Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2025 16:57 Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er talinn hafa dregið sér að minnsta kosti þrettán milljónir króna, að sögn leikhússtjóra. Málið sé lamandi högg fyrir starfsfólk og listamenn. Framkvæmdastjórinn verður kærður til lögreglu á morgun. Tjarnarbíó við Tjarnargötu hefur um árabil verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra sviðslistahópa á landinu. Forsvarsmenn leikhússins hafa um árabil vakið athygli á bágri stöðu þess og árið 2023 var leikhúsinu næstum lokað fyrir fullt og allt, þangað til Reykjavíkurborg greip í taumana. Nýr leikhússtjóri tók við stjórnartaumunum í Tjarnarbíó í september og nú í janúar fór hann ofan í saumana á fjármálum hússins. Við þá yfirferð vöknuðu spurningar um tiltekinn reikning og í kjölfarið kviknuðu grunsemdir um fjárdrátt. „Og við erum nú búin að safna saman nægilegum gögnum og upplýsingum að við teljum okkur hafa ástæðu til þess að kæra. Bæði stjórn Tjarnarbíós og ég ætlum að taka þetta alla leið. Enda eru þetta töluverðar upphæðir og einbeittur brotavilji,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri. Viðtalið við hann í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hafi brugðist góðum vinum Sindri Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdráttinn. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár vegna málaferla hans og Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs. Sindra var sagt upp störfum hjá Tjarnarbíó um áramótin, áður en hinn meinti glæpur komst upp. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ segir Snæbjörn. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir ykkur í húsinu? „Ég er búinn að vera andvaka. Ég lýg því ekki. Við erum öll búin að vera í miklu áfalli. Ég kannski minnst, ég hef ekki unnið við hlið Sindra í mörg ár. Þetta er mikið áfall fyrir samstarfsmenn og góða vini sem hann hefur brugðist.“ Starfsemi Tjarnarbíós verður seint talin umfangsmikil og ljóst að þrettán milljónir eru þar talsverður biti. Snæbjörn segir það einmitt sæta furðu hversu lengi meintur fjárdráttur viðgekkst. Hann telur þó framtíð Tjarnarbíós ekki í hættu. „Það var alveg lamandi þegar maður áttaði sig á þessu fyrst en ég vona að við náum að svara öllum spurningum og náum réttlátri niðurstöðu.“ Snæbjörn reiknar með að málið verði kært til lögreglu á morgun. Ekki hefur náðst í Sindra Þór vegna málsins í dag. Leikhús Reykjavík Lögreglumál Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Tjarnarbíó við Tjarnargötu hefur um árabil verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra sviðslistahópa á landinu. Forsvarsmenn leikhússins hafa um árabil vakið athygli á bágri stöðu þess og árið 2023 var leikhúsinu næstum lokað fyrir fullt og allt, þangað til Reykjavíkurborg greip í taumana. Nýr leikhússtjóri tók við stjórnartaumunum í Tjarnarbíó í september og nú í janúar fór hann ofan í saumana á fjármálum hússins. Við þá yfirferð vöknuðu spurningar um tiltekinn reikning og í kjölfarið kviknuðu grunsemdir um fjárdrátt. „Og við erum nú búin að safna saman nægilegum gögnum og upplýsingum að við teljum okkur hafa ástæðu til þess að kæra. Bæði stjórn Tjarnarbíós og ég ætlum að taka þetta alla leið. Enda eru þetta töluverðar upphæðir og einbeittur brotavilji,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri. Viðtalið við hann í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hafi brugðist góðum vinum Sindri Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdráttinn. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár vegna málaferla hans og Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs. Sindra var sagt upp störfum hjá Tjarnarbíó um áramótin, áður en hinn meinti glæpur komst upp. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ segir Snæbjörn. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir ykkur í húsinu? „Ég er búinn að vera andvaka. Ég lýg því ekki. Við erum öll búin að vera í miklu áfalli. Ég kannski minnst, ég hef ekki unnið við hlið Sindra í mörg ár. Þetta er mikið áfall fyrir samstarfsmenn og góða vini sem hann hefur brugðist.“ Starfsemi Tjarnarbíós verður seint talin umfangsmikil og ljóst að þrettán milljónir eru þar talsverður biti. Snæbjörn segir það einmitt sæta furðu hversu lengi meintur fjárdráttur viðgekkst. Hann telur þó framtíð Tjarnarbíós ekki í hættu. „Það var alveg lamandi þegar maður áttaði sig á þessu fyrst en ég vona að við náum að svara öllum spurningum og náum réttlátri niðurstöðu.“ Snæbjörn reiknar með að málið verði kært til lögreglu á morgun. Ekki hefur náðst í Sindra Þór vegna málsins í dag.
Leikhús Reykjavík Lögreglumál Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58
Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57