Mikil hálka þegar banaslysið varð Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2025 11:01 Skýringarmynd úr skýrslunni sem sýnir staðsetningu ökutækjanna eftir áreksturinn. RNSA Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Slysið varð þegar Toyota Hilux-bíl var ekið suður Grindavíkurveg, en á sama tíma var Mercedes Arocs-vörubíl ekið úr gagnstæðri átt um veginn. Ökumaður vörubílsins missti stjórn á sínum bíl í mjúkri vinstri beygju. Þá rann vörubíllinn yfir á gagnstæðan vegarhelminginn og út fyrir veginn. Bílstjóri Toyotunnar beygði til hægri og rákust bílarnir saman utan vegarins. Ökumaður og farþegi Toyotunnar, karl og kona á sjötugsaldri, létust á vettvangi. Þau voru bæði í öryggisbelti. Ökumaður vörubílsins slasaðist ekki alvarlega. Í skýrslu Rannsóknarnefndar segir að bæði Toyotan og vörubíllinn hafi verið tekin til skoðunar og ekkert hafi fundist við þá athugun sem gæti skýrt orsök slyssins. Ók of hratt þó hann hafi ekki verið yfir hámarkshraða Hámarkshraði á veginum var níutíu kílómetrar á klukkustund. Úr loftpúðatölvu Toyotunnar kemur fram að á fimm sekúndna tímabili í aðdraganda slyssins hafi hraði bílsins verið hæstur 81 kílómetra hraði, en við áreksturinn 63 kílómetra hraði. Samkvæmt ökurita vörubílsins var þeim bíl ekið á 89 til níutíu kílómetra hraða. Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að hámarkshraði eigi við um góðar aðstæður, en að ökumenn eigi að aka hægar í slæmum aðstæðum. Ökumaður vörubílsins hafi því ekið of hratt miðað við aðstæður, en eins og áður segir var mikil hálka á veginum þennan dag. Glerhálka gat myndast vegna slydduéls „Líklegt er að yfirborð vegarins hafi verið frosið upp á hæðinni en hitastigið, samkvæmt veðurmælingu sunnarlega á Grindavíkurvegi hafði verið við frostmark snemma morguns en var þegar slysið átti sér stað 1,0°C. Veghiti var þó enn undir frostmarki og því gat glerhálka myndast vegna t.d. slydduéls,“ segir í skýrslunni. Meginorsök slyssins, að mati nefndarinnar, var þessi mikla hálka sem varð til þess að ökumaður vörubílsins missti stjórn á bílnum. Aðrar orsakir slysins sem nefndar eru í skýrslunni eru til að mynda þær að vegurinn var hálkuvarinn morguninn sem slysið varð, en einungis önnur akgreinin. Seinni hálkuvörnin tafðist vegna bilunar í saltbíl. Þá er einnig minnst á að ökumaður vörubílsins hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Samgönguslys Umferðaröryggi Grindavík Veður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Slysið varð þegar Toyota Hilux-bíl var ekið suður Grindavíkurveg, en á sama tíma var Mercedes Arocs-vörubíl ekið úr gagnstæðri átt um veginn. Ökumaður vörubílsins missti stjórn á sínum bíl í mjúkri vinstri beygju. Þá rann vörubíllinn yfir á gagnstæðan vegarhelminginn og út fyrir veginn. Bílstjóri Toyotunnar beygði til hægri og rákust bílarnir saman utan vegarins. Ökumaður og farþegi Toyotunnar, karl og kona á sjötugsaldri, létust á vettvangi. Þau voru bæði í öryggisbelti. Ökumaður vörubílsins slasaðist ekki alvarlega. Í skýrslu Rannsóknarnefndar segir að bæði Toyotan og vörubíllinn hafi verið tekin til skoðunar og ekkert hafi fundist við þá athugun sem gæti skýrt orsök slyssins. Ók of hratt þó hann hafi ekki verið yfir hámarkshraða Hámarkshraði á veginum var níutíu kílómetrar á klukkustund. Úr loftpúðatölvu Toyotunnar kemur fram að á fimm sekúndna tímabili í aðdraganda slyssins hafi hraði bílsins verið hæstur 81 kílómetra hraði, en við áreksturinn 63 kílómetra hraði. Samkvæmt ökurita vörubílsins var þeim bíl ekið á 89 til níutíu kílómetra hraða. Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að hámarkshraði eigi við um góðar aðstæður, en að ökumenn eigi að aka hægar í slæmum aðstæðum. Ökumaður vörubílsins hafi því ekið of hratt miðað við aðstæður, en eins og áður segir var mikil hálka á veginum þennan dag. Glerhálka gat myndast vegna slydduéls „Líklegt er að yfirborð vegarins hafi verið frosið upp á hæðinni en hitastigið, samkvæmt veðurmælingu sunnarlega á Grindavíkurvegi hafði verið við frostmark snemma morguns en var þegar slysið átti sér stað 1,0°C. Veghiti var þó enn undir frostmarki og því gat glerhálka myndast vegna t.d. slydduéls,“ segir í skýrslunni. Meginorsök slyssins, að mati nefndarinnar, var þessi mikla hálka sem varð til þess að ökumaður vörubílsins missti stjórn á bílnum. Aðrar orsakir slysins sem nefndar eru í skýrslunni eru til að mynda þær að vegurinn var hálkuvarinn morguninn sem slysið varð, en einungis önnur akgreinin. Seinni hálkuvörnin tafðist vegna bilunar í saltbíl. Þá er einnig minnst á að ökumaður vörubílsins hafi ekið of hratt miðað við aðstæður.
Samgönguslys Umferðaröryggi Grindavík Veður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira