„Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 12:51 Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, finnur fyrir TikTok banninu í Bandaríkjunum á eigin skinni. Vísir/Getty Sérfræðingur í markaðsmálum segir TikTok-bannið í Bandaríkjunum mikið högg fyrir fyrirtæki sem nýta miðilinn í markaðssetningu. Milljónir notenda þessa vinsæla samfélagsmiðils í Bandaríkjunum geta ekki notað TikTok sem stendur en væntingar eru um að bannið vari ekki lengi. Lögin tóku gildi á miðnætti vestanhafs en þeim er ætlað að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemina til að losa hana undan kínversku eignarhaldi. Að öðrum kosti skuli miðlinum lokað í Bandaríkjunum. Bannið hefur áhrif á um 170 milljónir notenda en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig strax í gærkvöldi. Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, fór sjálfur ekki varhluta af banninu. Sjá einnig: TikTok bann í Bandaríkjunum „Fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja sig í Bandaríkjunum, þá hefur þetta náttúrlega klárlega áhrif. Ég er sjálfur með aðgang í gegnum Bandaríkin þannig ég vaknaði hérna heima á Íslandi í morgun og ætlaði að fara á TikTok og kemst ekki inn. Það koma skilaboð um að það sé búið að loka fyrir þannig ég get ekki nálgast efni. Þannig áhrifavaldar og þeir sem hafa verið að búa til markaðsefni fyrir þennan miðil sérstaklega hafa verið að horfa á aðra miðla og verið tilbúnir í að færa sig yfir á aðra miðla,“ segir Sigurður. Sjálfur var hann að vona að bannið yrði ekki að veruleika. „Ég vinn við þetta allan daginn en ég finn það bara sjálfur að síðustu tvö, þrjú ár þá hef ég fært neysluna mína eiginlega eingöngu yfir á TikTok. Þar næ ég í allar upplýsingar og eyði líklegast langmestum tímanum mínum þar af öllum samfélagsmiðlum. Þannig ég var kominn á LinkedIn videos í morgun að skrolla þar, þannig maður þarf að finna sér eitthvað annað, alla veganna þangað til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður. Trump ekki hrifinn af banni Óvíst er að svo stöddu hve lengi bannið muni vara. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun en hann hefur gefið í skyn að til greina komi að fresta áhrifum um níutíu daga. „Ef að þetta verður til frambúðar þá er þetta gríðarlegt högg, að þurfa síðan að skipta yfir á aðra miðla og byrja að nálgast markhópinn sinn þar. Þetta mun taka tíma að ná lendingu,“ segir Sigurður. „Maður er búinn að vera að bíða eftir þessum degi núna í nokkurn tíma eftir að þetta var allt saman staðfest. Svo er spurning hvernig þetta endar allt saman. Það er líklegt að þessu verði frestað um 90 daga eða eitthvað svoleiðis þegar Donald Trump tekur við, það er talað um að þetta verði sett á bið þangað til annað kemur í ljós.“ TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Lögin tóku gildi á miðnætti vestanhafs en þeim er ætlað að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemina til að losa hana undan kínversku eignarhaldi. Að öðrum kosti skuli miðlinum lokað í Bandaríkjunum. Bannið hefur áhrif á um 170 milljónir notenda en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig strax í gærkvöldi. Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, fór sjálfur ekki varhluta af banninu. Sjá einnig: TikTok bann í Bandaríkjunum „Fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja sig í Bandaríkjunum, þá hefur þetta náttúrlega klárlega áhrif. Ég er sjálfur með aðgang í gegnum Bandaríkin þannig ég vaknaði hérna heima á Íslandi í morgun og ætlaði að fara á TikTok og kemst ekki inn. Það koma skilaboð um að það sé búið að loka fyrir þannig ég get ekki nálgast efni. Þannig áhrifavaldar og þeir sem hafa verið að búa til markaðsefni fyrir þennan miðil sérstaklega hafa verið að horfa á aðra miðla og verið tilbúnir í að færa sig yfir á aðra miðla,“ segir Sigurður. Sjálfur var hann að vona að bannið yrði ekki að veruleika. „Ég vinn við þetta allan daginn en ég finn það bara sjálfur að síðustu tvö, þrjú ár þá hef ég fært neysluna mína eiginlega eingöngu yfir á TikTok. Þar næ ég í allar upplýsingar og eyði líklegast langmestum tímanum mínum þar af öllum samfélagsmiðlum. Þannig ég var kominn á LinkedIn videos í morgun að skrolla þar, þannig maður þarf að finna sér eitthvað annað, alla veganna þangað til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður. Trump ekki hrifinn af banni Óvíst er að svo stöddu hve lengi bannið muni vara. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun en hann hefur gefið í skyn að til greina komi að fresta áhrifum um níutíu daga. „Ef að þetta verður til frambúðar þá er þetta gríðarlegt högg, að þurfa síðan að skipta yfir á aðra miðla og byrja að nálgast markhópinn sinn þar. Þetta mun taka tíma að ná lendingu,“ segir Sigurður. „Maður er búinn að vera að bíða eftir þessum degi núna í nokkurn tíma eftir að þetta var allt saman staðfest. Svo er spurning hvernig þetta endar allt saman. Það er líklegt að þessu verði frestað um 90 daga eða eitthvað svoleiðis þegar Donald Trump tekur við, það er talað um að þetta verði sett á bið þangað til annað kemur í ljós.“
TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira