„Erum í þessu til þess að vinna“ Stefán Marteinn skrifar 23. janúar 2025 22:11 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni. vísir / diego Njarðvík tók á móti Hetti í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í kvöld búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bættist sá fjórði við í kvöld þegar þeir sigruðu Hött 110-101. „Þetta var orðin einhver rosa harka hérna og ég veit ekki hvað voru margar villur. Það er svo sem eitthvað eitthvað sem við bjuggumst við að spila á móti „physical“ liði Hattar sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eru að leggja allt í sölurnar,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að „match-a“ þá og ég var mjög óánægður í hálfleik þó að við værum fjórum stigum upp. Mér fannst við mjög fljótt detta einhvernveginn í að þetta væri eitthvað fimmtudagskvöld í janúar og það er alls ekki sama stemning í húsinu eins og í síðustu viku [þegar Njarðvík tók á móti Keflavík]. Mér fannst við ekki ná að kveikja í gleðinni okkar nægilega vel og svo fáum við á okkur högg í þriðja leikhluta en Khalil Shabazz hann kemur okkur inn í þetta með körfum sem ég veit ekki hvernig fóru ofan í. Það var svo alvöru liðs frammistaða í fjórða leikhluta, Veigar Páll virkilega flottur og við gerðum nóg til þess að sækja sigur í ljótum leik,“ sagði Rúnar Ingi. Sérfræðingar í kringum deildina hafa verið að ausa lofi yfir Njarðvíkinga síðustu vikur og jafnvel gengið það langt og sagt þá eiga eiga fullt erindi í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég einbeiti mér bara að því sem að við erum búnir að vera að tala um allt tímabilið. Ég er ekkert að breyta því sem ég er að predika fyrir drengjunum. Við erum í þessu til að vinna, hvort sem að sérfræðingar séu í því að tala okkur upp að þá erum við í þessu til að vinna. Við vitum að við eigum eitthvað í land til þess að vinna bestu liðin. Við erum ekki ennþá búnir að vinna og áttum ekki séns í Tindastól fyrir norðan og áttum fínan leik en töpuðum samt með tíu fyrir Stjörnunni á heimavelli. Það er eitthvað sem við eigum eftir að laga til en það er líka einn góður leikmaður sem heitir Dwayne Lautier-Ogunleye sem verður á parketinu einhvertíman í næstu leikjum þannig þá getum við farið að púsla þessu saman og lagað það sem þarf að laga áður en þetta byrjar allt saman í apríl,“ Sagði Rúnar Ingi. Það er því yfir mörgu að hlakka til hjá Njarðvíkingum á næstunni. „Maður heyrir alveg að eitthvað vesen og eitthvað svoleiðis en þá lendir það á mér. Ég tek þá ábyrgðina á mig ef að menn eru ekki að fara eftir því sem að við erum að gera og spila fyrir liðið. Þá þarf ég að taka þá útaf og ég veit að menn vilja vera inná, sérstaklega þegar allt verður stapp fullt eins og það var hérna í síðustu viku þá vilja menn vera inná og til þess að vera inná þurfa menn að taka góðar ákvarðanir. Mér er alveg sama hverjir eru að skora en við séum að gera það með því að taka góðar körfubolta ákvarðanir, það er lykilatriðið og ég er handviss um að ég verði með alla í hvítum og grænum búning alltaf tilbúna til að gera það,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
„Þetta var orðin einhver rosa harka hérna og ég veit ekki hvað voru margar villur. Það er svo sem eitthvað eitthvað sem við bjuggumst við að spila á móti „physical“ liði Hattar sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eru að leggja allt í sölurnar,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að „match-a“ þá og ég var mjög óánægður í hálfleik þó að við værum fjórum stigum upp. Mér fannst við mjög fljótt detta einhvernveginn í að þetta væri eitthvað fimmtudagskvöld í janúar og það er alls ekki sama stemning í húsinu eins og í síðustu viku [þegar Njarðvík tók á móti Keflavík]. Mér fannst við ekki ná að kveikja í gleðinni okkar nægilega vel og svo fáum við á okkur högg í þriðja leikhluta en Khalil Shabazz hann kemur okkur inn í þetta með körfum sem ég veit ekki hvernig fóru ofan í. Það var svo alvöru liðs frammistaða í fjórða leikhluta, Veigar Páll virkilega flottur og við gerðum nóg til þess að sækja sigur í ljótum leik,“ sagði Rúnar Ingi. Sérfræðingar í kringum deildina hafa verið að ausa lofi yfir Njarðvíkinga síðustu vikur og jafnvel gengið það langt og sagt þá eiga eiga fullt erindi í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég einbeiti mér bara að því sem að við erum búnir að vera að tala um allt tímabilið. Ég er ekkert að breyta því sem ég er að predika fyrir drengjunum. Við erum í þessu til að vinna, hvort sem að sérfræðingar séu í því að tala okkur upp að þá erum við í þessu til að vinna. Við vitum að við eigum eitthvað í land til þess að vinna bestu liðin. Við erum ekki ennþá búnir að vinna og áttum ekki séns í Tindastól fyrir norðan og áttum fínan leik en töpuðum samt með tíu fyrir Stjörnunni á heimavelli. Það er eitthvað sem við eigum eftir að laga til en það er líka einn góður leikmaður sem heitir Dwayne Lautier-Ogunleye sem verður á parketinu einhvertíman í næstu leikjum þannig þá getum við farið að púsla þessu saman og lagað það sem þarf að laga áður en þetta byrjar allt saman í apríl,“ Sagði Rúnar Ingi. Það er því yfir mörgu að hlakka til hjá Njarðvíkingum á næstunni. „Maður heyrir alveg að eitthvað vesen og eitthvað svoleiðis en þá lendir það á mér. Ég tek þá ábyrgðina á mig ef að menn eru ekki að fara eftir því sem að við erum að gera og spila fyrir liðið. Þá þarf ég að taka þá útaf og ég veit að menn vilja vera inná, sérstaklega þegar allt verður stapp fullt eins og það var hérna í síðustu viku þá vilja menn vera inná og til þess að vera inná þurfa menn að taka góðar ákvarðanir. Mér er alveg sama hverjir eru að skora en við séum að gera það með því að taka góðar körfubolta ákvarðanir, það er lykilatriðið og ég er handviss um að ég verði með alla í hvítum og grænum búning alltaf tilbúna til að gera það,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira