Innlent

Hús varð fyrir tjóni vegna eldinga

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. GETTY/EUGENE CUPPS

Tjón varð á húsi í Dyrhólahverfi síðdegis í dag vegna eldinga. Nokkrar eldingar mældust á svæðinu.

„Það var hús sem varð fyrir tjóni vegna eldingu, semsagt rafmagnstaflan sprakk,“ segir Karl Matthías Helgason, sérfræðingur í stjórnstöð RARIK.

Húsið er staðsett í Dyrhólahverfinu nálægt Vík í Mýrdal. Að sögn Karls var mikið eldingaveður á svæðinu. Fleiri einstaklingar fundu fyrir rafmagnsbilunum en engar bilanir voru í kerfi RARIK.

Einnig mældust að minnsta kosti tvær eldingar við Hrollaugseyjar út af ströndum Breiðamerkursands fyrr í kvöld.

„Þetta er ekki búið. Það eru líkur á að við getum fengið eldingar á þessum slóðum fram að miðnætti,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í samtali við fréttastofu.

Einar sagði einnig að eldingarnar hafi komið aðeins á óvart. „Gerðu ekki beinlínis boð á undan sér!“ skrifar hann á Facebook-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×