Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2025 14:02 Frá fundi öryggisráðs Ísrael í dag. AP/Koby Gideon Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. Itamar Ben Gvir, íhaldssamur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, kallaði eftir því að samkomulaginu yrði hafnað af ríkisstjórninni. Vísaði hann til þess að Ísraelar myndu sleppa fjölda palestínskra fanga úr haldi vegna samkomulagsins. „Allir vita að þessir hryðjuverkamenn munu reyna að skaða okkur aftur, reyna að drepa aftur,“ sagði hann. Gvir viðurkenndi á dögunum að hafa ítrekað komið í veg fyrir samþykkt vopnahlés í fyrra með því að hóta því að slíta ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Í gær ítrekaði hann að hann myndi draga flokk sinn úr stjórnarsamstarfinu en fleiri flokkar hafa bæst við það og getur Gvir því ekki slitið stjórnarsamstarfinu einn síns liðs. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þess vegna hefur hann kallað eftir því að aðrir íhaldssamir meðlimir ríkisstjórnarinnar fari með honum. „Ég biðla til vina minna í Líkúd og Trúarlegum síonístum, þetta er ekki of seint. Við höfum enn ríkisstjórnarfundinn, við getum enn stöðvað þetta samkomulag. Gangið til liðs við mig, við getum stöðvað það,“ sagði Gvir í ávarpi, samkvæmt frétt Times of Israel. Frestuðu og flýttu svo fundi Til stóð að halda ríkisstjórnarfund um samkomulagið í gær en þeim fundi var frestað til laugardags vegna þess að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hótaði því að draga flokk sinn úr ríkisstjórninni. Smotrich hefur sagt að hann muni ekki veita samkomulaginu samþykkt sína en hann er sagður ætla að halda áfram í ríkisstjórn. Þrátt fyrir það er búist við því að samkomulagið verði samþykkt á ríkisstjórnarfundinum og var fundinum flýtt svo frelsun gísla Hamas myndi ekki tefjast, samkvæmt frétt Kan í Ísrael. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Sjá einnig: Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Verði samkomulagið samþykkt af ríkisstjórninni mun Hæstiréttur Ísrael þurfa að taka fyrir mótmæli gegn samkomulaginu en búist er við því að það muni ekki stranda þar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Itamar Ben Gvir, íhaldssamur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, kallaði eftir því að samkomulaginu yrði hafnað af ríkisstjórninni. Vísaði hann til þess að Ísraelar myndu sleppa fjölda palestínskra fanga úr haldi vegna samkomulagsins. „Allir vita að þessir hryðjuverkamenn munu reyna að skaða okkur aftur, reyna að drepa aftur,“ sagði hann. Gvir viðurkenndi á dögunum að hafa ítrekað komið í veg fyrir samþykkt vopnahlés í fyrra með því að hóta því að slíta ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Í gær ítrekaði hann að hann myndi draga flokk sinn úr stjórnarsamstarfinu en fleiri flokkar hafa bæst við það og getur Gvir því ekki slitið stjórnarsamstarfinu einn síns liðs. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þess vegna hefur hann kallað eftir því að aðrir íhaldssamir meðlimir ríkisstjórnarinnar fari með honum. „Ég biðla til vina minna í Líkúd og Trúarlegum síonístum, þetta er ekki of seint. Við höfum enn ríkisstjórnarfundinn, við getum enn stöðvað þetta samkomulag. Gangið til liðs við mig, við getum stöðvað það,“ sagði Gvir í ávarpi, samkvæmt frétt Times of Israel. Frestuðu og flýttu svo fundi Til stóð að halda ríkisstjórnarfund um samkomulagið í gær en þeim fundi var frestað til laugardags vegna þess að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hótaði því að draga flokk sinn úr ríkisstjórninni. Smotrich hefur sagt að hann muni ekki veita samkomulaginu samþykkt sína en hann er sagður ætla að halda áfram í ríkisstjórn. Þrátt fyrir það er búist við því að samkomulagið verði samþykkt á ríkisstjórnarfundinum og var fundinum flýtt svo frelsun gísla Hamas myndi ekki tefjast, samkvæmt frétt Kan í Ísrael. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Sjá einnig: Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Verði samkomulagið samþykkt af ríkisstjórninni mun Hæstiréttur Ísrael þurfa að taka fyrir mótmæli gegn samkomulaginu en búist er við því að það muni ekki stranda þar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47
Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26
Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25
Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50