Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 09:18 Strákarnir okkar hafa varist af endalausum krafti á HM með Viktor Gísla Hallgrímsson magnaðan í markinu. Liðið er í afar góðri stöðu en þó alls ekki öruggt um sæti í 8-liða úrslitum. VÍSIR/VILHELM Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. Íslenska liðið er búið að koma sér í afar góð mál, sérstaklega með sigrunum gegn Slóveníu og svo gegn Egyptalandi í gærkvöld. Engu að síður er ekkert í hendi enn. Strákarnir okkar ráða þó eigin örlögum og geta með sigri á Króötum endað efstir í sínum milliriðli, sem sennilega myndi forða þeim frá að mæta Evrópumeisturum Frakka í 8-liða úrslitum. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast í 8-liða úrslitin. Ef lið eru jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit á milli þeirra stöðu í riðlinum. Svona gæti leið Íslands á HM litið út. Stöðuna í milliriðlum má sjá hér að neðan, úrslit og komandi leiki, en gert er ráð fyrir að Ungverjar komist með Frökkum áfram úr milliriðli II, og Íslendingar með Egyptum úr milliriðli IV. Það gæti auðvitað breyst. Hvenær dugar að vinna Argentínu? Það er hættulegt að gefa sér eitthvað í íþróttum en við skulum samt gefa okkur það að Ísland vinni Argentínu í lokaumferð milliriðilsins, á sunnudaginn. Það dugar Íslandi ef liðið vinnur Króatíu á morgun, gerir jafntefli eða tapar með að hámarki þriggja marka mun. Það er aðeins ef að Ísland tapar með fjögurra marka mun eða meira gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar sem að strákarnir okkar gætu misst af sæti í 8-liða úrslitum. Þeir þyrftu þá að treysta á hjálp frá Slóvenum sem eiga eftir að mæta bæði Egyptalandi og Króatíu. Ef Slóvenía kroppar stig af öðru eða báðum þessara liða þá dugar Íslandi að vinna Argentínu til að komast í 8-liða úrslit. Hvað ef þrjú lið enda jöfn? Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef lið enda jöfn. Ef til dæmis Ísland, Egyptaland og Króatía enda efst og jöfn að stigum eru Egyptar með +1 í markatölu (3 marka tap gegn Íslandi og 4 marka sigur gegn Króatíu) og öruggir um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland mætti þá hafa tapað með að hámarki 3 mörkum gegn Króatíu til að enda ekki með verstu innbyrðis markatöluna af þessum þremur. Slóvenar eru staðráðnir í að gera betur en í fimm marka tapinu gegn Íslandi og gætu í raun verið búnir að vinna Egypta á morgun, áður en Ísland og Króatía mætast. Það myndi létta pressunni af okkar mönnum. Eins og fyrr segir skiptir hins vegar ekki bara máli fyrir Ísland að vera annað tveggja liða sem komast áfram í 8-liða úrslit, heldur gæti sigur í milliriðlinum orðið til þess að liðið mæti lakari andstæðingi en Frakklandi í 8-liða úrslitunum (sennilega Ungverjalandi eða Austurríki sem mætast í kvöld), og þannig opnað á meiri möguleika á að Ísland komist í undanúrslit og spili um verðlaun á mótinu. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna. 23. janúar 2025 08:32 Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Ísland hóf veru sína í milliriðli á HM í handbolta með nokkuð þægilegum sigri á Egyptalandi. Strákarnir okkar hafa nú unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og geta tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Króatíu á föstudaginn kemur. 23. janúar 2025 07:01 „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. 23. janúar 2025 08:02 Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Íslendingar stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á HM í handbolta karla með sigri á Egyptum, 24-27, í milliriðli 4. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu stórvel í kvöld og nokkrir voru í heimklassa. 22. janúar 2025 22:03 „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Íslenska liðið er búið að koma sér í afar góð mál, sérstaklega með sigrunum gegn Slóveníu og svo gegn Egyptalandi í gærkvöld. Engu að síður er ekkert í hendi enn. Strákarnir okkar ráða þó eigin örlögum og geta með sigri á Króötum endað efstir í sínum milliriðli, sem sennilega myndi forða þeim frá að mæta Evrópumeisturum Frakka í 8-liða úrslitum. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast í 8-liða úrslitin. Ef lið eru jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit á milli þeirra stöðu í riðlinum. Svona gæti leið Íslands á HM litið út. Stöðuna í milliriðlum má sjá hér að neðan, úrslit og komandi leiki, en gert er ráð fyrir að Ungverjar komist með Frökkum áfram úr milliriðli II, og Íslendingar með Egyptum úr milliriðli IV. Það gæti auðvitað breyst. Hvenær dugar að vinna Argentínu? Það er hættulegt að gefa sér eitthvað í íþróttum en við skulum samt gefa okkur það að Ísland vinni Argentínu í lokaumferð milliriðilsins, á sunnudaginn. Það dugar Íslandi ef liðið vinnur Króatíu á morgun, gerir jafntefli eða tapar með að hámarki þriggja marka mun. Það er aðeins ef að Ísland tapar með fjögurra marka mun eða meira gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar sem að strákarnir okkar gætu misst af sæti í 8-liða úrslitum. Þeir þyrftu þá að treysta á hjálp frá Slóvenum sem eiga eftir að mæta bæði Egyptalandi og Króatíu. Ef Slóvenía kroppar stig af öðru eða báðum þessara liða þá dugar Íslandi að vinna Argentínu til að komast í 8-liða úrslit. Hvað ef þrjú lið enda jöfn? Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef lið enda jöfn. Ef til dæmis Ísland, Egyptaland og Króatía enda efst og jöfn að stigum eru Egyptar með +1 í markatölu (3 marka tap gegn Íslandi og 4 marka sigur gegn Króatíu) og öruggir um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland mætti þá hafa tapað með að hámarki 3 mörkum gegn Króatíu til að enda ekki með verstu innbyrðis markatöluna af þessum þremur. Slóvenar eru staðráðnir í að gera betur en í fimm marka tapinu gegn Íslandi og gætu í raun verið búnir að vinna Egypta á morgun, áður en Ísland og Króatía mætast. Það myndi létta pressunni af okkar mönnum. Eins og fyrr segir skiptir hins vegar ekki bara máli fyrir Ísland að vera annað tveggja liða sem komast áfram í 8-liða úrslit, heldur gæti sigur í milliriðlinum orðið til þess að liðið mæti lakari andstæðingi en Frakklandi í 8-liða úrslitunum (sennilega Ungverjalandi eða Austurríki sem mætast í kvöld), og þannig opnað á meiri möguleika á að Ísland komist í undanúrslit og spili um verðlaun á mótinu.
Hvað ef þrjú lið enda jöfn? Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef lið enda jöfn. Ef til dæmis Ísland, Egyptaland og Króatía enda efst og jöfn að stigum eru Egyptar með +1 í markatölu (3 marka tap gegn Íslandi og 4 marka sigur gegn Króatíu) og öruggir um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland mætti þá hafa tapað með að hámarki 3 mörkum gegn Króatíu til að enda ekki með verstu innbyrðis markatöluna af þessum þremur.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna. 23. janúar 2025 08:32 Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Ísland hóf veru sína í milliriðli á HM í handbolta með nokkuð þægilegum sigri á Egyptalandi. Strákarnir okkar hafa nú unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og geta tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Króatíu á föstudaginn kemur. 23. janúar 2025 07:01 „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. 23. janúar 2025 08:02 Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Íslendingar stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á HM í handbolta karla með sigri á Egyptum, 24-27, í milliriðli 4. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu stórvel í kvöld og nokkrir voru í heimklassa. 22. janúar 2025 22:03 „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
„Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna. 23. janúar 2025 08:32
Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Ísland hóf veru sína í milliriðli á HM í handbolta með nokkuð þægilegum sigri á Egyptalandi. Strákarnir okkar hafa nú unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og geta tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Króatíu á föstudaginn kemur. 23. janúar 2025 07:01
„Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. 23. janúar 2025 08:02
Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Íslendingar stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á HM í handbolta karla með sigri á Egyptum, 24-27, í milliriðli 4. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu stórvel í kvöld og nokkrir voru í heimklassa. 22. janúar 2025 22:03
„Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39
„Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20