„Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2025 08:01 Aron Pálmarsson er á góðum stað og er að spila frábæran handbolta á HM. vísir/vilhelm Fátt hefur glatt meira á heimsmeistaramótinu í Zagreb en frammistaða Arons Pálmarssonar. Hann hefur gengið í endurnýjun lífdaga í landsliðsbúningnum og leikið við hvurn sinn fingur. „Munurinn á mér núna og frá í fyrra er yfirvegun fyrir öllu. Leiknum og aðstæðum. Kannski vottur af auðmýkt. Maður fór langt á harða gæjanum og hrokanum sem þarf auðvitað. Svo er ég búinn að bæta við þessari auðmýkt,“ segir Aron einlægur en hann segir að stór hluti af þessum þroska sé að hafa komið heim í eitt ár. „Það er stór partur af því. Það breytti sýn minni á leikinn og öllu í kringum það. Ég er glaður og þakklátur. Ég er alltaf að hækka töluna mína með hausinn. Þetta er bara 90 prósent hausinn. Ég er frjáls þar.“ Aron sagði í viðtali fyrir um ári síðan að Snorri Steinn landsliðsþjálfari hefði náð að kveikja á sér. Hann er enn á því. Snorri með fína sálfræði á mig „Ég hef ekki pælt nógu mikið í því. Hann hefur ýtt á einhverja punkta og er með ágætis sálfræði á mig.“ Liðið hefur loksins smollið saman á þessu móti. Hver er ástæðan fyrir því? „Er ekki kominn tími til? Við erum búnir að vera saman í góðan tíma núna. Ætli það sé ekki trúin á þetta. Hún hefur aukist með hverju árinu. Þegar þetta virkar þá kemur meiri trú.“ Í kvöld verður Ísland á gríðarlega erfiðum útivelli þar sem um 15 þúsund króatískir áhorfendur öskra á þá. „Ég elska það. Það er geggjað. Ég hef oft talað um að sé skemmtilegra að spila á erfiðum útivöllum. Við vitum samt að Íslendingar eru háværir í stúkunni.“ Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textaýsingu á Vísi. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01 Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu brostu hringinn á æfingu dagsins í keppnishöllinni í Zagreb. Enda engin ástæða til annars. 23. janúar 2025 16:55 Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir eftir sigur gærkvöldsins með McDonald's hamborgurum. Þeir nutu þess vel að breyta til frá bragðlitlum kjúklingi á hótelinu. 23. janúar 2025 14:02 Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Ísland sigraði Egyptaland, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær. Íslendingar eru með sex stig í milliriðlinum og í góðri stöðu til að komast í átta liða úrslit. 23. janúar 2025 11:32 HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Geggjaður sigur á Egyptum í fyrsta leik milliriðils hjá strákunum okkar var gerður upp þætti dagsins af HM í dag. 23. janúar 2025 11:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
„Munurinn á mér núna og frá í fyrra er yfirvegun fyrir öllu. Leiknum og aðstæðum. Kannski vottur af auðmýkt. Maður fór langt á harða gæjanum og hrokanum sem þarf auðvitað. Svo er ég búinn að bæta við þessari auðmýkt,“ segir Aron einlægur en hann segir að stór hluti af þessum þroska sé að hafa komið heim í eitt ár. „Það er stór partur af því. Það breytti sýn minni á leikinn og öllu í kringum það. Ég er glaður og þakklátur. Ég er alltaf að hækka töluna mína með hausinn. Þetta er bara 90 prósent hausinn. Ég er frjáls þar.“ Aron sagði í viðtali fyrir um ári síðan að Snorri Steinn landsliðsþjálfari hefði náð að kveikja á sér. Hann er enn á því. Snorri með fína sálfræði á mig „Ég hef ekki pælt nógu mikið í því. Hann hefur ýtt á einhverja punkta og er með ágætis sálfræði á mig.“ Liðið hefur loksins smollið saman á þessu móti. Hver er ástæðan fyrir því? „Er ekki kominn tími til? Við erum búnir að vera saman í góðan tíma núna. Ætli það sé ekki trúin á þetta. Hún hefur aukist með hverju árinu. Þegar þetta virkar þá kemur meiri trú.“ Í kvöld verður Ísland á gríðarlega erfiðum útivelli þar sem um 15 þúsund króatískir áhorfendur öskra á þá. „Ég elska það. Það er geggjað. Ég hef oft talað um að sé skemmtilegra að spila á erfiðum útivöllum. Við vitum samt að Íslendingar eru háværir í stúkunni.“ Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textaýsingu á Vísi.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01 Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu brostu hringinn á æfingu dagsins í keppnishöllinni í Zagreb. Enda engin ástæða til annars. 23. janúar 2025 16:55 Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir eftir sigur gærkvöldsins með McDonald's hamborgurum. Þeir nutu þess vel að breyta til frá bragðlitlum kjúklingi á hótelinu. 23. janúar 2025 14:02 Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Ísland sigraði Egyptaland, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær. Íslendingar eru með sex stig í milliriðlinum og í góðri stöðu til að komast í átta liða úrslit. 23. janúar 2025 11:32 HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Geggjaður sigur á Egyptum í fyrsta leik milliriðils hjá strákunum okkar var gerður upp þætti dagsins af HM í dag. 23. janúar 2025 11:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
„Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01
Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu brostu hringinn á æfingu dagsins í keppnishöllinni í Zagreb. Enda engin ástæða til annars. 23. janúar 2025 16:55
Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir eftir sigur gærkvöldsins með McDonald's hamborgurum. Þeir nutu þess vel að breyta til frá bragðlitlum kjúklingi á hótelinu. 23. janúar 2025 14:02
Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Ísland sigraði Egyptaland, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær. Íslendingar eru með sex stig í milliriðlinum og í góðri stöðu til að komast í átta liða úrslit. 23. janúar 2025 11:32
HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Geggjaður sigur á Egyptum í fyrsta leik milliriðils hjá strákunum okkar var gerður upp þætti dagsins af HM í dag. 23. janúar 2025 11:00