Körfubolti

Þór Ak. lagði topp­liðið og gal­opnaði topp­baráttuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Esther Marjolein Fokke var frábær í kvöld.
Esther Marjolein Fokke var frábær í kvöld. Vísir/Jón Gautur

Toppbarátta Bónus-deildar kvenna í körfubolta er galopin eftir sigur Þórs Akureyrar á toppliði Hauka. Þá vann Keflavík sjö stiga sigur á Hamar/Þór.

Topplið Hauka sótti Þór Ak. heim í kvöld en um var að ræða uppgjör toppliða deildarinnar. Það var ljóst að Þórskonur mættu vel stemmdar til leiks og lögðu grunninn að sigrinum með frábærri frammistöðu í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum 61-38.

Toppliðið beit frá sér í síðari hálfleik þegar það hægðist verulega á sóknarleik Þórs en allt kom fyrir ekki og Þór Ak. vann sex stiga sigur, lokatölur 86-80.

Esther Marjolein Fokke var stigahæst í liði Þórs Ak. með 27 stig. Madison Anne Sutton skoraði 19 stig og tók 13 fráköst. Lore Devos skoraði 22 stig og tók 12 fráköst í liði Hauka.

Í Reykjanesbæ vann Keflavík sjö stiga sigur á Hamar/Þór, lokatölur 84-77. Jasmine Dickey var stigahæst í liði Keflavíkur með 19 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var stigahæst hjá gestunum með 24 stig.

Eftir leiki kvöldsins eru Haukar á toppi deildarinnar með 24 stig, þar á eftir kemur Þór Ak. með 22 stig og Keflavík 20 stig í þriðja sætinu. Stöðu Bónus-deildar kvenna í heild sinni má sjá á vef KKÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×