Frá þessu greinir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano núna í kvöld og vitnar þá einnig í Sports Digitale.
Solskjær, sem gerði á sínum tíma garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og varð seinna meir knattspyrnustjóri liðsins, hefur verið án starfs síðan að honum var sagt upp störfum hjá Rauðu Djöflunum.
Romano segir viðræður Besiktas og Solskjær komnar á lokastig og mun samningurinn þeirra á milli gilda næsta eina og hálfa árið.
Besiktas sem er eitt af stærstu liðum Tyrklands hefur ekki gengið vel á yfirstandandi tímabili. Liðið er sem stendur í 6.sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 30 stig, tuttugu stigum á eftir toppliði Galatasaray þegar að átján umferðir hafa verið leiknar.
⚪️⚫️🇹🇷 Besiktas are in advanced talks to appoint Ole Gunnar Solskjær as new head coach, per @SportsDigitale.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 16, 2025
Negotiations at final stages on one year and half contract for former Manchester United manager. pic.twitter.com/UDUbdSdnZ7