Þetta staðfestir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu.
Hann segir að einn bíll hafi verið sendur í verkefnið. Um sé að ræða „einhvern grænan stóran gám.“
Engin hætta sé á ferðum og gert sé ráð fyrir því að niðurlögum eldsins verði ráðið tiltölulega fljótt.
Ekkert liggi fyrir um upptök eldsins að svo stöddu.
