Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Bjarki Sigurðsson skrifar 22. janúar 2025 20:22 Barni og móður heilsast vel. Hildur Þórisdóttir Kona sem eignaðist barn á Seyðisfirði í óveðrinu í vikunni segir það óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg líkt og það gerði. Öryggi íbúa sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austfjörðum. Í óveðrinu á Austfjörðum fyrr í vikunni voru ýmsir vegir milli þéttbýliskjarna lokaðir, þar á meðal vegurinn milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða um Fjarðarheiði. Þegar vegurinn er lokaður er engin leið fyrir íbúa Seyðisfjarðar að komast til Neskaupstaðar þar sem má finna fjórðungssjúkrahús Austurlands. Hildur Þórisdóttir, íbúi á Seyðisfirði, var komin 38 vikur á leið á mánudagsmorgun, þegar veðrið var hvað verst. Þá fann hún að allt var að byrja að gerast en ekki hægt að komast úr bænum. „Stuttu seinna, kannski svona hálftíma seinna, eru tveir sjúkraflutningamenn komnir hérna heim. Ég er farin að gera mér grein fyrir því að ég komist ekki langt því þetta er að gerast svo hratt,“ segir Hildur. Hildur Þórisdóttir býr á Seyðisfirði og er með sæti í sveitarstjórn Múlaþings.Aðsend Það tókst ekki að færa Hildi á heilsugæsluna á Seyðisfirði og heima fæddi hún lítinn heilbrigðan dreng. „Í raun og veru gengur þetta ótrúlega vel en áhyggjuefnið er að það er ekki sjálfgefið og þetta hefði ekki þurft að fara vel. Þarna erum við með dæmi sem hefði getað farið mjög illa, bæði fyrir mig og barnið. Svo eru aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila hérna á staðnum óboðlegar,“ segir Hildur. Drengurinn kom í heiminn með skömmum fyrirvara, eftir 38 vikna meðgöngu.Hildur Þórisdóttir Hún sé orðin þreytt á því að hamra á því að öryggi sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austurlandi. „Auðvitað setur að manni ugg eftir á þegar maður fer að hugsa: „Hvað ef allt hefði farið á versta veg og barnið eða ég hefðum lent í aðstæðum með þessu góða heilbrigðisstarfsfólki sem enginn myndi ráða við“,“ segir Hildur. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk þar vegna innviða. „Hún er nú orðin tíu ára gömul, rannsókn sem kom í Læknablaðinu um hættulegustu vegarkaflana á Íslandi. Þar eru tveir af fjórum hættulegustu vegarköflum landsins á Miðausturlandi. Ástandið samgangnanna eins og það er núna skapar hættu. Það skapar álag á heilbrigðisstarfsfólk sem bætist á annað álag í starfi. Og það sníður heilbrigðisstofnunni óþægilega þröngan stakk,“ segir Eyjólfur. Múlaþing Samgöngur Vegagerð Veður Snjóflóð á Íslandi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Í óveðrinu á Austfjörðum fyrr í vikunni voru ýmsir vegir milli þéttbýliskjarna lokaðir, þar á meðal vegurinn milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða um Fjarðarheiði. Þegar vegurinn er lokaður er engin leið fyrir íbúa Seyðisfjarðar að komast til Neskaupstaðar þar sem má finna fjórðungssjúkrahús Austurlands. Hildur Þórisdóttir, íbúi á Seyðisfirði, var komin 38 vikur á leið á mánudagsmorgun, þegar veðrið var hvað verst. Þá fann hún að allt var að byrja að gerast en ekki hægt að komast úr bænum. „Stuttu seinna, kannski svona hálftíma seinna, eru tveir sjúkraflutningamenn komnir hérna heim. Ég er farin að gera mér grein fyrir því að ég komist ekki langt því þetta er að gerast svo hratt,“ segir Hildur. Hildur Þórisdóttir býr á Seyðisfirði og er með sæti í sveitarstjórn Múlaþings.Aðsend Það tókst ekki að færa Hildi á heilsugæsluna á Seyðisfirði og heima fæddi hún lítinn heilbrigðan dreng. „Í raun og veru gengur þetta ótrúlega vel en áhyggjuefnið er að það er ekki sjálfgefið og þetta hefði ekki þurft að fara vel. Þarna erum við með dæmi sem hefði getað farið mjög illa, bæði fyrir mig og barnið. Svo eru aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila hérna á staðnum óboðlegar,“ segir Hildur. Drengurinn kom í heiminn með skömmum fyrirvara, eftir 38 vikna meðgöngu.Hildur Þórisdóttir Hún sé orðin þreytt á því að hamra á því að öryggi sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austurlandi. „Auðvitað setur að manni ugg eftir á þegar maður fer að hugsa: „Hvað ef allt hefði farið á versta veg og barnið eða ég hefðum lent í aðstæðum með þessu góða heilbrigðisstarfsfólki sem enginn myndi ráða við“,“ segir Hildur. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk þar vegna innviða. „Hún er nú orðin tíu ára gömul, rannsókn sem kom í Læknablaðinu um hættulegustu vegarkaflana á Íslandi. Þar eru tveir af fjórum hættulegustu vegarköflum landsins á Miðausturlandi. Ástandið samgangnanna eins og það er núna skapar hættu. Það skapar álag á heilbrigðisstarfsfólk sem bætist á annað álag í starfi. Og það sníður heilbrigðisstofnunni óþægilega þröngan stakk,“ segir Eyjólfur.
Múlaþing Samgöngur Vegagerð Veður Snjóflóð á Íslandi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira