðar sem fyrir barðinu verður. Það er ekki sjálfsagt að erlendir ferðamenn kjósi að ferðast til Íslands fremur en til annarra áfangastaða. Fari svo að ferðamönnum fækki hér á landi hefur það ekki aðeins bein áhrif á ferðaþjónustuna heldur á atvinnulífið í heild enda eru einnig óbein og afleidd áhrif sem fylgja slíkri þróun sem eiga það oft til að gleymast í umræðunni. Auknar álögur ekki svarið Jafn opið orðalag og raun ber vitni í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar varðandi boðuð auðlinda- og komugjöld felur sömuleiðis í sér aukna óvissu þar sem hvorki er vitað hvernig þau verða né hvenær eða hvort þau eigi að taka gildi. Sú staðreynd ein og sér dregur úr fyrirsjáanleika og leggur stein í götu fyrirtækja sem geta þá síður gert raunhæfar áætlanir til framtíðar. Í slíku umhverfi er það almennt svo að fyrirtæki halda að sér höndum, fjárfestingar þeirra verða minni en ella og það dregur að öðru óbreyttu úr verðmætasköpun. Mikilvægi þess að stjórnvöld lágmarki óvissu og tryggi atvinnulífinu fyrirsjáanleika er óumdeilanlegt. Ferðaþjónustan er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og skapar um 9% af verðmætasköpun landsins. Það er óþarfi að leggja nú samkeppnishæfni Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu að veði. Nær engin umræða hefur orðið samhliða stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um þær álögur sem fyrir eru. Auknar álögur geta einfaldlega ekki alltaf verið svar stjórnvalda enda eru skatttekjur ekki ótæmandi uppspretta. Samhengi hlutanna skiptir máli. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun