„Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Árni Gísli Magnússon skrifar 8. janúar 2025 21:59 Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, var sáttur í leikslok. Vísir/Jón Gautur Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, var mjög sáttur og virkilega ánægður með frammistöðu síns liðs eftir sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur i kvöld. Þór Akureyri vann 109-87 sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í Subway deild kvenna á Akureyri í kvöld. Liðin voru jöfn í öðru sæti fyrir leikinn og mátti búast við hörkuleik en heimakonur tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu sinn sjöunda deildarleik í röð. „Þetta var bara frábært og eiginlega það sem ég sagði fyrir leik; hraður leikur, þær stýrðu tempóinu megnið af leiknum, en með bara smá áherslubreytingum náðum við að vinna okkur út úr því og við getum alveg spilað hratt líka,” sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs. Eins og Daníel nefnir spilar Keflavíkurliðið hraðan körfubolta sem virtist henta spræku Þórsliði einkar vel í kvöld. „Okkur finnst ekkert leiðinlegt að hlaupa þó við fáum sjaldan að gera það á æfingu, vegna manneklu, en þá er um að gera að njóta þess í leikjum.”Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku Þórsarar yfir leikinn fljótlega í þriðja leikhluta og litu ekki í baksýnisspegilinn eftir það. En hvað olli því að leikurinn breyttist svona skyndilega? „Bara muna hverjar þær eru að dekka, hverjar eru skyttur og hverjar eru ekki skyttur, hvar við getum gefið smá slaka og hvar áherslan á að vera og Jasmine (Dickey) hjá þeim hélt áfram að draga vagninn varðandi stigaskor en við náðum að herða aðeins á þeim varnarlega og búa til auðveldar körfur úr því.” Þórsarar hafa verið fáliðaðir í vetur og í dag voru einungis átta leikmenn í leikmannahópnum og er það oftar en ekki raunin í leikjum þeirra sem hefur sína kosti og galla. „Það getur verið gott að vera fáar en það er ekkert svakalega gaman á æfingum hjá okkur núna. Við ætlum að reyna bregðast við því núna á meðan það er gluggi opinn til að bregðast við og vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor.”„Fyrir tímabilið var það bara að vera í topppakkanum, bara taka þetta skref fyrir skref frá því við stofnuðum liðið aftur, komast upp, halda okkur uppi og núna viljum við efri hlutann og bara heimavallarrétt í úrslitakeppni. Það er svona okkar markmið”, sagði Daníel aðspurður hvað liðið gæti farið langt í vetur. Amandine (Justine Toi) lék á als oddi og endaði leikinn með 37 stig og Daníel var eðlilega ánægður með frammistöðu hennar sem og allra sinna leikmanna. „Hún er bara ótrúlegur leikmaður og þær allar. Hún var í stuði í dag og það er ógeðslega gaman að þjálfa þetta lið. Ég veit ekkert hvaðan þessi 20-30 stig koma, þau koma bara frá einhverjum og þær eru allar mjög hæfar körfuboltakonur og hún bara stóð sig ógeðslega vel í dag.” Bónus-deild kvenna Þór Akureyri Keflavík ÍF Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Þór Akureyri vann 109-87 sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í Subway deild kvenna á Akureyri í kvöld. Liðin voru jöfn í öðru sæti fyrir leikinn og mátti búast við hörkuleik en heimakonur tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu sinn sjöunda deildarleik í röð. „Þetta var bara frábært og eiginlega það sem ég sagði fyrir leik; hraður leikur, þær stýrðu tempóinu megnið af leiknum, en með bara smá áherslubreytingum náðum við að vinna okkur út úr því og við getum alveg spilað hratt líka,” sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs. Eins og Daníel nefnir spilar Keflavíkurliðið hraðan körfubolta sem virtist henta spræku Þórsliði einkar vel í kvöld. „Okkur finnst ekkert leiðinlegt að hlaupa þó við fáum sjaldan að gera það á æfingu, vegna manneklu, en þá er um að gera að njóta þess í leikjum.”Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku Þórsarar yfir leikinn fljótlega í þriðja leikhluta og litu ekki í baksýnisspegilinn eftir það. En hvað olli því að leikurinn breyttist svona skyndilega? „Bara muna hverjar þær eru að dekka, hverjar eru skyttur og hverjar eru ekki skyttur, hvar við getum gefið smá slaka og hvar áherslan á að vera og Jasmine (Dickey) hjá þeim hélt áfram að draga vagninn varðandi stigaskor en við náðum að herða aðeins á þeim varnarlega og búa til auðveldar körfur úr því.” Þórsarar hafa verið fáliðaðir í vetur og í dag voru einungis átta leikmenn í leikmannahópnum og er það oftar en ekki raunin í leikjum þeirra sem hefur sína kosti og galla. „Það getur verið gott að vera fáar en það er ekkert svakalega gaman á æfingum hjá okkur núna. Við ætlum að reyna bregðast við því núna á meðan það er gluggi opinn til að bregðast við og vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor.”„Fyrir tímabilið var það bara að vera í topppakkanum, bara taka þetta skref fyrir skref frá því við stofnuðum liðið aftur, komast upp, halda okkur uppi og núna viljum við efri hlutann og bara heimavallarrétt í úrslitakeppni. Það er svona okkar markmið”, sagði Daníel aðspurður hvað liðið gæti farið langt í vetur. Amandine (Justine Toi) lék á als oddi og endaði leikinn með 37 stig og Daníel var eðlilega ánægður með frammistöðu hennar sem og allra sinna leikmanna. „Hún er bara ótrúlegur leikmaður og þær allar. Hún var í stuði í dag og það er ógeðslega gaman að þjálfa þetta lið. Ég veit ekkert hvaðan þessi 20-30 stig koma, þau koma bara frá einhverjum og þær eru allar mjög hæfar körfuboltakonur og hún bara stóð sig ógeðslega vel í dag.”
Bónus-deild kvenna Þór Akureyri Keflavík ÍF Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira