Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar 22. janúar 2025 13:30 Íþróttir og mannréttindi Í lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir: „Með því að blanda saman íþróttum, menningu og menntun er leitast við að skapa lífshætti sem byggjast á áreynslugleði, menntunarlegu gildi góðs fordæmis, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“ Í íþróttasáttmála Evrópuráðsins (6. grein) segir: „Allir hagsmunaaðilar skulu virða og vernda alþjóðlega viðurkennd mannréttindi og grundvallarfrelsi [...] þeirra sem taka þátt í eða verða fyrir áhrifum af íþróttatengdri starfsemi.“ „Íþróttaiðkun er mannréttindi. Hver einstaklingur skal hafa aðgang að íþróttaiðkun án nokkurrar mismununar að því er varðar alþjóðlega viðurkennd mannréttindi.“ EUROMED mannréttindasamtökin, sem starfa í 30 löndum með 68 félagasamtök innanborðs (þ.á.m. Amnesty International og Human Rights Watch) hafa krafist aðgerða af hálfu Alþjóða Olympíunefndarinnar og FIFA í ljósi þess að Ísraelsher hefur drepið yfir 270 palistínska íþróttamenn, eyðilagt rúmlega áttatíu prósent af íþróttamannvirkjum á Gazasvæðinu. Ísraelsher hefur eyðilagt knattspyrnuvelli, íþróttamiðstöðvar, 22 sundlaugar, 12 yfirbyggða íþróttasali fyrir körfubolta, blak og handbolta. Sex tennisleikvangar hafi verið sprengdir og eyðilagðir, 28 líkamsræktarstöðvar hafa einnig verið lagðar í rúst. Í ljósi allra þessara brota gegn mannréttindum íþróttafólks í Palestínu er það skylda íþróttafélaga og íþróttasambanda um allan heim að grípa til aðgerða gagnvart Ísrael og framfylgja þannig lögum og sáttmálum alþjóða íþróttahreyfingarinnar. Það er ekki stjórnmálastarfsemi að vinna gegn þjóðarmorði, það er mannúð - það er samfélagsleg ábyrgð og virðing fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“ Sniðganga gegn Ísrael Samtök Palestínumanna hafa sent beiðni til allra þjóða um að styðja baráttu þeirra með þátttöku í sniðgönguherferð gegn Ísrael. Sniðganga á sviði viðskipta, fjárfestinga, menningar og íþrótta er friðasamleg baráttuleið og sterkasta leiðin fyrir almenning og félagasamtök til að leggja baráttunni fyrir mannréttindum Palestínuþjóðarinnar lið. Félagið Ísland - Palestína hefur send frá sér áskorun til HSÍ og telur að með sama hætti og íþróttahreyfingin hefur útilokað Rússland og Belarus frá þátttöku í íþróttamótum vegna árásar þeirra gegn Úkraínu, þá beri HSÍ að aflýsa fyrirhuguðum leik gegn liði Ísraels.Norska knattspyrnusambandið berst fyrir því að Ísrael verði rekið úr FIFA vegna þjóðarmorðs Ísraels á Gaza. Ísrael hefur brotið alþjóðalög Ísrael hefur með framferði sínu brotið lög og samninga um mannréttindi sem gilda í milliríkjasamskiptum og kveðið er á í Stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna. Ísrael hefur hersetið land Palestínumanna í 76 ár. Ísrael hefur byggt ólöglegar landtökubyggðir á landi Palestínu og Sýrlands. Ísrael hefur drepið a.m.k. 50,000 Gazabúa, þar af yfir 18,000 börn í yfirstandandi árás. Þúsundir eru enn grafin undir rústum heimila sinna. Bandarískir læknar sem hafa starfað á Gaza telja að allt að 119,000 Gazabúar hafi fallið og þar af um 67,000 vegna hungurs og vosbúðar. (https://www.gazahealthcareletters.org/usa-letter-oct-2-2024) Ísrael ræðst gegn stofnunum SÞ, hindrar starfsemi þeirra, eyðileggur eignir og drepur starfsmenn samtakanna, en enginn her hefur drepið jafn marga starfsmenn SÞ eins og