„Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. janúar 2025 22:41 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, sá breytingar í formi bætinga hjá sínum mönnum í kvöld. Hann er ekki í virkri leit að nýjum leikmanni en útilokar ekkert. vísir / diego Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður með 111-100 sigur og frammistöðu sinna manna í skemmtilegum leik gegn KR. Þó sé ekki tímabært að tala um að Álftanes sé að slíta sig laust frá fallbaráttu. Hvort breytinga sé von eins og á síðasta ári veit guð einn. „Þetta var mjög flott frammistaða og skemmtilegur leikur. Varð mjög opinn, bæði lið að skora mikið og hitta vel. Þetta varð svolítil keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð. Það var það sem við ræddum í leiknum. [KR-ingar] spiluðu fantafínan leik og eru náttúrulega í góðum takti. Frábært lið, mjög vel spilandi. Já, bara hörkuleikur og gaman að vinna hann,“ sagði Kjartan fljótlega eftir leik. Grunnurinn að þessum góða sigri var lagður þriðja leikhluta. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik voru Álftnesingar með afgerandi forystu þegar fjórði leikhluti hófst. „Það voru ákveðin varnaratriði sem bötnuðu hjá okkur. Margt af því var bara eitthvað sem strákarnir fundu sjálfir út úr, lausnir á gólfinu, og svo líka eitthvað sem við ræddum um. Svo fannst mér sóknin líka mjög markviss á þeim tíma,“ sagði Kjartan um þann kafla leiksins. Hann greindi svo frá því að Dúi Þór Jónsson hafi verið fjarverandi úr liði Álftaness í kvöld vegna meiðsla í nára, áður en talið barst að næstu tveimur leikjum gegn ÍR (úti) og Haukum (heima). Þar gefst Álftnesingum tækifæri á að tengja saman sigra og slíta sig lausa frá fallbaráttunni, en Kjartan fer ekki fram úr sér og hugsar bara um einn leik í einu. „Það er ekki hægt að vera að horfa eitthvað lengra en það að næst er ÍR, sem er bara virkilega vel spilandi lið og rosalega orkumikið. Við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir það núna um helgina og stefnum á að eiga frábæran leik þar.“ Guð einn veit Að lokum var Kjartan svo spurður hvort einhverjar breytingar séu í vændum áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Nei við erum ekki að skoða en ég sagði það líka í fyrra [þegar Álftanes fékk Norbertas Giga á lokadegi gluggans, rétt eftir að hafa samið við Róbert Sean Birmingham]. Maður er að reka sig á það að það eru viðbætur alls staðar og maður er að heyra alls konar orðróma. Mér fannst við fá viðbætur í kvöld í formi aukins krafts og svoleiðis hjá strákunum. Þannig að við erum ekki að skoða, en gerist eitthvað? Guð einn veit það,“ sagði Kjartan þá. Bónus-deild karla UMF Álftanes KR Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
„Þetta var mjög flott frammistaða og skemmtilegur leikur. Varð mjög opinn, bæði lið að skora mikið og hitta vel. Þetta varð svolítil keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð. Það var það sem við ræddum í leiknum. [KR-ingar] spiluðu fantafínan leik og eru náttúrulega í góðum takti. Frábært lið, mjög vel spilandi. Já, bara hörkuleikur og gaman að vinna hann,“ sagði Kjartan fljótlega eftir leik. Grunnurinn að þessum góða sigri var lagður þriðja leikhluta. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik voru Álftnesingar með afgerandi forystu þegar fjórði leikhluti hófst. „Það voru ákveðin varnaratriði sem bötnuðu hjá okkur. Margt af því var bara eitthvað sem strákarnir fundu sjálfir út úr, lausnir á gólfinu, og svo líka eitthvað sem við ræddum um. Svo fannst mér sóknin líka mjög markviss á þeim tíma,“ sagði Kjartan um þann kafla leiksins. Hann greindi svo frá því að Dúi Þór Jónsson hafi verið fjarverandi úr liði Álftaness í kvöld vegna meiðsla í nára, áður en talið barst að næstu tveimur leikjum gegn ÍR (úti) og Haukum (heima). Þar gefst Álftnesingum tækifæri á að tengja saman sigra og slíta sig lausa frá fallbaráttunni, en Kjartan fer ekki fram úr sér og hugsar bara um einn leik í einu. „Það er ekki hægt að vera að horfa eitthvað lengra en það að næst er ÍR, sem er bara virkilega vel spilandi lið og rosalega orkumikið. Við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir það núna um helgina og stefnum á að eiga frábæran leik þar.“ Guð einn veit Að lokum var Kjartan svo spurður hvort einhverjar breytingar séu í vændum áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Nei við erum ekki að skoða en ég sagði það líka í fyrra [þegar Álftanes fékk Norbertas Giga á lokadegi gluggans, rétt eftir að hafa samið við Róbert Sean Birmingham]. Maður er að reka sig á það að það eru viðbætur alls staðar og maður er að heyra alls konar orðróma. Mér fannst við fá viðbætur í kvöld í formi aukins krafts og svoleiðis hjá strákunum. Þannig að við erum ekki að skoða, en gerist eitthvað? Guð einn veit það,“ sagði Kjartan þá.
Bónus-deild karla UMF Álftanes KR Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira