Morant skoraði 21 stig og gaf tólf stoðsendingar þegar Memphis bar sigurorð af San Antonio á útivelli, 115-129. Hann var stigahæstur í liði Grábjarnanna ásamt Desmond Bane.
Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum fór Morant framhjá Stephon Castle og óð í átt að körfunni. Þar beið hans hinn 2,24 metra hái Wembanyama. Morant setti það ekki fyrir sig og tróð yfir Frakkann.
Ja Morant just threw down a CRAZY dunk after the whistle 🤯😱 pic.twitter.com/fpQnist4AJ
— NBA (@NBA) January 16, 2025
Þessi tilkomumikla troðsla taldi hins vegar ekki þar sem dómararnir voru búnir að dæma villu á Castle. Tilþrifin voru þó glæsileg.
Morant og félagar í Memphis eru í 3. sæti Vesturdeildarinnar með 26 sigra og fimmtán töp. Í vetur er Morant með 21,4 stig, 4,3 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.