her Ísraels. Ísrael eyðileggur sjúkrahús bæði á Gaza og í Líbanon, drepur og handtekur lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk heilsgæslunnar á Gaza. Flugskeytaárásir og stórskotalið Ísraelshers hefur eyðilagt rúmlega helming sjúkrahúsa á Gaza, 87% heimila, 88% skóla, 68% allra samgöngumannvirkja og 68% landbúnaðarsvæða á Gaza eru ónothæf. Ísrael hindrar aðflutning matar, lyfja, vatns, og annarra nauðþurfta til íbúa Gaza. Ísraelsher hefur drepið yfir 200 fréttamenn á Gaza. Hvert stefnir? Stjórnvöld Ísraels hyggjast stækka ólöglegar landránsbyggðir í Gólanhæðunum í Sýrland, á Vesturbakkanum og á Gazaströndinni. Ísraelsstjórn hefur engar áætlanir um framtíð Palestínumanna og framtíð Ísraelsmanna sjálfra aðrar en áframhaldandi landrán, kúgun og manndráp. Þetta sýnir að þrátt fyrir tímabundið vopnahlé mun ástandið eingöngu versna nema alþjóðasamfélagið, samtök almennings og alþýða um allan heim grípi í taumana. Afstaða alþjóðadómstóla og alþjóðlegra mannréttindasamtaka Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur gefið út handtökuskipun gegn forsætisráðherra Ísraels og fyrrum varnarmálaráðherra sökum þess að stjórnvöld Ísraels hafa beitt aðferðum í hernaði sem eru glæpur gegn mannúð. Alþjóðadómstóllinn (ICJ), æðsti dómstóll SÞ, hefur lýst því að hernaður Ísraelsmanna á Gaza sé líklegt þjóðarmorð og krafist þess að hernaðurinn sé stöðvaður tafarlaust. Alþjóðadómstóllinn hefur lýst hernám Ísraels á Vesturbakkanum og Gaza ólöglegt og beri að aflétta því tafarlaust og greiða bætur fyrir þann miska sem Ísrael hefur valdið Palestínumönnum á fimm áratugum. Dómstóllin hefur einnig, í samræmi við ákvæði alþjóðsamninga, bent á skyldur ríkja SÞ að vinna gegn hernáminu. Ísland er smáríki og byggir tilveru sína á að alþjóðasamningum um mannréttindi og rétt ríkja sé framfylgt. Amnesty International telur að Ísrael fremji þjóðarmorð á Gaza og að Ísrael sé ríki aðkilnaðarstefnu(Apartheid). Human Rights Watchtelur að Ísrael sé ríki aðskilnaðarstefnu og fremji þjóðarmorð á Gaza. B'T Selem , stærstu mannréttindasamtök Ísraels, telja að í Ísrael ríki aðskilnaðarstefna. Aðskilnaðarstefna er ólögleg skv. samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Samtökin Læknar án landamæra birtu nýlega skýrsluna „Dauðagildran Gaza“. Þar segir að augljós merki séu um þjóðernishreinsanir Ísraela gegn Palestínumönnum í norðurhluta Gaza. Saneinuðu þjóðirnar hafa skilgreint þjóðamorð, þjóðernishreinsanir og aðskilnaðarstefnu sem glæpi gegn mannkyni. Afstaðan til mannréttinda? Þjóðir heims standa nú frammi fyrir vali; að styðja hreyfingar og samtök sem berjast gegn þjóðarmorði - fyrir mannréttindum og frelsi óháð þjóðerni, trú, litarhætti hinna kúguðu að láta þjóðarmorðið afskiptalaust og þar með styðja það í raun. það er engin þriðja leið nema beinn stuðningur við árásaraðilann. Íþróttahreyfingin er ekki undanskilin samfélagslegri ábyrgð og hvet ég því HSÍ til að taka skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði og aflýsa fyrirhuguðum leik við lið Ísraels. Forysta HSÍ stendur frammi fyrir mikilvægri ákvörðun; að leika gegn liði Ísraels og skaða þar með íþróttahreyfinguna með því að sinna ekki ákalli fórnarlamba þjóðarmorðs. Eða að starfa skv. lögum Íþrótta- og Olympíusambands Íslands með því að sýna samfélagslega ábyrgð og virða og efla mannréttindi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal HSÍ Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íþróttir og mannréttindi Í lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir: „Með því að blanda saman íþróttum, menningu og menntun er leitast við að skapa lífshætti sem byggjast á áreynslugleði, menntunarlegu gildi góðs fordæmis, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“ Í íþróttasáttmála Evrópuráðsins (6. grein) segir: „Allir hagsmunaaðilar skulu virða og vernda alþjóðlega viðurkennd mannréttindi og grundvallarfrelsi [...] þeirra sem taka þátt í eða verða fyrir áhrifum af íþróttatengdri starfsemi.“ „Íþróttaiðkun er mannréttindi. Hver einstaklingur skal hafa aðgang að íþróttaiðkun án nokkurrar mismununar að því er varðar alþjóðlega viðurkennd mannréttindi.“ EUROMED mannréttindasamtökin, sem starfa í 30 löndum með 68 félagasamtök innanborðs (þ.á.m. Amnesty International og Human Rights Watch) hafa krafist aðgerða af hálfu Alþjóða Olympíunefndarinnar og FIFA í ljósi þess að Ísraelsher hefur drepið yfir 270 palistínska íþróttamenn, eyðilagt rúmlega áttatíu prósent af íþróttamannvirkjum á Gazasvæðinu. Ísraelsher hefur eyðilagt knattspyrnuvelli, íþróttamiðstöðvar, 22 sundlaugar, 12 yfirbyggða íþróttasali fyrir körfubolta, blak og handbolta. Sex tennisleikvangar hafi verið sprengdir og eyðilagðir, 28 líkamsræktarstöðvar hafa einnig verið lagðar í rúst. Í ljósi allra þessara brota gegn mannréttindum íþróttafólks í Palestínu er það skylda íþróttafélaga og íþróttasambanda um allan heim að grípa til aðgerða gagnvart Ísrael og framfylgja þannig lögum og sáttmálum alþjóða íþróttahreyfingarinnar. Það er ekki stjórnmálastarfsemi að vinna gegn þjóðarmorði, það er mannúð - það er samfélagsleg ábyrgð og virðing fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“ Sniðganga gegn Ísrael Samtök Palestínumanna hafa sent beiðni til allra þjóða um að styðja baráttu þeirra með þátttöku í sniðgönguherferð gegn Ísrael. Sniðganga á sviði viðskipta, fjárfestinga, menningar og íþrótta er friðasamleg baráttuleið og sterkasta leiðin fyrir almenning og félagasamtök til að leggja baráttunni fyrir mannréttindum Palestínuþjóðarinnar lið. Félagið Ísland - Palestína hefur send frá sér áskorun til HSÍ og telur að með sama hætti og íþróttahreyfingin hefur útilokað Rússland og Belarus frá þátttöku í íþróttamótum vegna árásar þeirra gegn Úkraínu, þá beri HSÍ að aflýsa fyrirhuguðum leik gegn liði Ísraels.Norska knattspyrnusambandið berst fyrir því að Ísrael verði rekið úr FIFA vegna þjóðarmorðs Ísraels á Gaza. Ísrael hefur brotið alþjóðalög Ísrael hefur með framferði sínu brotið lög og samninga um mannréttindi sem gilda í milliríkjasamskiptum og kveðið er á í Stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna. Ísrael hefur hersetið land Palestínumanna í 76 ár. Ísrael hefur byggt ólöglegar landtökubyggðir á landi Palestínu og Sýrlands. Ísrael hefur drepið a.m.k. 50,000 Gazabúa, þar af yfir 18,000 börn í yfirstandandi árás. Þúsundir eru enn grafin undir rústum heimila sinna. Bandarískir læknar sem hafa starfað á Gaza telja að allt að 119,000 Gazabúar hafi fallið og þar af um 67,000 vegna hungurs og vosbúðar. (https://www.gazahealthcareletters.org/usa-letter-oct-2-2024) Ísrael ræðst gegn stofnunum SÞ, hindrar starfsemi þeirra, eyðileggur eignir og drepur starfsmenn samtakanna, en enginn her hefur drepið jafn marga starfsmenn SÞ eins og her Ísraels. Ísrael eyðileggur sjúkrahús bæði á Gaza og í Líbanon, drepur og handtekur lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk heilsgæslunnar á Gaza. Flugskeytaárásir og stórskotalið Ísraelshers hefur eyðilagt rúmlega helming sjúkrahúsa á Gaza, 87% heimila, 88% skóla, 68% allra samgöngumannvirkja og 68% landbúnaðarsvæða á Gaza eru ónothæf. Ísrael hindrar aðflutning matar, lyfja, vatns, og annarra nauðþurfta til íbúa Gaza. Ísraelsher hefur drepið yfir 200 fréttamenn á Gaza. Hvert stefnir? Stjórnvöld Ísraels hyggjast stækka ólöglegar landránsbyggðir í Gólanhæðunum í Sýrland, á Vesturbakkanum og á Gazaströndinni. Ísraelsstjórn hefur engar áætlanir um framtíð Palestínumanna og framtíð Ísraelsmanna sjálfra aðrar en áframhaldandi landrán, kúgun og manndráp. Þetta sýnir að þrátt fyrir tímabundið vopnahlé mun ástandið eingöngu versna nema alþjóðasamfélagið, samtök almennings og alþýða um allan heim grípi í taumana. Afstaða alþjóðadómstóla og alþjóðlegra mannréttindasamtaka Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur gefið út handtökuskipun gegn forsætisráðherra Ísraels og fyrrum varnarmálaráðherra sökum þess að stjórnvöld Ísraels hafa beitt aðferðum í hernaði sem eru glæpur gegn mannúð. Alþjóðadómstóllinn (ICJ), æðsti dómstóll SÞ, hefur lýst því að hernaður Ísraelsmanna á Gaza sé líklegt þjóðarmorð og krafist þess að hernaðurinn sé stöðvaður tafarlaust. Alþjóðadómstóllinn hefur lýst hernám Ísraels á Vesturbakkanum og Gaza ólöglegt og beri að aflétta því tafarlaust og greiða bætur fyrir þann miska sem Ísrael hefur valdið Palestínumönnum á fimm áratugum. Dómstóllin hefur einnig, í samræmi við ákvæði alþjóðsamninga, bent á skyldur ríkja SÞ að vinna gegn hernáminu. Ísland er smáríki og byggir tilveru sína á að alþjóðasamningum um mannréttindi og rétt ríkja sé framfylgt. Amnesty International telur að Ísrael fremji þjóðarmorð á Gaza og að Ísrael sé ríki aðkilnaðarstefnu(Apartheid). Human Rights Watchtelur að Ísrael sé ríki aðskilnaðarstefnu og fremji þjóðarmorð á Gaza. B'T Selem , stærstu mannréttindasamtök Ísraels, telja að í Ísrael ríki aðskilnaðarstefna. Aðskilnaðarstefna er ólögleg skv. samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Samtökin Læknar án landamæra birtu nýlega skýrsluna „Dauðagildran Gaza“. Þar segir að augljós merki séu um þjóðernishreinsanir Ísraela gegn Palestínumönnum í norðurhluta Gaza. Saneinuðu þjóðirnar hafa skilgreint þjóðamorð, þjóðernishreinsanir og aðskilnaðarstefnu sem glæpi gegn mannkyni. Afstaðan til mannréttinda? Þjóðir heims standa nú frammi fyrir vali; að styðja hreyfingar og samtök sem berjast gegn þjóðarmorði - fyrir mannréttindum og frelsi óháð þjóðerni, trú, litarhætti hinna kúguðu að láta þjóðarmorðið afskiptalaust og þar með styðja það í raun. það er engin þriðja leið nema beinn stuðningur við árásaraðilann. Íþróttahreyfingin er ekki undanskilin samfélagslegri ábyrgð og hvet ég því HSÍ til að taka skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði og aflýsa fyrirhuguðum leik við lið Ísraels. Forysta HSÍ stendur frammi fyrir mikilvægri ákvörðun; að leika gegn liði Ísraels og skaða þar með íþróttahreyfinguna með því að sinna ekki ákalli fórnarlamba þjóðarmorðs. Eða að starfa skv. lögum Íþrótta- og Olympíusambands Íslands með því að sýna samfélagslega ábyrgð og virða og efla mannréttindi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar