Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2025 10:28 Bergþóra Pálsdóttir er ein þeirra sem býr í hjólhýsi á svæðinu. Hún segist hafa vaknað upp við mikil læti í nótt. vísir/vilhelm Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. Tilkynning um eldinn barst klukkan hálf fimm í morgun. Bergþóra Pálsdóttir er ein þeirra sem eru með fasta búsetu í hjólhýsabyggðinni við Sævarhöfða. Hún segist hafa vaknað við mikil læti í nótt og brugðið verulega. „Já þú getur rétt ímyndað þér, manni stendur ekki á sama.“ Hjólhýsi brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Var þetta nálægt þínu hjólhýsi? „Já það er eitt hús við hliðina á mér og það kviknaði í húsinu við hliðina á henni og barst yfir í húsbíl sem er þar við hliðina á. Þetta tvennt brann til kaldra kola. Húsið við hliðina á mér, það bráðnuðu gluggarnir hjá henni og svo barst þetta í fjórða hjólhýsi sem er fjær.“ Ekki mönnum bjóðandi Hjólhýsi Bergþóru slapp og hefur hún hýst vinkonu sína þar sem hjólhýsi þeirrar síðarnefndu varð fyrir skemmdum. Bergþóra segir íbúa hafa óttast að svona gæti farið enda segja þeir aðstæður á svæðinu hræðilegar. Frá vettvangi í morgun.Vísir/Vilhelm „Þetta er hræðileg staðsetning. Við erum bara hér í umferðinni og erum búin að vera að berjast fyrir betra svæði og að hafa meira rými. Fyrir utan það þá erum við ekki með neina aðstöðu hér, ekki salerni, klósett, sturtu eða neitt. Það er að vísu eitt klósett uppi en þar er ískalt og er ekki mönnum bjóðandi.“ Lítið um svör Hún segir að til hafi staðið að hjólhýsabyggðin yrði einungis til skamms tíma á svæðinu þar til betri staðsetning yrði fundin. Íbúar séu orðnir óþreyjufullir og lítið um svör frá borgaryfirvöldum. „Þeir reyna að hunsa allt sem við reynum að tala um og benda á. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar er búið að standa mikið með okkur og benda á fullt af svæðum, en nei við fáum ekkert.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst klukkan hálf fimm í morgun. Bergþóra Pálsdóttir er ein þeirra sem eru með fasta búsetu í hjólhýsabyggðinni við Sævarhöfða. Hún segist hafa vaknað við mikil læti í nótt og brugðið verulega. „Já þú getur rétt ímyndað þér, manni stendur ekki á sama.“ Hjólhýsi brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Var þetta nálægt þínu hjólhýsi? „Já það er eitt hús við hliðina á mér og það kviknaði í húsinu við hliðina á henni og barst yfir í húsbíl sem er þar við hliðina á. Þetta tvennt brann til kaldra kola. Húsið við hliðina á mér, það bráðnuðu gluggarnir hjá henni og svo barst þetta í fjórða hjólhýsi sem er fjær.“ Ekki mönnum bjóðandi Hjólhýsi Bergþóru slapp og hefur hún hýst vinkonu sína þar sem hjólhýsi þeirrar síðarnefndu varð fyrir skemmdum. Bergþóra segir íbúa hafa óttast að svona gæti farið enda segja þeir aðstæður á svæðinu hræðilegar. Frá vettvangi í morgun.Vísir/Vilhelm „Þetta er hræðileg staðsetning. Við erum bara hér í umferðinni og erum búin að vera að berjast fyrir betra svæði og að hafa meira rými. Fyrir utan það þá erum við ekki með neina aðstöðu hér, ekki salerni, klósett, sturtu eða neitt. Það er að vísu eitt klósett uppi en þar er ískalt og er ekki mönnum bjóðandi.“ Lítið um svör Hún segir að til hafi staðið að hjólhýsabyggðin yrði einungis til skamms tíma á svæðinu þar til betri staðsetning yrði fundin. Íbúar séu orðnir óþreyjufullir og lítið um svör frá borgaryfirvöldum. „Þeir reyna að hunsa allt sem við reynum að tala um og benda á. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar er búið að standa mikið með okkur og benda á fullt af svæðum, en nei við fáum ekkert.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25