Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 13:02 Embla Wigum naut sín í botn á forsýningu A Complete Unknown. SAMSETT Íslenska TikTok stjarnan Embla Wigum átti ævintýralegt kvöld í gær þegar hún skellti sér á forsýningu kvikmyndarinnar A Complete Unknown í London. Þar var hún í félagsskap stórstjarna á borð við Timothée Chalamet. Embla er ein stærsta samfélagsmiðlastjarna okkar Íslendinga og er búsett í London þar sem hún hefur verið að gera góða hluti. „Lífið í London er bara yndislegt. Ég fór heim til íslands um jólin sem var æði og algjör slökun en finnst alltaf mjög gott að koma aftur til London. Hér er alltaf nóg um að vera,“ segir Embla í samtali við blaðamann en hún er í sambandi með Bretanum Theo Kontos. Embla var glæsileg á rauða dreglinum.Aðsend Embla er með 2,5 milljónir fylgjenda á TikTok og 218 þúsund fylgjendur á Instagram þar sem hún deilir gjarnan ýmsum listrænum förðunarmyndböndum. Aðspurð segist Embla vera mikil bíókona en hún hefur fengið nokkur boð á skemmtilegar forsýningar sem þessa. „Ég elska að fara í bíó og hef fengið að fara á svona viðburði af og til. Síðast fór ég á frumsýningu Damsel með Milly Bobby Brown.“ View this post on Instagram A post shared by Embla Gabríela Wigum (@emblawigum) Kvikmyndin A Complete Unknown segir frá lífi goðsagnarinnar Bob Dylan og risi hans til frægðar og frama. Timothée Chalamet fer með hlutverk Dylan og er myndin væntanleg í kvikmyndahús hér á landi 23. janúar. Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni: „Leikarahópurinn var sömuleiðis viðstaddur og áður en myndin byrjaði komu þau fram og sögðu nokkur orð um bíómyndina og ferlið við að vinna að henni. Það er mjög skemmtilegt að fá að fara á svona frumsýningar, fá að sjá leikarana og líka gaman að sjá fleiri áhrifavalda sem eru meðal gesta,“ segir Embla. Leikararnir sögðu nokkur orð fyrir sýninguna.Embla Wigum Embla skemmti sér vel á myndinni.Embla Wigum Íslendingar erlendis Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Tengdar fréttir Embla Wigum ástfangin í London Förðunarfræðingurinn og TikTok stjarnan Embla Wigum er komin á fast. Sá heppni heitir Theo Kontos og er Breti en parið hefur verið að hittast frá því fyrr í sumar og ástin virðist blómstra. 11. september 2024 13:15 Með milljónir fylgjenda og lætur drauminn rætast í London „Mér finnst rosalega erfitt að koma fram fyrir framan fólk en mér finnst ekkert mál að vera fyrir framan myndavél fyrir Tiktok, því þá hef ég hef fulla stjórn,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum. 17. apríl 2024 07:01 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Menning „Sorgleg þróun“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Lífið „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Embla er ein stærsta samfélagsmiðlastjarna okkar Íslendinga og er búsett í London þar sem hún hefur verið að gera góða hluti. „Lífið í London er bara yndislegt. Ég fór heim til íslands um jólin sem var æði og algjör slökun en finnst alltaf mjög gott að koma aftur til London. Hér er alltaf nóg um að vera,“ segir Embla í samtali við blaðamann en hún er í sambandi með Bretanum Theo Kontos. Embla var glæsileg á rauða dreglinum.Aðsend Embla er með 2,5 milljónir fylgjenda á TikTok og 218 þúsund fylgjendur á Instagram þar sem hún deilir gjarnan ýmsum listrænum förðunarmyndböndum. Aðspurð segist Embla vera mikil bíókona en hún hefur fengið nokkur boð á skemmtilegar forsýningar sem þessa. „Ég elska að fara í bíó og hef fengið að fara á svona viðburði af og til. Síðast fór ég á frumsýningu Damsel með Milly Bobby Brown.“ View this post on Instagram A post shared by Embla Gabríela Wigum (@emblawigum) Kvikmyndin A Complete Unknown segir frá lífi goðsagnarinnar Bob Dylan og risi hans til frægðar og frama. Timothée Chalamet fer með hlutverk Dylan og er myndin væntanleg í kvikmyndahús hér á landi 23. janúar. Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni: „Leikarahópurinn var sömuleiðis viðstaddur og áður en myndin byrjaði komu þau fram og sögðu nokkur orð um bíómyndina og ferlið við að vinna að henni. Það er mjög skemmtilegt að fá að fara á svona frumsýningar, fá að sjá leikarana og líka gaman að sjá fleiri áhrifavalda sem eru meðal gesta,“ segir Embla. Leikararnir sögðu nokkur orð fyrir sýninguna.Embla Wigum Embla skemmti sér vel á myndinni.Embla Wigum
Íslendingar erlendis Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Tengdar fréttir Embla Wigum ástfangin í London Förðunarfræðingurinn og TikTok stjarnan Embla Wigum er komin á fast. Sá heppni heitir Theo Kontos og er Breti en parið hefur verið að hittast frá því fyrr í sumar og ástin virðist blómstra. 11. september 2024 13:15 Með milljónir fylgjenda og lætur drauminn rætast í London „Mér finnst rosalega erfitt að koma fram fyrir framan fólk en mér finnst ekkert mál að vera fyrir framan myndavél fyrir Tiktok, því þá hef ég hef fulla stjórn,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum. 17. apríl 2024 07:01 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Menning „Sorgleg þróun“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Lífið „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Embla Wigum ástfangin í London Förðunarfræðingurinn og TikTok stjarnan Embla Wigum er komin á fast. Sá heppni heitir Theo Kontos og er Breti en parið hefur verið að hittast frá því fyrr í sumar og ástin virðist blómstra. 11. september 2024 13:15
Með milljónir fylgjenda og lætur drauminn rætast í London „Mér finnst rosalega erfitt að koma fram fyrir framan fólk en mér finnst ekkert mál að vera fyrir framan myndavél fyrir Tiktok, því þá hef ég hef fulla stjórn,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum. 17. apríl 2024 07:01