Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar 15. janúar 2025 12:00 Það er mikið fagnaðarefni að ný ríkisstjórn hafi kallað eftir liðsinni þjóðarinnar um tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Þekkingin á því hvar hægt er að gera betur er oft sértæk, ábatinn getur verið á stöðum sem ekki eru öllum sýnilegir en sömuleiðis er mikilvægt að til staðar sé sérþekking á því hver heildaráhrifin verða. Breyting á einum stað getur nefnilega haft ófyrirséð áhrif á öðrum ef ekki er staðið vandlega að málum. Heilbrigðistækni er einn allra mikilvægasti geirinn sem hið opinbera ætti að horfa til með það að sjónarmiði að spara en bæta um leið skilvirkni og þjónustu í kerfinu. Í heilbrigðistækni liggja nefnilega gríðarleg tækifæri til að spara tíma og fé, bæta vinnslu og skapa svigrúm til að sinna bæði skjólstæðingum kerfisins betur og létta álagi af starfsfólki. Leiðarljósið ætti alltaf að vera að bæta lífsgæði og starfsumhverfi fólks Hagræðing í kerfum á borð við heilbrigðiskerfið, þar sem líf fólks og vellíðan er undir, er auðvitað sérstaklega vandmeðfarin. Þar ætti leiðarljósið alltaf að vera að kerfisbreytingar eða sparnaður verði ekki til þess að skerða lífsgæði eða þjónustu sem fólk þiggur. Á hinn bóginn liggja gríðarleg tækifæri í því ef hægt er að finna nýjar lausnir sem geta losað mannauð og fjármagn til að sinna betur öðrum þáttum sem jafnvel hafa mætt afgangi.Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisgeiranum. Samræming gagna er betri en þekkist víða í nágrannalöndum og smæð kerfisins gerir að verkum að oft er tiltölulega einfalt að innleiða lausnir sem spara bæði tíma og fjármuni. Þessar lausnir eru sumar til nú þegar. Snjallforritið Iðunn, sem skráir umönnunarverk í rauntíma er eitt dæmi. Forritið minnkar verulega tíma sem fer í skráningu gagna, oftast niður í aðeins brot af þeim tíma sem það tekur nú. Forritið er nú þegar í notkun innan heilbrigðiskerfisins og hefur reynst vel. Kostnaðar- og ábatagreining bendir hins vegar til þess að innleiðing forritsins á landsvísu gæti sparað ríkinu um 660 milljónir króna á hverju ári. Þetta er aðeins eitt dæmi. Ávinningurinn af slíkum lausnum er ekki aðeins fjárhagslegur heldur margþættur. Tíminn sem sparast eykur þann tíma sem starfsfólk hefur til að sinna sjúklingum og öðrum störfum og léttir álag. Þar við bætist að tæknin getur auðveldað samskipti milli starfsfólks, minnkað líkur á mistökum og koma í veg fyrir tvíverknað. Fjárfesting í heilbrigðistækni er fjárfesting í framtíðinni Fjárfesting í heilbrigðistækni er því mikilvæg fjárfesting í innviðum en ekki síður framtíðinni sjálfri. Stafrænar lausnir eru eitt allra mikilvægasta tækifærið sem við höfum til að bæta þjónustu og líðan fólks og koma í veg fyrir sóun. Á Íslandi er mikil tækniþekking og hæfileikar og mörg frambærileg heilbrigðistæknifyrirtæki sem vinna að þróun nýrra lausna sem geta bæði unnið á þeim áskorunum sem kerfið glímir við en einnig bætt þjónustuna. Ávinningurinn af góðu samtali og samvinnu getur orðið gríðarlegur. Sérfræðiþekkingin í heilbrigðiskerfinu, tækniþekkingin innan heilsutæknifyrirtækjanna og vilji stjórnvalda geta í sameiningu skapað nýjar lausnir sem fela í sér aukin lífsgæði, sparnað fyrir hið opinbera og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Það er til margs að vinna. Með því að stuðla að aukinni nýsköpun getum við sparað fé og nýtt betur dýrmæta starfskrafta fólksins sem starfar innan heilbrigðiskerfisins. Ekki síst má þannig bæta þjónustu, öryggi og upplifun einstaklinga, aðstandenda og allra þeirra sem nýta sér heilbrigðisþjónustu. Við hjá Helix köllum eftir og hlökkum til frekara samtals um það hvernig við getum í sameiningu ekki aðeins sparað fjármuni heldur skilað íslensku heilbrigðiskerfi í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að ný ríkisstjórn hafi kallað eftir liðsinni þjóðarinnar um tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Þekkingin á því hvar hægt er að gera betur er oft sértæk, ábatinn getur verið á stöðum sem ekki eru öllum sýnilegir en sömuleiðis er mikilvægt að til staðar sé sérþekking á því hver heildaráhrifin verða. Breyting á einum stað getur nefnilega haft ófyrirséð áhrif á öðrum ef ekki er staðið vandlega að málum. Heilbrigðistækni er einn allra mikilvægasti geirinn sem hið opinbera ætti að horfa til með það að sjónarmiði að spara en bæta um leið skilvirkni og þjónustu í kerfinu. Í heilbrigðistækni liggja nefnilega gríðarleg tækifæri til að spara tíma og fé, bæta vinnslu og skapa svigrúm til að sinna bæði skjólstæðingum kerfisins betur og létta álagi af starfsfólki. Leiðarljósið ætti alltaf að vera að bæta lífsgæði og starfsumhverfi fólks Hagræðing í kerfum á borð við heilbrigðiskerfið, þar sem líf fólks og vellíðan er undir, er auðvitað sérstaklega vandmeðfarin. Þar ætti leiðarljósið alltaf að vera að kerfisbreytingar eða sparnaður verði ekki til þess að skerða lífsgæði eða þjónustu sem fólk þiggur. Á hinn bóginn liggja gríðarleg tækifæri í því ef hægt er að finna nýjar lausnir sem geta losað mannauð og fjármagn til að sinna betur öðrum þáttum sem jafnvel hafa mætt afgangi.Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisgeiranum. Samræming gagna er betri en þekkist víða í nágrannalöndum og smæð kerfisins gerir að verkum að oft er tiltölulega einfalt að innleiða lausnir sem spara bæði tíma og fjármuni. Þessar lausnir eru sumar til nú þegar. Snjallforritið Iðunn, sem skráir umönnunarverk í rauntíma er eitt dæmi. Forritið minnkar verulega tíma sem fer í skráningu gagna, oftast niður í aðeins brot af þeim tíma sem það tekur nú. Forritið er nú þegar í notkun innan heilbrigðiskerfisins og hefur reynst vel. Kostnaðar- og ábatagreining bendir hins vegar til þess að innleiðing forritsins á landsvísu gæti sparað ríkinu um 660 milljónir króna á hverju ári. Þetta er aðeins eitt dæmi. Ávinningurinn af slíkum lausnum er ekki aðeins fjárhagslegur heldur margþættur. Tíminn sem sparast eykur þann tíma sem starfsfólk hefur til að sinna sjúklingum og öðrum störfum og léttir álag. Þar við bætist að tæknin getur auðveldað samskipti milli starfsfólks, minnkað líkur á mistökum og koma í veg fyrir tvíverknað. Fjárfesting í heilbrigðistækni er fjárfesting í framtíðinni Fjárfesting í heilbrigðistækni er því mikilvæg fjárfesting í innviðum en ekki síður framtíðinni sjálfri. Stafrænar lausnir eru eitt allra mikilvægasta tækifærið sem við höfum til að bæta þjónustu og líðan fólks og koma í veg fyrir sóun. Á Íslandi er mikil tækniþekking og hæfileikar og mörg frambærileg heilbrigðistæknifyrirtæki sem vinna að þróun nýrra lausna sem geta bæði unnið á þeim áskorunum sem kerfið glímir við en einnig bætt þjónustuna. Ávinningurinn af góðu samtali og samvinnu getur orðið gríðarlegur. Sérfræðiþekkingin í heilbrigðiskerfinu, tækniþekkingin innan heilsutæknifyrirtækjanna og vilji stjórnvalda geta í sameiningu skapað nýjar lausnir sem fela í sér aukin lífsgæði, sparnað fyrir hið opinbera og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Það er til margs að vinna. Með því að stuðla að aukinni nýsköpun getum við sparað fé og nýtt betur dýrmæta starfskrafta fólksins sem starfar innan heilbrigðiskerfisins. Ekki síst má þannig bæta þjónustu, öryggi og upplifun einstaklinga, aðstandenda og allra þeirra sem nýta sér heilbrigðisþjónustu. Við hjá Helix köllum eftir og hlökkum til frekara samtals um það hvernig við getum í sameiningu ekki aðeins sparað fjármuni heldur skilað íslensku heilbrigðiskerfi í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun