„Þeir voru pottþétt að spara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. janúar 2025 18:01 Elliði Snær Viðarsson Vísir/Vilhelm „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. Ísland vann góðan sigur á Egyptum í gær og hafa unnið alla leiki sína á mótinu. Strákarnir tóku fast á Egyptum, börðu á þeim í vörninni og byggt upp forskot. Það forskot hélst meira og minna og stressið aldrei mikið. „Mér leið ótrúlega vel. Sérstaklega þegar við komumst 4-5 mörkum yfir, þá vissum við að þeir ættu erfitt með að koma til baka. Þeir eiga ekki þennan hraða gír sem við höfum. Hvert mark taldi meira í gær. Það var ótrúlega gott,“ segir Elliði. Aðspurður um vörnina segir hann menn sannarlega njóta þess að lemja á andstæðingunum. „Það hjálpar mikið til að Viktor byrji frábær báða leiki líka. Við vitum það sjálfir að það sem einkennir Ísland og gerði það fyrir nokkrum árum síðan. Það er það sem við þurfum,“ segir Elliði. En hvað orsakar að þetta lið smelli svo vel núna? „Það eru ákveðnar áherslur frá þjálfurunum. Við erum búnir að spila lengi saman, við erum mjög þéttir sem heild og komnir í gott flæði núna. Ég held að það sé lykillinn að þessu.“ Búast má við húsfylli í Zagreb annað kvöld enda Ísland að mæta heimamönnum í króatíska liðinu. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja. Þeim fjölgaði umtalsvert fyrir leikinn við Egyptaland, fleiri lentu í dag og þá kemur vél Icelandair í fyrramálið. „Maður sá að það voru fáir Króatar sem mættu í gær, þeir voru pottþétt að spara til að geta keypt sér miða á þennan leik. Þetta er allt eða ekkert leikurinn, ég held það sé allt eða ekkert fyrir þá. Ég geri ráð fyrir því að það verði full höll og brjáluð stemning hjá báðum liðum,“ segir Elliði og bætir við: „Íslensku stuðningsmennirnir eru svo sem vanir því að þagga niður í öðrum, vera í undirtölu og vera með meiri læti,“ segir Elliði. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ætla að þagga niður í Króötunum HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Ísland vann góðan sigur á Egyptum í gær og hafa unnið alla leiki sína á mótinu. Strákarnir tóku fast á Egyptum, börðu á þeim í vörninni og byggt upp forskot. Það forskot hélst meira og minna og stressið aldrei mikið. „Mér leið ótrúlega vel. Sérstaklega þegar við komumst 4-5 mörkum yfir, þá vissum við að þeir ættu erfitt með að koma til baka. Þeir eiga ekki þennan hraða gír sem við höfum. Hvert mark taldi meira í gær. Það var ótrúlega gott,“ segir Elliði. Aðspurður um vörnina segir hann menn sannarlega njóta þess að lemja á andstæðingunum. „Það hjálpar mikið til að Viktor byrji frábær báða leiki líka. Við vitum það sjálfir að það sem einkennir Ísland og gerði það fyrir nokkrum árum síðan. Það er það sem við þurfum,“ segir Elliði. En hvað orsakar að þetta lið smelli svo vel núna? „Það eru ákveðnar áherslur frá þjálfurunum. Við erum búnir að spila lengi saman, við erum mjög þéttir sem heild og komnir í gott flæði núna. Ég held að það sé lykillinn að þessu.“ Búast má við húsfylli í Zagreb annað kvöld enda Ísland að mæta heimamönnum í króatíska liðinu. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja. Þeim fjölgaði umtalsvert fyrir leikinn við Egyptaland, fleiri lentu í dag og þá kemur vél Icelandair í fyrramálið. „Maður sá að það voru fáir Króatar sem mættu í gær, þeir voru pottþétt að spara til að geta keypt sér miða á þennan leik. Þetta er allt eða ekkert leikurinn, ég held það sé allt eða ekkert fyrir þá. Ég geri ráð fyrir því að það verði full höll og brjáluð stemning hjá báðum liðum,“ segir Elliði og bætir við: „Íslensku stuðningsmennirnir eru svo sem vanir því að þagga niður í öðrum, vera í undirtölu og vera með meiri læti,“ segir Elliði. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ætla að þagga niður í Króötunum
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða