„Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2025 08:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/Ívar Íslenska karlalandsliðið í handbolta á að setja stefnuna á 8-liða úrslit, hið minnsta, á komandi heimsmeistaramóti samkvæmt fyrrum landsliðsmanni. Margt má taka út úr jafntefli við sterkt lið Svía í gær. Ísland og Svíþjóð skildu jöfn 31-31 í Kristanstad í Svíþjóð í fyrrakvöld. Liðin skiptust á forystunni en strákarnir okkar voru sterkir í síðari hálfleik og leiddu með tveimur þegar skammt var eftir. Svíar skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrum landsliðsmaður segir greinilegt að menn hafi viljað bæta flæðið í sóknarleik liðsins. Það hafi heppnast og þónokkrir jákvæðir punktar sem hægt sé að taka úr leiknum. „Mér fannst við smá aggressívari varnarlega. Mér fannst svo Janus og Viggó fá frjálsara hlutverk þegar þeir geisast fram völlinn. Sóknarlega var miklu meira flæði, sem var risa vandamál á síðasta móti, hvað það var mikið hnoð og þungt. Það var margt jákvætt, fannst mér,“ segir Ásgeir. En hvað mátti betur fara hjá íslenska liðinu? „Mér fannst við ekki góðir hlaupa til baka, sem kom mjög á óvart, það er ákveðinn grunnur sem öll lið þurfa að hafa. Það var of mikið um hraðaupphlaup og seinni bylgju mörk (sem Ísland fékk á sig). Það var mjög vont. Svo vorum við að tapa einn á einn árásum, oft á ljótan hátt, mér fannst hjálparvörnin ekki lesa það nægilega vel. Það er svo sem hægt að slípa það saman en ég hef smá áhyggjur af því,“ segir Ásgeir. Eiga að komast í átta liða úrslit Það eru því vissulega bæði jákvæðir og neikvæðir punktar sem hægt er að taka út úr leik liðsins. Það er líklega nákvæmlega eins og Snorri Steinn Guðjónsson og hans þjálfarateymi vill hafa það til að fá skýrari mynd af áherslupunktum áður en farið verður í mótið, sem hefst á fimmtudag. Það komi sér vel að mæta eins sterku liði og Svíum en strákarnir okkar mæta þeim sænsku aftur í dag áður en flogið verður yfir til Króatíu. „Þetta er topp lið, á þeirra heimavelli og allt það. Þeir voru smá sjokkeraðir að vera ekki að vinna leikinn, held ég. Það veit á gott fyrir okkar spilamennsku,“ segir Ásgeir. En hvaða kröfur eigum við að gera til liðsins á þessu móti? „Mér finnst við geta alveg sett kröfur á þá. Við höfum sagt það svolítið oft að þeir séu alveg æðislegir en þetta hefur ekki verið að smella. Þetta hefur verið rosalega mikið næstum því. Stemningin er þannig að menn eru mjög varkárir á því, aðeins að passa sig á því, sérstaklega vegna þess að Ómar er ekki með og Aron dottinn út. En það er oft þá sem eitthvað gerist þannig að ég ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar,“ segir Ásgeir. Hvar endar liðið? „Eigum við ekki að segja að þeir komist í átta liða úrslit og svo skulum við taka þetta þaðan.“ Klippa: Jákvæðir og neikvæðir punktar Fleira kemur fram í viðtalinu við Ásgeir sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland mætir Svíum í dag en hefur leik á HM á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb. Því næst er leikur við Kúbu og svo verður síðasti leikur riðilsins við Slóveníu að líkindum eiginlegur fyrsti leikur í milliriðli. Strákunum okkar verður vel fylgt eftir í Króatíu og allar helstu fréttir af HM í handbolta má nálgast á undirsíðu sportsins á Vísi hér. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Ísland og Svíþjóð skildu jöfn 31-31 í Kristanstad í Svíþjóð í fyrrakvöld. Liðin skiptust á forystunni en strákarnir okkar voru sterkir í síðari hálfleik og leiddu með tveimur þegar skammt var eftir. Svíar skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrum landsliðsmaður segir greinilegt að menn hafi viljað bæta flæðið í sóknarleik liðsins. Það hafi heppnast og þónokkrir jákvæðir punktar sem hægt sé að taka úr leiknum. „Mér fannst við smá aggressívari varnarlega. Mér fannst svo Janus og Viggó fá frjálsara hlutverk þegar þeir geisast fram völlinn. Sóknarlega var miklu meira flæði, sem var risa vandamál á síðasta móti, hvað það var mikið hnoð og þungt. Það var margt jákvætt, fannst mér,“ segir Ásgeir. En hvað mátti betur fara hjá íslenska liðinu? „Mér fannst við ekki góðir hlaupa til baka, sem kom mjög á óvart, það er ákveðinn grunnur sem öll lið þurfa að hafa. Það var of mikið um hraðaupphlaup og seinni bylgju mörk (sem Ísland fékk á sig). Það var mjög vont. Svo vorum við að tapa einn á einn árásum, oft á ljótan hátt, mér fannst hjálparvörnin ekki lesa það nægilega vel. Það er svo sem hægt að slípa það saman en ég hef smá áhyggjur af því,“ segir Ásgeir. Eiga að komast í átta liða úrslit Það eru því vissulega bæði jákvæðir og neikvæðir punktar sem hægt er að taka út úr leik liðsins. Það er líklega nákvæmlega eins og Snorri Steinn Guðjónsson og hans þjálfarateymi vill hafa það til að fá skýrari mynd af áherslupunktum áður en farið verður í mótið, sem hefst á fimmtudag. Það komi sér vel að mæta eins sterku liði og Svíum en strákarnir okkar mæta þeim sænsku aftur í dag áður en flogið verður yfir til Króatíu. „Þetta er topp lið, á þeirra heimavelli og allt það. Þeir voru smá sjokkeraðir að vera ekki að vinna leikinn, held ég. Það veit á gott fyrir okkar spilamennsku,“ segir Ásgeir. En hvaða kröfur eigum við að gera til liðsins á þessu móti? „Mér finnst við geta alveg sett kröfur á þá. Við höfum sagt það svolítið oft að þeir séu alveg æðislegir en þetta hefur ekki verið að smella. Þetta hefur verið rosalega mikið næstum því. Stemningin er þannig að menn eru mjög varkárir á því, aðeins að passa sig á því, sérstaklega vegna þess að Ómar er ekki með og Aron dottinn út. En það er oft þá sem eitthvað gerist þannig að ég ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar,“ segir Ásgeir. Hvar endar liðið? „Eigum við ekki að segja að þeir komist í átta liða úrslit og svo skulum við taka þetta þaðan.“ Klippa: Jákvæðir og neikvæðir punktar Fleira kemur fram í viðtalinu við Ásgeir sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland mætir Svíum í dag en hefur leik á HM á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb. Því næst er leikur við Kúbu og svo verður síðasti leikur riðilsins við Slóveníu að líkindum eiginlegur fyrsti leikur í milliriðli. Strákunum okkar verður vel fylgt eftir í Króatíu og allar helstu fréttir af HM í handbolta má nálgast á undirsíðu sportsins á Vísi hér.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira