„Þetta er svona svindlmaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 08:31 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið einn besti markvörður heimsmeistaramótins til þessa. Hér fagnar hann einu af þeim fjölmörgu skotum sem hann hefur varið. Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson hefur átt magnað heimsmeistaramót til þessa enda hefur hann átt stórleiki í íslenska markinu leik eftir leik. Strákarnir í Besta sætinu spöruðu ekki stóru orðin um einn besta markvörðinn á heimsmeistaramótinu. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Viktor Gísli byrjar leikinn eins og það hafi verið að framlengja síðasta leik. Hann var rosalegur til að byrja með,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvað er að gerast með gaurinn? Hann er rosalegur,“ sagði Bjarni Fritzson. „Viktor Gísli er að verða einn af bestu markvörðum í heimi. Hann er besti eða einn af þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Einar Jónsson. „Vörnin okkar er þannig að við náum að pressa menn í þannig skot að honum líður vel með það. Við getum ekki búist við svona frammistöðu frá honum leik eftir leik. Auðvitað fengum við ekki sömu frammistöðu í sextíu mínútur í þessum leik en í þrjátíu mínútur þá hékk hann í fimmtíu prósent markvörslu,“ sagði Einar. „Að koma eftir síðasta leik og í raun og veru að halda áfram er stórkostlegt. Það er meira en að segja það,“ sagði Einar. „Við höfum beðið svo ótrúlega lengi eftir svona markverði. Þetta er svona svindlmaður,“ sagði Bjarni. „Við höfum verið með fullt af fínum markvörðum og allt það. En svona svindlmaður eins og Landin í Danmörku eða Omeyer í Frakklandi. Einhverjir gaurar sem unnu bara leiki og unnu bara mót, ekki alveg einir en smá. Slátruðu leikjum á svona rosalega háu leveli,“ sagði Bjarni. Það má hlusta á meira um frammistöðu Viktors Gísla og landsliðsins í þættinum sem er í heild sinni hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 „Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01 Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. 23. janúar 2025 09:18 Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. 22. janúar 2025 23:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Viktor Gísli byrjar leikinn eins og það hafi verið að framlengja síðasta leik. Hann var rosalegur til að byrja með,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvað er að gerast með gaurinn? Hann er rosalegur,“ sagði Bjarni Fritzson. „Viktor Gísli er að verða einn af bestu markvörðum í heimi. Hann er besti eða einn af þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Einar Jónsson. „Vörnin okkar er þannig að við náum að pressa menn í þannig skot að honum líður vel með það. Við getum ekki búist við svona frammistöðu frá honum leik eftir leik. Auðvitað fengum við ekki sömu frammistöðu í sextíu mínútur í þessum leik en í þrjátíu mínútur þá hékk hann í fimmtíu prósent markvörslu,“ sagði Einar. „Að koma eftir síðasta leik og í raun og veru að halda áfram er stórkostlegt. Það er meira en að segja það,“ sagði Einar. „Við höfum beðið svo ótrúlega lengi eftir svona markverði. Þetta er svona svindlmaður,“ sagði Bjarni. „Við höfum verið með fullt af fínum markvörðum og allt það. En svona svindlmaður eins og Landin í Danmörku eða Omeyer í Frakklandi. Einhverjir gaurar sem unnu bara leiki og unnu bara mót, ekki alveg einir en smá. Slátruðu leikjum á svona rosalega háu leveli,“ sagði Bjarni. Það má hlusta á meira um frammistöðu Viktors Gísla og landsliðsins í þættinum sem er í heild sinni hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 „Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01 Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. 23. janúar 2025 09:18 Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. 22. janúar 2025 23:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn Sjá meira
Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00
„Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01
Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. 23. janúar 2025 09:18
Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. 22. janúar 2025 23:01