Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2025 19:45 Ísland hefur leik á HM eftir viku. Þá mætir liðið Grænhöfðaeyjum. vísir/anton Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. Frammistaða Íslendinga í kvöld var góð og þá sérstaklega sóknarmegin. Heimsmeistaramótið hefst í næstu viku og spilamennska Íslands í leiknum í kvöld gefur góð fyrirheit fyrir það. Það skyggði þó aðeins á góðan leik Íslands að Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli um miðjan seinni hálfleik, greinilega þjáður. Íslendingar höfðu þá þegar misst Elliða Snæ Viðarsson af velli með rautt spjald. Viggó Kristjánsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk og Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm. Arnar Freyr gerði fjögur. Viktor Gísli Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson vörðu báðir fjögur skot. Sænsku markverðirnir vörðu einnig samtals átta skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn betur og komst í 1-4. Sóknarleikurinn gekk vel fyrir utan nokkra tapaða bolta og Elvar Örn Jónsson var heitur í upphafi og skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands. Svíar breyttu stöðunni úr 4-6 í 7-6 og náðu svo tvívegis þriggja marka forskoti. Í stöðunni 12-9 fékk Elliði svo beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Lukas Sandell. Svíar skoruðu grimmt eftir hraðaupphlaup og hraða miðju og Íslendingar voru of oft lengi til baka. Aftur á móti voru íslensku leikmennirnir duglegir að stela boltanum sem skilaði einföldum mörkum. Eftir smá hökt komst aftur góður bragur á íslensku sóknina og Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæra innkomu. Ísland jafnaði í 12-12 og staðan var einnig jöfn í hálfleik, 16-16. Sandell skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks eftir ótímabært skot Teits Arnar Einarssonar í lokasókn Íslands. Leikurinn var ekki jafn hraður í seinni hálfleik og mörkin úr hraðaupphlaupum voru færri. En bæði lið spiluðu glimrandi góðan uppstilltan sóknarleik. Viggó, Gísli og Haukur Þrastarson náðu einstaklega vel saman fyrir utan hjá íslenska liðinu og þá gekk vel að finna línumennina, fyrst Arnar Frey og svo Ými Örn Gíslason. Alls skoruðu línumenn Íslands samtals átta mörk úr átta skotum í leiknum sem er afar góðs viti. Seinni hálfleikurinn var gríðarlega jafn. Svíar komust í 22-20 en eftir það munaði ekki nema einu marki á liðunum, ekki fyrr en Íslendingar komust í 29-31 undir lokin þegar Ýmir skoraði sitt þriðja mark. Hampus Wanne minnkaði muninn í 30-31 og Ísland fór í sókn. Gísli komst í gott færi en var óheppinn og skaut í stöng. Svíar fengu aftur víti og aftur skoraði Wanne, sitt níunda mark, og jafnaði metin, 31-31. Íslendingum tókst ekki að nýta lokasókn sína og niðurstaðan því jafntefli. Liðin mætast öðru sinni í Malmö á laugardaginn. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025
Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. Frammistaða Íslendinga í kvöld var góð og þá sérstaklega sóknarmegin. Heimsmeistaramótið hefst í næstu viku og spilamennska Íslands í leiknum í kvöld gefur góð fyrirheit fyrir það. Það skyggði þó aðeins á góðan leik Íslands að Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli um miðjan seinni hálfleik, greinilega þjáður. Íslendingar höfðu þá þegar misst Elliða Snæ Viðarsson af velli með rautt spjald. Viggó Kristjánsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk og Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm. Arnar Freyr gerði fjögur. Viktor Gísli Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson vörðu báðir fjögur skot. Sænsku markverðirnir vörðu einnig samtals átta skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn betur og komst í 1-4. Sóknarleikurinn gekk vel fyrir utan nokkra tapaða bolta og Elvar Örn Jónsson var heitur í upphafi og skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands. Svíar breyttu stöðunni úr 4-6 í 7-6 og náðu svo tvívegis þriggja marka forskoti. Í stöðunni 12-9 fékk Elliði svo beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Lukas Sandell. Svíar skoruðu grimmt eftir hraðaupphlaup og hraða miðju og Íslendingar voru of oft lengi til baka. Aftur á móti voru íslensku leikmennirnir duglegir að stela boltanum sem skilaði einföldum mörkum. Eftir smá hökt komst aftur góður bragur á íslensku sóknina og Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæra innkomu. Ísland jafnaði í 12-12 og staðan var einnig jöfn í hálfleik, 16-16. Sandell skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks eftir ótímabært skot Teits Arnar Einarssonar í lokasókn Íslands. Leikurinn var ekki jafn hraður í seinni hálfleik og mörkin úr hraðaupphlaupum voru færri. En bæði lið spiluðu glimrandi góðan uppstilltan sóknarleik. Viggó, Gísli og Haukur Þrastarson náðu einstaklega vel saman fyrir utan hjá íslenska liðinu og þá gekk vel að finna línumennina, fyrst Arnar Frey og svo Ými Örn Gíslason. Alls skoruðu línumenn Íslands samtals átta mörk úr átta skotum í leiknum sem er afar góðs viti. Seinni hálfleikurinn var gríðarlega jafn. Svíar komust í 22-20 en eftir það munaði ekki nema einu marki á liðunum, ekki fyrr en Íslendingar komust í 29-31 undir lokin þegar Ýmir skoraði sitt þriðja mark. Hampus Wanne minnkaði muninn í 30-31 og Ísland fór í sókn. Gísli komst í gott færi en var óheppinn og skaut í stöng. Svíar fengu aftur víti og aftur skoraði Wanne, sitt níunda mark, og jafnaði metin, 31-31. Íslendingum tókst ekki að nýta lokasókn sína og niðurstaðan því jafntefli. Liðin mætast öðru sinni í Malmö á laugardaginn.