Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar 19. janúar 2025 16:01 Fyrir nokkrum árum komst Íslensk erfðagreining að þeirri niðurstöðu að 1,9% Íslendinga væru rangfeðraðir. Nánar tiltekið er hlutfallið 3% meðal þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 en fellur niður í 1% eftir það tímamark. Það er því töluverður fjöldi landsmanna sem hefur verið eða er rangfeðraður. Mörg komast ekki að því fyrr en á fullorðinsárum að þau séu rangfeðruð, jafnvel eftir miðjan aldur þegar foreldrar eru fallnir frá. Fæstir vita þó hvernig þeir eiga að bera sig að til að fá faðerni sitt lagfært. Að leiðrétta faðerni verður ekki gert nema með dómi og þarf þá viðkomandi að leita liðsinni lögmanns. Ef einstaklingur hefur verið rangfeðraður þarf alltaf að byrja á því að affeðra. Það verður ekki gert nema með dómi og fyrsta skrefið er að höfða svokallað vefengingarmál. Með vefengingu á faðerni eru þau lagalegu tengsl sem til staðar eru milli barnsins og þess manns sem hefur ranglega verið skráður faðir þess rofin. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess, skráður faðir eða sá maður sem telur sig vera föður þess. Sé skráður faðir eða sá sem telur sig föður barns látinn þá geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað vefengingarmál. Í vefengingarmáli úrskurðar dómari að mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á barni og skráðum föður og ræður niðurstaða rannsóknarinnar málalyktum. Þegar búið er að affeðra er hægt að huga að réttri feðrun. Séu báðir blóðforeldrar á lífi getur feðrun farið fram með einfaldri viðurkenningu, að því gefnu að báðir foreldrar vilji gangast við barninu. Sé annað blóðforeldið látið eða vilji ekki gangast við barninu þarf að höfða faðernismál fyrir dómi. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess eða sá maður sem telur sig vera réttan föður. Sé blóðfaðir látinn þarf að stefna þeim erfingjum hans sem ganga barninu jafnhliða eða næst að erfðum. Oftast eru það hálfsystkin sem stæðu þá jafnhliða að erfðum en ef þeim er ekki til að dreifa þá þarf að stefna öðrum erfingjum. Í sumum tilvikum getur það reynst vandkvæðum bundið að finna blóðföður. Það á sérstaklega við þegar barnið er orðið fullorðið og foreldrarnir fallnir frá og fáir eftir til frásagnar. Í flestum tilfellum hafa svona leyndarmál þó varðveist innan fjölskyldna með einum eða öðrum hætti. Þess er þó dæmi að einstaklingur hafi staðið uppi eftir vefengingu án nokkurra vísbendinga um hver gæti verið blóðfaðir. Til er tækni sem getur aðstoðað við að finna blóðtengsl sem geta gefið vísbendingar um þetta efni. MyHeritage er alþjóðlegt fyrirtæki sem framkvæmir rannsóknir á erfðaefni og veitir fólki aðgang að netsíðu þar sem það getur rakið uppruna sinn og fundið aðra notendur sem tengjast þeim blóðböndum. Ég þekki dæmi um einstakling sem hafði verið affeðraður með dómi en vissi ekki hver blóðfaðir sinn gæti verið. Með aðstoð MyHeritage fann viðkomandi einstakling sem var sagður tengjast honum blóðböndum og væri að öllum líkindum föðurbróðir hans. Undir rekstri faðernismáls úrskurðar dómari um að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, alveg eins og gert er í vefengingarmálum. Þegar blóðfaðir er látinn þarf alltaf að kanna hvort til séu lífsýni úr honum á lífsýnasafni meinafræðideildar Landspítalans. Nú til dags er það nær undantekningarlaust að lífsýni finnst. Hins vegar er ekki alltaf hægt að nýta lífsýnin ef þau eru orðin gömul eða hafa skemmst af einhverjum sökum. Í slíkum tilvikum er hægt að fá úrskurð um að sýni sé tekið úr erfingjum mannsins, börnum eða þeim sem næstir honum standa. Kostnaður við bæði vefengingar- og faðernismál greiðist úr ríkissjóði ef barnið sjálft höfðar málið. Það eru grundvallarréttindi að þekkja báða foreldra sína og af þeim sökum á viðkomandi ekki að þurfa að bera neinn kostnað af þessum málaferlum. Faðernis- og vefengingarmál er líka undanþegin dómsmálagjöldum eins og þingfestingargjaldi. Þá ber að hafa í huga að barnið getur verið dæmt til þess að greiða gagnaðila í dómsmáli málskostnað ef það tapar málinu, t.d. ef röngum manni hefur verið stefnt. Einnig eru dæmi þess að faðernismáli hafi verið vísað frá dómi vegna vanreifunar og var þá barnið einnig dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þótt sérreglur barnalaga gildi um réttarfar þessara mála þá gilda eftir sem áður formreglur einkamálaréttarfars og reglur laga um meðferð einkamála að öðru leyti. Því ber lögmönnum, sem taka þessi mál að sér, að vanda til verka eftir sem áður. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Fjölskyldumál Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum komst Íslensk erfðagreining að þeirri niðurstöðu að 1,9% Íslendinga væru rangfeðraðir. Nánar tiltekið er hlutfallið 3% meðal þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 en fellur niður í 1% eftir það tímamark. Það er því töluverður fjöldi landsmanna sem hefur verið eða er rangfeðraður. Mörg komast ekki að því fyrr en á fullorðinsárum að þau séu rangfeðruð, jafnvel eftir miðjan aldur þegar foreldrar eru fallnir frá. Fæstir vita þó hvernig þeir eiga að bera sig að til að fá faðerni sitt lagfært. Að leiðrétta faðerni verður ekki gert nema með dómi og þarf þá viðkomandi að leita liðsinni lögmanns. Ef einstaklingur hefur verið rangfeðraður þarf alltaf að byrja á því að affeðra. Það verður ekki gert nema með dómi og fyrsta skrefið er að höfða svokallað vefengingarmál. Með vefengingu á faðerni eru þau lagalegu tengsl sem til staðar eru milli barnsins og þess manns sem hefur ranglega verið skráður faðir þess rofin. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess, skráður faðir eða sá maður sem telur sig vera föður þess. Sé skráður faðir eða sá sem telur sig föður barns látinn þá geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað vefengingarmál. Í vefengingarmáli úrskurðar dómari að mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á barni og skráðum föður og ræður niðurstaða rannsóknarinnar málalyktum. Þegar búið er að affeðra er hægt að huga að réttri feðrun. Séu báðir blóðforeldrar á lífi getur feðrun farið fram með einfaldri viðurkenningu, að því gefnu að báðir foreldrar vilji gangast við barninu. Sé annað blóðforeldið látið eða vilji ekki gangast við barninu þarf að höfða faðernismál fyrir dómi. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess eða sá maður sem telur sig vera réttan föður. Sé blóðfaðir látinn þarf að stefna þeim erfingjum hans sem ganga barninu jafnhliða eða næst að erfðum. Oftast eru það hálfsystkin sem stæðu þá jafnhliða að erfðum en ef þeim er ekki til að dreifa þá þarf að stefna öðrum erfingjum. Í sumum tilvikum getur það reynst vandkvæðum bundið að finna blóðföður. Það á sérstaklega við þegar barnið er orðið fullorðið og foreldrarnir fallnir frá og fáir eftir til frásagnar. Í flestum tilfellum hafa svona leyndarmál þó varðveist innan fjölskyldna með einum eða öðrum hætti. Þess er þó dæmi að einstaklingur hafi staðið uppi eftir vefengingu án nokkurra vísbendinga um hver gæti verið blóðfaðir. Til er tækni sem getur aðstoðað við að finna blóðtengsl sem geta gefið vísbendingar um þetta efni. MyHeritage er alþjóðlegt fyrirtæki sem framkvæmir rannsóknir á erfðaefni og veitir fólki aðgang að netsíðu þar sem það getur rakið uppruna sinn og fundið aðra notendur sem tengjast þeim blóðböndum. Ég þekki dæmi um einstakling sem hafði verið affeðraður með dómi en vissi ekki hver blóðfaðir sinn gæti verið. Með aðstoð MyHeritage fann viðkomandi einstakling sem var sagður tengjast honum blóðböndum og væri að öllum líkindum föðurbróðir hans. Undir rekstri faðernismáls úrskurðar dómari um að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, alveg eins og gert er í vefengingarmálum. Þegar blóðfaðir er látinn þarf alltaf að kanna hvort til séu lífsýni úr honum á lífsýnasafni meinafræðideildar Landspítalans. Nú til dags er það nær undantekningarlaust að lífsýni finnst. Hins vegar er ekki alltaf hægt að nýta lífsýnin ef þau eru orðin gömul eða hafa skemmst af einhverjum sökum. Í slíkum tilvikum er hægt að fá úrskurð um að sýni sé tekið úr erfingjum mannsins, börnum eða þeim sem næstir honum standa. Kostnaður við bæði vefengingar- og faðernismál greiðist úr ríkissjóði ef barnið sjálft höfðar málið. Það eru grundvallarréttindi að þekkja báða foreldra sína og af þeim sökum á viðkomandi ekki að þurfa að bera neinn kostnað af þessum málaferlum. Faðernis- og vefengingarmál er líka undanþegin dómsmálagjöldum eins og þingfestingargjaldi. Þá ber að hafa í huga að barnið getur verið dæmt til þess að greiða gagnaðila í dómsmáli málskostnað ef það tapar málinu, t.d. ef röngum manni hefur verið stefnt. Einnig eru dæmi þess að faðernismáli hafi verið vísað frá dómi vegna vanreifunar og var þá barnið einnig dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þótt sérreglur barnalaga gildi um réttarfar þessara mála þá gilda eftir sem áður formreglur einkamálaréttarfars og reglur laga um meðferð einkamála að öðru leyti. Því ber lögmönnum, sem taka þessi mál að sér, að vanda til verka eftir sem áður. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun