Bein útsending: Trump sver embættiseið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 08:48 Dagur Trump hefst snemma, með messu í St. John's Church. Getty/Kevin Dietsch Donald Trump mun sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Athöfnin fer fram í þinghúsinu í Washington D.C. og hefst hálftíma fyrr. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1985 sem athöfnin fer fram innanhúss en þá var innsetning Ronald Reagan haldin innandyra. Ástæðan þá var sú sama og nú; slæm veðurspá. Trump tilkynnti á föstudag að engin skrúðganga yrði farin líkt og venja er en gestum boðið að fylgjast með innsetningarhátíðinni í Capital One Arena. Forsetinn verðandi sagðist myndu koma þar við eftir athöfnina. Innsetningin hefst á tónlistaratriðum og blessun og þá mun hæstaréttardómarinn Brett Kavanaugh, sem Trump tilefndi á fyrra kjörtímabili sínu, taka eiðinn af varaforsetaefninu J.D. Vance. Kántrísöngkonan Carrie Underwood mun í kjölfarið syngja America the Beautiful. Að því loknu mun Trump sverja embættiseiðinn, undir vökulu auga John Roberts forseta hæstaréttar. Því næst verður sunginn The Battle Hymn of the Republic og þá flytur Trump innsetningarræðu sína. Sagður munu skrifa undir 100 tilskipanir strax í dag Að hátíðarhöldunum loknum heldur Trump í Hvíta húsið, þar sem hann hyggst skrifa undir fjölda foretatilskipana. Þær eru sagðar munu telja yfir hundrað, sem er metfjöldi. Fyrra metið átti Joe Biden, fráfarandi forseti, sem skrifaði undir sautján forsetatilskipanir þegar hann tók við embætti 2021. Trump hefur sagst munu binda enda á það að þeir sem fæðast í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt.Getty/Kayla Bartkowski Trump hefur heitið því að vinda ofan af fjölda embættisgjörða Biden og hefur einnig sagst munu hefja „umfangsmestu brottflutningsaðgerð í sögu Bandaríkjanna“ strax á fyrsta degi. Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum eru taldir vera um ellefu milljónir talsins og þarf af eru um 500 þúsund á sakskrá. Forsetinn verðandi hyggst einnig lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum að Mexíkó og leggja 25 prósent skatt á allan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Þá ætlar hann einnig að náða þá sem hafa fengið dóm í tengslum við innrásina í þinghúsið 6. janúar 2021. Trump hefur einnig sagst munu stuðla að því að boranir eftir jarðefnaeldsneytum fari aftur á fullt skrið og hefur einnig fullyrt að hann hyggist fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að samningaborðinu strax á fyrsta degi. Þá munu menn horfa til þess hvort forsetinn verðandi gefur út tilskipanir er varða réttindi trans fólks eða niðurskurð fjárveitinga til skóla sem fara gegn hugmyndum hans í kennslu eða reglusetningu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1985 sem athöfnin fer fram innanhúss en þá var innsetning Ronald Reagan haldin innandyra. Ástæðan þá var sú sama og nú; slæm veðurspá. Trump tilkynnti á föstudag að engin skrúðganga yrði farin líkt og venja er en gestum boðið að fylgjast með innsetningarhátíðinni í Capital One Arena. Forsetinn verðandi sagðist myndu koma þar við eftir athöfnina. Innsetningin hefst á tónlistaratriðum og blessun og þá mun hæstaréttardómarinn Brett Kavanaugh, sem Trump tilefndi á fyrra kjörtímabili sínu, taka eiðinn af varaforsetaefninu J.D. Vance. Kántrísöngkonan Carrie Underwood mun í kjölfarið syngja America the Beautiful. Að því loknu mun Trump sverja embættiseiðinn, undir vökulu auga John Roberts forseta hæstaréttar. Því næst verður sunginn The Battle Hymn of the Republic og þá flytur Trump innsetningarræðu sína. Sagður munu skrifa undir 100 tilskipanir strax í dag Að hátíðarhöldunum loknum heldur Trump í Hvíta húsið, þar sem hann hyggst skrifa undir fjölda foretatilskipana. Þær eru sagðar munu telja yfir hundrað, sem er metfjöldi. Fyrra metið átti Joe Biden, fráfarandi forseti, sem skrifaði undir sautján forsetatilskipanir þegar hann tók við embætti 2021. Trump hefur sagst munu binda enda á það að þeir sem fæðast í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt.Getty/Kayla Bartkowski Trump hefur heitið því að vinda ofan af fjölda embættisgjörða Biden og hefur einnig sagst munu hefja „umfangsmestu brottflutningsaðgerð í sögu Bandaríkjanna“ strax á fyrsta degi. Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum eru taldir vera um ellefu milljónir talsins og þarf af eru um 500 þúsund á sakskrá. Forsetinn verðandi hyggst einnig lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum að Mexíkó og leggja 25 prósent skatt á allan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Þá ætlar hann einnig að náða þá sem hafa fengið dóm í tengslum við innrásina í þinghúsið 6. janúar 2021. Trump hefur einnig sagst munu stuðla að því að boranir eftir jarðefnaeldsneytum fari aftur á fullt skrið og hefur einnig fullyrt að hann hyggist fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að samningaborðinu strax á fyrsta degi. Þá munu menn horfa til þess hvort forsetinn verðandi gefur út tilskipanir er varða réttindi trans fólks eða niðurskurð fjárveitinga til skóla sem fara gegn hugmyndum hans í kennslu eða reglusetningu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira