„Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2025 21:50 Viggó flýgur inn. Vísir/Vilhelm „Rosa góð. Það var kannski þannig aldrei nein spenna í þessu þó við höfum aldrei náð að slíta þá frá okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson um sigur Íslands á Egyptalandi á HM í handbolta. Ísland er með fullt hús stiga í milliriðli eftir frábæra byrjun. Viggó segir menn þó þurfa að halda einbeitingu. „Ég veit það nú ekki, spurði hvort ég vildi taka þetta á dönsku og ég sagði að við gætum prófað það. Er búinn að halda þessu við síðustu ár,“ sagði ánægður Viggó aðspurður út í viðtalið sem hann var í áður en það fór fram á dönsku. „Það fór svara orka í þennan leik eins og á móti Slóveníu. Rosalega glaður að hafa unnið en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og byrja undirbúning strax á morgun fyrir Króatíu. Ef við gerum það ekki er ekki von á góðu.“ Ísland náði snemma ágætis forystu og hún var nokkurn veginn sú sama allan leikinn. Hvernig leið Viggó í leiknum? „Fannst ekki allt ganga upp. Sérstaklega í fyrri hálfleik í sókninni. Sérstaklega til að byrja með, þá var mikið hökt. Vorum að tapa boltum en baráttuviljinn í vörninni, þessi orka og Viktor Gísli (Hallgrímsson, markvörður) góður fyrir aftan. Það er svona það sem skóp þennan sigur að mínu mati. „Heilt yfir góð frammistaða þó það hafi ekki allt gengið upp en ætla ekki að kvarta.“ Sóknarleikur Íslands lifnaði við í síðari hálfleik „Ég hefði samt átt að skora úr þessu síðasta víti. Hann beið eftir þessu, kom mér smá á óvart,“ sagði Viggó sem fór samt sem áður mikinn í sókn Íslands. Viggó var spurður út í fjölda Íslendinga á leiknum en stúkan var blá í kvöld. „Það var hrikalega skemmtilegt. Held að fólk geri sér ekki grein yfir hversu mikið þetta gefur okkur, gerir þetta svo miklu skemmtilegra. Að hafa svona marga Íslendinga upp í stúku er ómetanlegt. Gerum okkur grein fyrir því að það er ekki sjálfsagt að stuðningsmenn fari hálfan hnöttinn til að horfa á okkur og reynum að gefa til baka með góðri frammistöðu.“ Stúkan var blá.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað alltaf markmiðið (að vinna alla leiki) en tökum bara einn leik í einu, eins og við höfum gert hingað til. Eins og ég segi, ítreka að það er lykilatriði að menn hugsi vel um sig og mæti klárir gegn Króatíu,“ sagði Viggó að endingu. Klippa: Viggó eftir sigurinn gegn Egyptum Handbolti Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Ólafur Stefánsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í sigrinum á Egyptum í kvöld en hann og sérfræðingar Ríkisútvarpsins sjá mikil þroskamerki á íslenska liðinu. 22. janúar 2025 21:59 „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39 „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geggjuð, fannst ótrúlega gaman að spila þennan leik,“ sagði Elvar Örn Jónsson um tilfinninguna eftir fjórða sigur Íslands í röð á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:48 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
„Ég veit það nú ekki, spurði hvort ég vildi taka þetta á dönsku og ég sagði að við gætum prófað það. Er búinn að halda þessu við síðustu ár,“ sagði ánægður Viggó aðspurður út í viðtalið sem hann var í áður en það fór fram á dönsku. „Það fór svara orka í þennan leik eins og á móti Slóveníu. Rosalega glaður að hafa unnið en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og byrja undirbúning strax á morgun fyrir Króatíu. Ef við gerum það ekki er ekki von á góðu.“ Ísland náði snemma ágætis forystu og hún var nokkurn veginn sú sama allan leikinn. Hvernig leið Viggó í leiknum? „Fannst ekki allt ganga upp. Sérstaklega í fyrri hálfleik í sókninni. Sérstaklega til að byrja með, þá var mikið hökt. Vorum að tapa boltum en baráttuviljinn í vörninni, þessi orka og Viktor Gísli (Hallgrímsson, markvörður) góður fyrir aftan. Það er svona það sem skóp þennan sigur að mínu mati. „Heilt yfir góð frammistaða þó það hafi ekki allt gengið upp en ætla ekki að kvarta.“ Sóknarleikur Íslands lifnaði við í síðari hálfleik „Ég hefði samt átt að skora úr þessu síðasta víti. Hann beið eftir þessu, kom mér smá á óvart,“ sagði Viggó sem fór samt sem áður mikinn í sókn Íslands. Viggó var spurður út í fjölda Íslendinga á leiknum en stúkan var blá í kvöld. „Það var hrikalega skemmtilegt. Held að fólk geri sér ekki grein yfir hversu mikið þetta gefur okkur, gerir þetta svo miklu skemmtilegra. Að hafa svona marga Íslendinga upp í stúku er ómetanlegt. Gerum okkur grein fyrir því að það er ekki sjálfsagt að stuðningsmenn fari hálfan hnöttinn til að horfa á okkur og reynum að gefa til baka með góðri frammistöðu.“ Stúkan var blá.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað alltaf markmiðið (að vinna alla leiki) en tökum bara einn leik í einu, eins og við höfum gert hingað til. Eins og ég segi, ítreka að það er lykilatriði að menn hugsi vel um sig og mæti klárir gegn Króatíu,“ sagði Viggó að endingu. Klippa: Viggó eftir sigurinn gegn Egyptum
Handbolti Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Ólafur Stefánsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í sigrinum á Egyptum í kvöld en hann og sérfræðingar Ríkisútvarpsins sjá mikil þroskamerki á íslenska liðinu. 22. janúar 2025 21:59 „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39 „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geggjuð, fannst ótrúlega gaman að spila þennan leik,“ sagði Elvar Örn Jónsson um tilfinninguna eftir fjórða sigur Íslands í röð á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:48 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
„Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Ólafur Stefánsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í sigrinum á Egyptum í kvöld en hann og sérfræðingar Ríkisútvarpsins sjá mikil þroskamerki á íslenska liðinu. 22. janúar 2025 21:59
„Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39
„Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geggjuð, fannst ótrúlega gaman að spila þennan leik,“ sagði Elvar Örn Jónsson um tilfinninguna eftir fjórða sigur Íslands í röð á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:48
„Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20
Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36