Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2025 13:57 Snæbjörn Brynjarsson er leikhússtjóri í Tjarnarbíó. Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. Vísir greindi frá því í morgun að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt. Snæbjörn Brynjarssonar, sem tók við sem leikhússtjóri í október, staðfestir þær fréttir í færslu á Facebook. „Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs,“ segir Snæbjörn. „Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra.“ Hann segist í málinu fyrst og fremst hafa hugsað um hag þeirra fjölmörgu sem starfi í Tjarnarbíó. „Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi. Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get.“ Hann segist munu reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óski eftir því eins vel og hann geti án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. „Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun.“ Færsla Snæbjörns í heild að neðan. Því miður get ég staðfest þær fréttir um að fyrrum framkvæmdastjóri Tjarnarbíós sé grunaður um fjárdrátt. Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs. Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra. Í þessu máli hef ég fyrst og fremst verið að hugsa um hag þeirra fjölmörgu sem starfa í Tjarnarbíó. Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi. Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get. Ég mun reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óska eftir því eins vel og ég get án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun. Leikhús Reykjavík Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt. Snæbjörn Brynjarssonar, sem tók við sem leikhússtjóri í október, staðfestir þær fréttir í færslu á Facebook. „Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs,“ segir Snæbjörn. „Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra.“ Hann segist í málinu fyrst og fremst hafa hugsað um hag þeirra fjölmörgu sem starfi í Tjarnarbíó. „Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi. Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get.“ Hann segist munu reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óski eftir því eins vel og hann geti án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. „Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun.“ Færsla Snæbjörns í heild að neðan. Því miður get ég staðfest þær fréttir um að fyrrum framkvæmdastjóri Tjarnarbíós sé grunaður um fjárdrátt. Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs. Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra. Í þessu máli hef ég fyrst og fremst verið að hugsa um hag þeirra fjölmörgu sem starfa í Tjarnarbíó. Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi. Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get. Ég mun reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óska eftir því eins vel og ég get án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun.
Því miður get ég staðfest þær fréttir um að fyrrum framkvæmdastjóri Tjarnarbíós sé grunaður um fjárdrátt. Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs. Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra. Í þessu máli hef ég fyrst og fremst verið að hugsa um hag þeirra fjölmörgu sem starfa í Tjarnarbíó. Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi. Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get. Ég mun reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óska eftir því eins vel og ég get án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun.
Leikhús Reykjavík Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira