„Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. janúar 2025 22:16 DeAndre Kane í úrslitaeinvíginu gegn Val í fyrra vísir/Anton DeAndre Kane snéri aftur í lið Grindavíkur í kvöld eftir þriggja leikja fjarveru af persónulegum ástæðum þar sem hann þurfti að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti að hans sögn án þess að fara nánar út í þá sálma. Kane lét til sín taka í kvöld, skoraði 22 stig og tók níu fráköst þegar Grindvíkingar unnu Hauka 79-71 í Bónus-deild karla. Hann sagði sigurinn mikilvægan en var ekki ánægður með frammistöðu liðsins og mikið svigrúm til að gera betur. „Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir okkur, að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur í röð og farið tvisvar í framlengingu í leikjum sem við hefðum átt að vinna. Leikurinn í dag var ekki góður af okkar hálfu, þá sérstaklega varnarlega. En sóknarlega var þetta í lagi og við lönduðum sigrinum. Ég þarf að hrósa Haukum, þetta er gott lið og þeir spiluðu af hörku og spiluðu vel. Við erum ánægðir með sigurinn en við þurfum að bæta okkar leik.“ Aðspurður um hvað það væri sem Grindvíkingar þyrftu að vinna í og gera betur vildi Kane ekki fara út í of mikil smáatriði, hann ætlaði að geyma það fyrir næsta liðsfund. Það er spurning hvort það sé önnur eldræða í vændum? „Ég ætla að sleppa því að fara út í það í smáatriðum í upptöku. Ég bíð þangað til að við komum saman sem lið og förum yfir leikinn með þjálfurunum og leikmönnum. En sem lið þurfum við allir að gera betur, leikirnir munu ekki vinnast á einstaklingsframtaki. Allt liðið, allir tólf leikmennirnir, verða að vera klárir, allir sem eru að koma inn af bekknum verða að vera tilbúnir.“ „Við þurfum að gefa allt í þetta í 40 mínútur. Mér finnst eins og stundum séum við bara að leggja okkur fram í tíu eða tuttugu mínútur og við erum bara að sleppa með sigrana þar sem við búum yfir miklum einstaklingsgæðum. Ákefð hefur betur gegn hæfileik mjög reglulega svo að héðan í frá verðum við að leggja okkur alla fram.“ Kane fór snemma í jólafrí til að sinna persónulegum erindum heimafyrir. Hann sagði að hann hefði vissulega viljað vera með liðinu en þessir hlutir hefðu einfaldlega þurft að ganga fyrir, sumt sé mikilvægara en körfubolti. „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti. Í huga mínum vildi ég vera hérna með liðinu mínu og stuðningsfólki Grindavíkur en ég var heima og að sinna öðru sem var mun alvarlegra.“ Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld en brenndi af sex vítum og endaði með 25 prósent nýtingu og líkti þessari frammistöðu við Shaquille O'Neal, sem er ein lélegasta vítaskytta sögunnar, en hann var þó í það minnsta með rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn. „Ég leit út eins og Shaq! Ég veit ekki, þetta var eitthvað í hausnum á mér, kredit á stuðningsmenn Hauka, þeir komust í hausinn á mér. Ég þarf bara að einbeita mér, taka mér tíma og negla þessu niður.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira
Kane lét til sín taka í kvöld, skoraði 22 stig og tók níu fráköst þegar Grindvíkingar unnu Hauka 79-71 í Bónus-deild karla. Hann sagði sigurinn mikilvægan en var ekki ánægður með frammistöðu liðsins og mikið svigrúm til að gera betur. „Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir okkur, að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur í röð og farið tvisvar í framlengingu í leikjum sem við hefðum átt að vinna. Leikurinn í dag var ekki góður af okkar hálfu, þá sérstaklega varnarlega. En sóknarlega var þetta í lagi og við lönduðum sigrinum. Ég þarf að hrósa Haukum, þetta er gott lið og þeir spiluðu af hörku og spiluðu vel. Við erum ánægðir með sigurinn en við þurfum að bæta okkar leik.“ Aðspurður um hvað það væri sem Grindvíkingar þyrftu að vinna í og gera betur vildi Kane ekki fara út í of mikil smáatriði, hann ætlaði að geyma það fyrir næsta liðsfund. Það er spurning hvort það sé önnur eldræða í vændum? „Ég ætla að sleppa því að fara út í það í smáatriðum í upptöku. Ég bíð þangað til að við komum saman sem lið og förum yfir leikinn með þjálfurunum og leikmönnum. En sem lið þurfum við allir að gera betur, leikirnir munu ekki vinnast á einstaklingsframtaki. Allt liðið, allir tólf leikmennirnir, verða að vera klárir, allir sem eru að koma inn af bekknum verða að vera tilbúnir.“ „Við þurfum að gefa allt í þetta í 40 mínútur. Mér finnst eins og stundum séum við bara að leggja okkur fram í tíu eða tuttugu mínútur og við erum bara að sleppa með sigrana þar sem við búum yfir miklum einstaklingsgæðum. Ákefð hefur betur gegn hæfileik mjög reglulega svo að héðan í frá verðum við að leggja okkur alla fram.“ Kane fór snemma í jólafrí til að sinna persónulegum erindum heimafyrir. Hann sagði að hann hefði vissulega viljað vera með liðinu en þessir hlutir hefðu einfaldlega þurft að ganga fyrir, sumt sé mikilvægara en körfubolti. „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti. Í huga mínum vildi ég vera hérna með liðinu mínu og stuðningsfólki Grindavíkur en ég var heima og að sinna öðru sem var mun alvarlegra.“ Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld en brenndi af sex vítum og endaði með 25 prósent nýtingu og líkti þessari frammistöðu við Shaquille O'Neal, sem er ein lélegasta vítaskytta sögunnar, en hann var þó í það minnsta með rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn. „Ég leit út eins og Shaq! Ég veit ekki, þetta var eitthvað í hausnum á mér, kredit á stuðningsmenn Hauka, þeir komust í hausinn á mér. Ég þarf bara að einbeita mér, taka mér tíma og negla þessu niður.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira