„Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2025 14:32 Snorri Steinn er með báða fætur á jörðinni þó svo gengið hafi verið frábært á HM. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er ekkert að fara fram úr sér þó svo það gangi vel á HM. Hann veit sem er að það er næg vinna fram undan. „Hluti af því er að halda mönnum á jörðinni. En við erum með reynslubolta í liðinu. Menn eiga að þekkja þetta og vita um hvað þetta snýst. Það er kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið. Það er langt frá því. Við þurfum meira,“ sagði Snorri ákveðinn. Það er óhætt að segja að liðið hafi tekið gríðarlegum framförum undir stjórn Snorra á einu ári. Hver er lykillinn að því að hans mati? „Það er eflaust eitt og annað. Ég hef lagt áherslu á það í langan tíma að vera ekki að bíða eftir því að hlutirnir gangi upp heldur að þeir láti þá ganga upp. Strákarnir hafa gert það. Hugarfarið er til algjörrar fyrirmyndar,“ segir þjálfarinn stoltur af sínum mönnum. Klippa: Snorri spenntur fyrir Króatíu Hann á líklega eitthvað í því að Aron Pálmarsson er byrjaður að blómstra á nýjan leik þó svo hann vilji nú ekki meina það. „Hugarfarið hjá honum er ástæðan. Hann á heiðurinn af þessu alveg sjálfur. Ég hef fundið það hjá honum síðan ég tók við landsliðinu að það væri mikill hugur og hungur hjá honum. Hann vill ná árangri.“ Viggó Kristjánsson hefur fengið afar takmarkaða hvíld á mótinu til þessa en Snorri óttast ekki að hann springi. „Nei, ekkert svakalega. Ég skil pælingarnar og vangavelturnar. Við verðum að hvíla hann samt meira og þetta gengur ekki endalaust.“ Sérstakara fyrir Dag en okkur Í kvöld mætast á hliðarlínunni tveir af dáðustu sonum Vals. Snorri og svo Dagur Sigurðsson sem þjálfar Króata. Snorri vill nú ekki gera mikið úr þeirra einvígi. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að mæta Íslendingi. Svo þegar leikur byrjar er maður ekkert að hugsa um það. Við erum bara að spila við Króatíu. Ætli það sé ekki aðeins sérstakara fyrir hann en okkur. Hann hefur gert það áður og ég held að hann kippi sér ekki upp við það,“ segir Snorri og bætir við að liðið þurfi að spila áfram af sama krafti til að vinna. „Mér finnst við eiga inni í sókninni. Þetta er þarna og það kemur. Það er jákvætt að eiga eitthvað inni eftir tvær góðar frammistöður.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
„Hluti af því er að halda mönnum á jörðinni. En við erum með reynslubolta í liðinu. Menn eiga að þekkja þetta og vita um hvað þetta snýst. Það er kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið. Það er langt frá því. Við þurfum meira,“ sagði Snorri ákveðinn. Það er óhætt að segja að liðið hafi tekið gríðarlegum framförum undir stjórn Snorra á einu ári. Hver er lykillinn að því að hans mati? „Það er eflaust eitt og annað. Ég hef lagt áherslu á það í langan tíma að vera ekki að bíða eftir því að hlutirnir gangi upp heldur að þeir láti þá ganga upp. Strákarnir hafa gert það. Hugarfarið er til algjörrar fyrirmyndar,“ segir þjálfarinn stoltur af sínum mönnum. Klippa: Snorri spenntur fyrir Króatíu Hann á líklega eitthvað í því að Aron Pálmarsson er byrjaður að blómstra á nýjan leik þó svo hann vilji nú ekki meina það. „Hugarfarið hjá honum er ástæðan. Hann á heiðurinn af þessu alveg sjálfur. Ég hef fundið það hjá honum síðan ég tók við landsliðinu að það væri mikill hugur og hungur hjá honum. Hann vill ná árangri.“ Viggó Kristjánsson hefur fengið afar takmarkaða hvíld á mótinu til þessa en Snorri óttast ekki að hann springi. „Nei, ekkert svakalega. Ég skil pælingarnar og vangavelturnar. Við verðum að hvíla hann samt meira og þetta gengur ekki endalaust.“ Sérstakara fyrir Dag en okkur Í kvöld mætast á hliðarlínunni tveir af dáðustu sonum Vals. Snorri og svo Dagur Sigurðsson sem þjálfar Króata. Snorri vill nú ekki gera mikið úr þeirra einvígi. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að mæta Íslendingi. Svo þegar leikur byrjar er maður ekkert að hugsa um það. Við erum bara að spila við Króatíu. Ætli það sé ekki aðeins sérstakara fyrir hann en okkur. Hann hefur gert það áður og ég held að hann kippi sér ekki upp við það,“ segir Snorri og bætir við að liðið þurfi að spila áfram af sama krafti til að vinna. „Mér finnst við eiga inni í sókninni. Þetta er þarna og það kemur. Það er jákvætt að eiga eitthvað inni eftir tvær góðar frammistöður.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti