„Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 09:00 Viktor Gísli Hallgrímsson fagnar einni af fjölmörgum markvörslum sínum í gær. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og hann fékk líka hrós fyrir sína mögnuðu frammistöðu. Sérfræðingarnir eru á því að íslenski markvörðurinn sé einn sá besti í heimi að verja frá mönnum úr dauðafærum. „Ég held að allir séu í skýjunum með þetta. Þetta var hreint út sagt bara stórkostleg frammistaða. Strákarnir, þjálfararnir og allir eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þetta var lagt upp og hvernig þetta var framkvæmt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég verð bara að segja fyrir mitt leyti. Aðra eins markmanns- og varnarframmistöðu hef ég ekki séð í helvíti langan tíma,“ sagði Ásgeir. „Þegar frammistaðan er svona þá er ekki hægt að setja út á eitt eða neitt,“ sagði Ásgeir. Íslenska liðið komst í 11-4 í leiknum og þeir slóvensku aðeins búnir að skora fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútunum í leiknum. Viktor var mikið að verja bolta úr mjög góðum færum. Einn sá besti í heiminum „Viktor Gísli er einn af bestu markvörðum í heiminum. Ég held að hann sé einn af tveimur, þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum,“ sagði Einar Jónsson og á þá við að verja frá mönnum í návígi. „Svo sér maður stundum sjónarhornið þegar myndavélarnar eru þannig. Þegar leikmennirnir eru að fara inn og vinkillinn hjá þeim með hann fyrir framan sig. Maður skilur alveg að það sér erfitt að koma tuðrunni fram hjá honum,“ sagði Einar. Hann á fimmtán ár eftir „Þetta er ekkert smá stykki, faðmurinn á honum og allt þetta. Hann er alltaf að verða betri og betri leikmaður. Það má ekki gleyma því að Viktor Gísli er bara 25 ára gamall,“ sagði Einar. „Hann á ekkert eðlilega mikið eftir,“ sagði Einar. „Hann á fimmtán ár eftir,“ skaut Ásgeir Örn inn. „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því. Þetta er enginn smá gullmoli sem við eigum. Ég er búinn að segja það þrjú, fjögur síðustu mót. Mér finnst markvarslan vera búin að vera fín á öllum þessum mótum,“ sagði Einar. „Þetta var líka stöðug markvarsla yfir sextíu mínútur. Þetta var ekki eins og maður sér svo rosalega oft hjá markvörðum sem detta í stuð og eiga einhverja svakalega kafla. Maður hugsar kannski: Hann er bara búinn með kvótann í fyrri hálfleik. Þetta var bara stöðugt, áfram, áfram og áfram,“ sagði Ásgeir. „Alltaf þegar þeir eru aðeins líklegir þá tekur hann skot. Það voru þessi móment. Hann slökkti í þeim,“ sagði Ásgeir. Hér fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn þar sem strákarnir fóru vel yfir leikinn á móti Slóvenum. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og hann fékk líka hrós fyrir sína mögnuðu frammistöðu. Sérfræðingarnir eru á því að íslenski markvörðurinn sé einn sá besti í heimi að verja frá mönnum úr dauðafærum. „Ég held að allir séu í skýjunum með þetta. Þetta var hreint út sagt bara stórkostleg frammistaða. Strákarnir, þjálfararnir og allir eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þetta var lagt upp og hvernig þetta var framkvæmt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég verð bara að segja fyrir mitt leyti. Aðra eins markmanns- og varnarframmistöðu hef ég ekki séð í helvíti langan tíma,“ sagði Ásgeir. „Þegar frammistaðan er svona þá er ekki hægt að setja út á eitt eða neitt,“ sagði Ásgeir. Íslenska liðið komst í 11-4 í leiknum og þeir slóvensku aðeins búnir að skora fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútunum í leiknum. Viktor var mikið að verja bolta úr mjög góðum færum. Einn sá besti í heiminum „Viktor Gísli er einn af bestu markvörðum í heiminum. Ég held að hann sé einn af tveimur, þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum,“ sagði Einar Jónsson og á þá við að verja frá mönnum í návígi. „Svo sér maður stundum sjónarhornið þegar myndavélarnar eru þannig. Þegar leikmennirnir eru að fara inn og vinkillinn hjá þeim með hann fyrir framan sig. Maður skilur alveg að það sér erfitt að koma tuðrunni fram hjá honum,“ sagði Einar. Hann á fimmtán ár eftir „Þetta er ekkert smá stykki, faðmurinn á honum og allt þetta. Hann er alltaf að verða betri og betri leikmaður. Það má ekki gleyma því að Viktor Gísli er bara 25 ára gamall,“ sagði Einar. „Hann á ekkert eðlilega mikið eftir,“ sagði Einar. „Hann á fimmtán ár eftir,“ skaut Ásgeir Örn inn. „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því. Þetta er enginn smá gullmoli sem við eigum. Ég er búinn að segja það þrjú, fjögur síðustu mót. Mér finnst markvarslan vera búin að vera fín á öllum þessum mótum,“ sagði Einar. „Þetta var líka stöðug markvarsla yfir sextíu mínútur. Þetta var ekki eins og maður sér svo rosalega oft hjá markvörðum sem detta í stuð og eiga einhverja svakalega kafla. Maður hugsar kannski: Hann er bara búinn með kvótann í fyrri hálfleik. Þetta var bara stöðugt, áfram, áfram og áfram,“ sagði Ásgeir. „Alltaf þegar þeir eru aðeins líklegir þá tekur hann skot. Það voru þessi móment. Hann slökkti í þeim,“ sagði Ásgeir. Hér fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn þar sem strákarnir fóru vel yfir leikinn á móti Slóvenum.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira