„Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2025 21:44 Eldur Ólafsson forstjóri og stofnandi Amaroq. Vísir Forstjóri Amaroq segir viðskiptatengsl Íslands og Grænlands sífellt mikilvægari Ísland sé í dauðafæri til að koma sér upp góðum tengslum við staðinn. Væri hann utanríkisráðherra myndi hann einblína á tengsl Íslands við eyjuna. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, var til tals í Reykjavík Síðdegis í dag. Nýlega hófst framleiðsla á gulli úr gullnámu Amaroq, Nalunaq, á Suður-Grænlandi eftir tíu ára undirbúningsstarf. „Við erum með sjö ára vinnslutíma fyrir námuna okkar til þess að vinna næstu sjö árin. Svo reynum við að stækka það, vonandi í tíu ár, tólf ár og svo framvegis,“ segir Eldur. Eldur segir nýlegan áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hafa „gígantísk“ áhrif á stöðu Amaroq. „Það er erfitt að fjármagna námur. Það vilja flestir kaupa í tæknifyrirtækjum. Það hefur lítil fjárfesting verið í orku á Íslandi og málmum. Þetta er eitthvað sem þykir ekki eins spennandi og að eiga til dæmis í einhverju app-fyrirtæki. Það er að breytast,“ segir Eldur. Áhugi Bandaríkjamanna á fjárfestingum í málmi skipti verulegu máli fyrir Íslendinga. „Því að hliðið inn í Grænland teljum við, og ástæðan fyrir að Amaroq er með skrifstofur hér á Íslandi og við erum búsett hérna, vera inn frá Íslandi. Og það telja, held ég, Kínverjar líka. Við erum með Icelandair sem flýgur fyrir okkur, við erum með Verkís sem vinnur alla verkfræðivinnu. Það eru alls konar tengingar þarna sem skipta máli.“ Þegar Amaroq standi í fjárfestingu á á námum sé allt að sextíu prósent kostnaðarins fólk, það er launakostnaður og fólksflutningar. Eldur segir að ef Íslendingar kæmu sér upp góðum viðskiptatengslum við Grænland yrði það á pari við undirritun EES-samningsins 1994. Hann nefnir túrisma, sjávarútveg, málmvinnslu- og bræðslu sem dæmi. „Þetta er allt það sama og við Íslendingar erum að gera,“ segir Eldur. „Þannig að ef ég væri utanríkisráðherra myndi ég ekki gera neitt annað en þetta.“ Að einblína á Grænland? „Já.“ Eldur segir Íslendinga í frábærri stöðu til að mynda tengsl við Grænland. „Alls konar þjónustufyrirtæki, bankar, fjárfestar, tryggingafélög. Þarna getum við nýtt okkar reynslu hérna og staðsetningu. Það er hægt að gera skattasamninga, alls konar hluti fyrir Grænlendinga, boðið þeim að koma hingað og nýta sér þjónustu hér. Þetta eru ekki nema fimmtíu þúsund manns. Og það er algjört dauðafæri fyrir Íslendinga að horfa til þessa staðar.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Amaroq Minerals Grænland Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, var til tals í Reykjavík Síðdegis í dag. Nýlega hófst framleiðsla á gulli úr gullnámu Amaroq, Nalunaq, á Suður-Grænlandi eftir tíu ára undirbúningsstarf. „Við erum með sjö ára vinnslutíma fyrir námuna okkar til þess að vinna næstu sjö árin. Svo reynum við að stækka það, vonandi í tíu ár, tólf ár og svo framvegis,“ segir Eldur. Eldur segir nýlegan áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hafa „gígantísk“ áhrif á stöðu Amaroq. „Það er erfitt að fjármagna námur. Það vilja flestir kaupa í tæknifyrirtækjum. Það hefur lítil fjárfesting verið í orku á Íslandi og málmum. Þetta er eitthvað sem þykir ekki eins spennandi og að eiga til dæmis í einhverju app-fyrirtæki. Það er að breytast,“ segir Eldur. Áhugi Bandaríkjamanna á fjárfestingum í málmi skipti verulegu máli fyrir Íslendinga. „Því að hliðið inn í Grænland teljum við, og ástæðan fyrir að Amaroq er með skrifstofur hér á Íslandi og við erum búsett hérna, vera inn frá Íslandi. Og það telja, held ég, Kínverjar líka. Við erum með Icelandair sem flýgur fyrir okkur, við erum með Verkís sem vinnur alla verkfræðivinnu. Það eru alls konar tengingar þarna sem skipta máli.“ Þegar Amaroq standi í fjárfestingu á á námum sé allt að sextíu prósent kostnaðarins fólk, það er launakostnaður og fólksflutningar. Eldur segir að ef Íslendingar kæmu sér upp góðum viðskiptatengslum við Grænland yrði það á pari við undirritun EES-samningsins 1994. Hann nefnir túrisma, sjávarútveg, málmvinnslu- og bræðslu sem dæmi. „Þetta er allt það sama og við Íslendingar erum að gera,“ segir Eldur. „Þannig að ef ég væri utanríkisráðherra myndi ég ekki gera neitt annað en þetta.“ Að einblína á Grænland? „Já.“ Eldur segir Íslendinga í frábærri stöðu til að mynda tengsl við Grænland. „Alls konar þjónustufyrirtæki, bankar, fjárfestar, tryggingafélög. Þarna getum við nýtt okkar reynslu hérna og staðsetningu. Það er hægt að gera skattasamninga, alls konar hluti fyrir Grænlendinga, boðið þeim að koma hingað og nýta sér þjónustu hér. Þetta eru ekki nema fimmtíu þúsund manns. Og það er algjört dauðafæri fyrir Íslendinga að horfa til þessa staðar.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Amaroq Minerals Grænland Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur