Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2025 09:06 Frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. AP/Gregory Bull Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda um tíu þúsund hermenn að landamærum Mexíkó, þar sem þeir eiga að aðstoða landamæraverði og koma í veg fyrir flæði fólks yfir landamærin. Einnig stendur til að koma í veg fyrir að fólk geti sótt um hæli í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjölum sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir en þar segir að landamæravörðum hafi verið skipað að vísa fólki á brott á þeim grundvelli að þau hafi á leið til Bandaríkjanna farið gegnum lönd þar sem finna megi smitsjúkdóma. Ekki er vísað til neinnar sérstakrar hættu í þessum skjölum. Fyrst verða sendir að minnsta kosti 1.500 hermenn að landamærunum og er það til viðbótar við þá 2.500 hermenn sem eru þar fyrir. Seinna meir stendur svo til að senda fleiri hermenn á svæðið. Meðal annars eru þessir hermenn sagðir eiga að aðstoða landamæraverði með því að reisa tálma á landamærunum, auka eftirlit og eiga flugmenn að flytja fólk á brott. Landamæravörðum hefur verið gert að snúa fólki sem kemur frá öðrum ríkjum en Mexíkó ekki við og senda þau þangað heldur halda þeim, svo hægt sé að flytja þau á brott með flugvélum. Einn af starfandi yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins segir í yfirlýsingu sem Washington Post vitnar í að þetta sé eingöngu upphafið. Gripið verði til frekari aðgerða. Sagt að hætta að veita ráðgjöf Opinber gögn sem blaðamenn Wall Street Journal hafa séð benda einnig til þess að ríkisstjórn Trumps sé að veita fleiri opinberum starfsmönnum sömu völd og landamæraverðir hafa. Starfsmenn löggæslustofnana sem komi ekki að landamæravörslu muni hafa vald til að vísa fólki á brott, en það vald hafa þeir ekki haft áður. Forsvarsmenn löggæslustofnana eru sagðir ætla að lána starfsmenn til landamæravörslu á komandi misserum. Samhliða þessum aðgerðum hefur dómsmálaráðuneytið skipað verktökum að hætta að veita hælisleitendum og farandfólki sem stendur frammi fyrir brottvísin ókeypis ráðgjöf. Fyrstu lögin auðvelda brottvísanir Þingmenn samþykktu í gær ný lögg sem auðvelda yfirvöldum í Bandaríkjunum að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Lögin bera nafnið Laken Riley Act, í höfuð ungrar konu sem var myrt af manni frá Venesúela í fyrra. Það verða líklega fyrstu lögin sem Trump mun skrifa undir á þessu kjörtímabili. Tólf demókratar í öldungadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu og 48 í fulltrúadeildinni. Frumvarpið felur í sér hertar aðgerðir á landamærum Mexíkó en eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið ekki veitt fé til þessara aðgerða. Það gæti reynst erfiðara að samþykkja slíkt á þingi en lögin sjálf. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Þetta kemur fram í skjölum sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir en þar segir að landamæravörðum hafi verið skipað að vísa fólki á brott á þeim grundvelli að þau hafi á leið til Bandaríkjanna farið gegnum lönd þar sem finna megi smitsjúkdóma. Ekki er vísað til neinnar sérstakrar hættu í þessum skjölum. Fyrst verða sendir að minnsta kosti 1.500 hermenn að landamærunum og er það til viðbótar við þá 2.500 hermenn sem eru þar fyrir. Seinna meir stendur svo til að senda fleiri hermenn á svæðið. Meðal annars eru þessir hermenn sagðir eiga að aðstoða landamæraverði með því að reisa tálma á landamærunum, auka eftirlit og eiga flugmenn að flytja fólk á brott. Landamæravörðum hefur verið gert að snúa fólki sem kemur frá öðrum ríkjum en Mexíkó ekki við og senda þau þangað heldur halda þeim, svo hægt sé að flytja þau á brott með flugvélum. Einn af starfandi yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins segir í yfirlýsingu sem Washington Post vitnar í að þetta sé eingöngu upphafið. Gripið verði til frekari aðgerða. Sagt að hætta að veita ráðgjöf Opinber gögn sem blaðamenn Wall Street Journal hafa séð benda einnig til þess að ríkisstjórn Trumps sé að veita fleiri opinberum starfsmönnum sömu völd og landamæraverðir hafa. Starfsmenn löggæslustofnana sem komi ekki að landamæravörslu muni hafa vald til að vísa fólki á brott, en það vald hafa þeir ekki haft áður. Forsvarsmenn löggæslustofnana eru sagðir ætla að lána starfsmenn til landamæravörslu á komandi misserum. Samhliða þessum aðgerðum hefur dómsmálaráðuneytið skipað verktökum að hætta að veita hælisleitendum og farandfólki sem stendur frammi fyrir brottvísin ókeypis ráðgjöf. Fyrstu lögin auðvelda brottvísanir Þingmenn samþykktu í gær ný lögg sem auðvelda yfirvöldum í Bandaríkjunum að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Lögin bera nafnið Laken Riley Act, í höfuð ungrar konu sem var myrt af manni frá Venesúela í fyrra. Það verða líklega fyrstu lögin sem Trump mun skrifa undir á þessu kjörtímabili. Tólf demókratar í öldungadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu og 48 í fulltrúadeildinni. Frumvarpið felur í sér hertar aðgerðir á landamærum Mexíkó en eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið ekki veitt fé til þessara aðgerða. Það gæti reynst erfiðara að samþykkja slíkt á þingi en lögin sjálf.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira