Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 24. janúar 2025 14:32 Margir hafa tekið eftir því að heimsfréttir seinustu ára eru farnar að minna óþægilega mikið á sögulega viðburði sem gerðust á fyrri part síðustu aldar. Er það eðlileg þróun eða er það sem er að gerast núna í heiminum ekkert nýtt af nálinni? Uppgangur popúlisma sem heimsbyggðin varð vör við í upphafi þessa áratugar er þróast í uppgang fasisma, beint fyrir augum okkar. Sem einstaklingur með BA og MA í nútíma sagnfræði og sérhæfður í helfararfræðum skal ég fara með ykkur, kæru lesendur, í gegnum það sem hefur verið að gerast á þessari öld og tengja það við söguna. Það er mjög mikilvægt að skoða söguna og læra af henni því ef við horfum aldrei til baka, þá mun sagan endurtaka sig. Við þurfum á sama tíma að skilja hvað almenningi þykir hrífandi við popúlisma, fasisma og nasisma. Þau sem læra ekki af sögunni eru dæmd til að endurtaka hana Fyrri heimsstyrjöldin / Hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum 2001 Tuttugasta öldin hófst með miklum pólitískum óróa sem leiddi til fyrri heimsstyrjaldarinnar. Sú styrjöld geisaði víðsvegar um heiminn og í gegnum heimsfréttirnar varð almenningur vitni að nýrri tegund af orrustu sem einkenndist af áður óséðri grimmd með m.a. notkun efnavopna. Þetta stríð hafði óafturkræf áhrif á þjóðir heimsins. Þjóðir líkt og Ítalía og Þýskaland upplifðu mikla skömm af stríðinu loknu sem leiddi til uppgangs þjóðernishreyfinga í þeim löndum, líkt og öðrum þjóðum sem tóku þátt í stríðinu. Í upphafi þessarar aldar upplifði heimurinn á ný gífurlegt áfall. Þann 11. september 2001 varð öll heimsbyggðin vitni að hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnanna í New York. Sú árás leiddi til þess að íbúar hins vestræna heims upplifðu mikið sálrænt og líkamlegt óöryggi en leiddi einnig til þess að íbúar í Miðausturlöndum upplifðu sömu tilfinningar þegar hinn vestræni heimur ákvað að leita hefnda fyrir voðaverkin. Úr þessu urðu á ný til þjóðernishreyfingar bæði í hinum vestræna heimi og í Miðausturlöndum, þ.á.m. Anders Breivik og ISIS. Lesendur hugsa kannski hvað sé svo slæmt við þjóðernishreyfingar? Þær hreyfingar nota oft á tíðum ofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt, til að koma sínum hugsjónum á framfæri. Hugmyndafræði þeirra byggir á því að einn þjóðfélagshópur sé í grunninn „betri” og hafi meiri réttindi en aðrir hópar í samfélaginu og þau sem trúa því og tilheyra þeim hópi eru tilbúin að taka sér vald með ofbeldi gagnvart þeim sem þeir telja vera „óvini” og/eða þeim óæðri. Fasismi / „Sterkir“ leiðtogar Fyrri heimsstyrjöldin hafði í för með sér stjórnmálakreppur víðsvegar um heim, þá sérstaklega í Evrópu. Þessar stjórnmálakreppur og almenn óánægja þjóða leiddi til þess að herskáar og þjóðernissinnaðar hreyfingar komust á fót. Úr því varð til ný hugmyndafræði, fasismi. Fasismi byggir í stuttu máli á andstöðu á lýðræði og einstaklingsfrelsi og er í grunninn öfgakennd þjóðernishyggja. Þetta leiddi til þess að Benito Mussolini komst til valda árið 1922 á Ítalíu. Almenningur hafði upplifað óöryggi í langan tíma og varð líklegri til að treysta leiðtogum, líkt og Mussolini, sem voru séðir sem sjarmerandi og „sterkir“ leiðtogar, sem blása þjóðarstoltið í brjóst almennings á þeim tíma sem þeim vantaði trú á eitthvað haldbært. Mussolini og Hitler voru fyrstu „sterku“ leiðtogarnir af slíku tagi. Mussolini vildi endurvekja hina fornu Róm og notaði það til að sannfæra almenning um að Ítalía væri æðri en aðrar þjóðir. Hitler lagði áherslu á ímyndaðan styrkleika hins hvíta kynstofns og tengdi það við „hreinleika” þýsku þjóðarinnar. Á sama tíma náði Hitler að snúa við efnahag landsins, fyrir hvíta og gagnkynhneigða Þjóðverja. Markmið Hitlers var að byggja upp samfélagið með hugmyndafræði byggðri á að allt hefði verið betra „hér áður fyrr” og að lausnin fælist í því að leita aftur til forns mikilfengleika, en það kom svo í ljós að hugmyndafræðin var byggð á brauðfótum og lygum. „Sterkir“ leiðtogar hafa einnig einkennt stjórnmálasenuna á þessari öld, tökum Vladimír Pútín og Donald J. Trump sem dæmi. Pútín gjörbreytti efnahag Rússlands sem var mjög laskaður eftir hrun Sovétríkjanna. Á sama tíma hefur hann takmarkað málfrelsi borgaranna, háð stríð við Téténa og hernumið land þeirra, ráðist inn í Georgíu, hernumið land í Úkraínu og er ennþá að heyja stríð við Úkraínu. Pútín stundar svipaða pólitík og Hitler, stjórnar orðræðunni með áróðri, ofsækir og drepur pólitíska andstæðinga og býr til ósýnilega óvini fyrir þjóðina til að afsaka gjörðir sínar. Trump hefur ekki verið við völd jafn lengi og áðurnefndir aðilar en miðað við fyrri stjórnartíð hans og þeirri sem nú tekur við munu stefnur hans vera keimlíkar þessara aðila. Þrátt fyrir að Trump tali fyrir auknu málfrelsi barðist hann sjálfur fyrir banni á TikTok árið 2020 en vill á sama tíma auka frelsi fólks til hatursorðræðu án vandkvæða. Hann hefur formlega afneitað tilvist trans fólks, kennir vinstri sinnuðu fólki um allt sem illa hefur gengið í bandarísku samfélagi og hefur t.a.m fengið ríkasta fólk heims í lið við sig til að stjórna orðræðunni á samfélagsmiðlum. Spænska veikin / Covid faraldurinn Á lokaári fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1918 geisaði heimsfaraldur, spænska veikin, sem leiddi til dauða hátt í 50 milljóna manns um heim allan. Þriðji áratugur þessarar aldar hófst svo á stærsta heimsfaraldri 21. aldarinnar til þessa. Covid faraldurinn dró yfir sjö milljónir manns til dauða og hafði einnig í för með sér langtímaveikindi fyrir marga af þeim sem veiktust af veirunni. Slíkir mannskæðir faraldrar hafa í för með sér mikla óreiðu, ekki bara fyrir mannkynið allt heldur einnig fyrir stjórnkerfi heimsins. Miklar takmarkanir hafa áhrif á líf fólks, bæði á tímum spænsku veikinnar og Covid faraldursins. Þó að slíkt sé oftast gert til að ná hömlum á faraldrinum og hlífa mannslífum, þá getur það einnig vakið upp vantraust fólks á ríkisstjórnum eða þeim aðilum sem settu slíkar takmarkanir. Á sama tíma er þetta að hafa áhrif á efnahag og lífsviðurværi fólks sem leiðir til þess að almenningur fer að upplifa enn á ný sálrænt og líkamlegt óöryggi. Frostaveturinn mikli / Hamfarahlýnun Samhliða spænsku veikinni árið 1918 áttu sér stað helstu náttúruhamfarir tuttugustu aldarinnar á Íslandi, Frostaveturinn mikli. Frost náði niður í 39°C, hross frusu í hel og íbúar um allt land fundu vel fyrir frostinu. Ekki eru til nákvæmar tölur um dánartíðni vegna veðursins þar sem á sama tíma geisaði heimsstyrjöld, heimsfaraldur og Katla gaus. Hundrað árum seinna sjáum við miklar sviptingar í veðurfari, ekki bara hérlendis heldur um allan heim. Sumrin víðsvegar um heim slá hitamet á hverju ári, stormar færast í aukana ásamt gífurlegum vatnavöxtum. Allt þetta leiðir til eymdar, uppskerubrests og dauðsfalla víða um heim. Slíkar veðurfarsbreytingar, líkt og voru árið 1918, hafa áhrif á sál samfélagsins. Óvissa almennings eykst, ekki einungis um veðurfarið heldur um sitt eigið lífsviðurværi. Kreppan mikla / Bankahrunið 2008 Rétt rúmum tíu árum eftir Frostaveturinn mikla og spænsku veikina á tuttugustu öldinni skall Kreppan Mikla á árið 1929 með hruni verðbréfamarkaðsins í Bandaríkjunum. Þessi kreppa hafði áhrif um allan heim, atvinnuleysi fór upp úr öllu valdi og matur var af skornum skammti. Slíkt hefur gífurleg áhrif á ekki bara andlega og líkamlega heilsu almennings heldur ýtir einnig undir vantraust gegn stjórnvöldum. Sagan endurtók sig svo á 21. öldinni, einungis fáum árum eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum varð bankahrun árið 2008 sem hafði svipuð áhrif og Kreppan Mikla. Atvinnuleysi jókst til muna, víða missti fólk lífsviðurværi sitt og jafnvel húsnæði og hefur sumt ekki enn beðið þess bætur. Í dag erum við einnig að horfa fram á aukinn efnahagslegan óstöðugleika og framfærslukostnað sem hefur aukist til muna. Allt þetta ýtir undir óöryggi almennings sem er þá reiðubúnari að leitast eftir sökudólgum vegna stöðu mála. Nasismi / Útlendingaandúð Ef við skoðum hvar við erum í þessari endursögn á tuttugustu öldinni þá erum við að skoða afleiðingar Kreppunnar miklu,1929. Það sem tók við af henni var uppgangur nasisma í Þýskalandi. Hitler og nasistar komust til valda árið 1933 og hófu strax aðgerðir gegn pólitískum andstæðingum sínum ásamt ímynduðum óvinum landsins, sem voru gyðingar, hinsegin fólk, kaþólikkar og rómafólk. Almenningur, sem kaus nasista til valda í Þýskalandi, var búinn að ganga í gegnum mjög öfgakennda tíma, heimsstyrjöld, heimsfaraldur og efnahagslegt hrun. Hitler var þar kominn á svið stjórnmála með þann boðskap að ætla að „frelsa almenna borgara” frá hremmingum. Stjórnartíð Hitlers einkenndist af því að kenna „óvinunum” um allt það slæma sem gerst hafði í heimunum á árum áður, t.a.m. fyrri heimsstyrjöldin, spænska veikin og kreppan mikla. Líkt og við öll vitum þá leiddi þetta til seinni heimsstyrjaldarinnar sem dró um 55 milljónir manns til dauða, og þar af voru um 11 milljónir manns sem létu lífið í fanga- og útrýmingarbúðum nasista. Við höfum ekki farið varhluta af aukinni útlendingaandúð á síðustu árum. Stríð og loftslagsbreytingar á þessari öld hafa leitt til gífurlegrar fjölgunar fólks á flótta. Stjórnmálamenn víðsvegar um heim hafa gripið til þess að kenna flóttafólki og innflytjendum um allt sem illa fer í heiminum í dag. Trump hefur sjálfur gert hinn „ólöglega“ innflytjanda að óvin bandarísku þjóðarinnar og hefur innleitt aukna hörku gegn innflytjendum á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar. Aukin útlendingaandúð leiddi til óeirðanna í Bretlandi á síðasta ári þar sem hópur hvítra Breta réðust á útlendinga, bæði inn á heimilum hælisleitenda og á götum úti. Óánægja almennings með afleiðingar heimsfaraldursins, óstöðugs efnahagsástands og óöryggis sem þau upplifa í ljósi hlýnunar jarðar leiðir til þess að sífellt fleira fólk að hlusta á lausnir sem „sterkir“ leiðtogar bera upp og eru reiðubúnir að finna sökudólga og láta þá gjalda. Á sama tíma má nefna að tæknin í dag ýtir undir þessa andúð, þegar hinn óánægði almenningur verður fyrir gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum og heyrir stjórnmálamenn láta gamminn geysa um andúð sína gagnvart útlendingum. Þetta leiðir til þess að fólk er líklegra til að samþykkja það að lausnin felist í því að reka fólk úr landi, takmarka réttindi útlendinga, neita tilvist jaðarsettra hópa eins og trans fólks og draga fólk almennt í dilka. Það eina sem þarf til þess að hið illa sigri er að góðir menn geri ekkert Það sem er upptalið hér að ofan hljómar eins og næstu skref séu óumflýjanlega ný heimsstyrjöld, aukin útrýming á þjóðernishópum eða jafnvel kjarnorkustríð. Það gæti vel verið raunin ef fólk neitar að læra af sögunni og neitar að horfast í augu við staðreyndir. En hvað er þá hægt að gera? Við þurfum að horfa gagnrýnum augum á allan fréttaflutning, geta greint falsfréttir og popúlíska orðræðu og reyna að skilja betur hvað stjórnmálamenn eru í raun að segja og hvað þeir eru ekki að segja með sínum málflutningi. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið jafn mikilvæg og núna. Gagnrýnin hugsun og skilningur á sögunni getur leitt okkur út úr þessum ógöngum sem við stöndum frammi fyrir. Almenn mannúð og kærleikur fyrir náunganum skiptir einnig máli. Þótt að fólk sé á annarri skoðun þýðir ekki endilega að þau séu illa innrætt. Það er margt sem leiðir til þess að fólk fyllist útlendingaandúð, hatri gegn trans fólki, konum og hinsegin fólki. Líkt og ég hef nefnt hér að ofan þá getur það verið óöryggi um eigið lífsviðurværi, efnahagslegt óöryggi, sálrænt óöryggi, líkamlegt óöryggi og almennt óöryggi sem stjórnmálamenn, samfélagsmiðlar og fréttamiðlar ýta undir og bera að stórum hluta ábyrgð á. Þrátt fyrir þetta þá dugar gagnrýnin hugsun og þekking á sögunni takmarkað, við þurfum líka að framkvæma hlutina – en hvernig gerum við það? Við þurfum að berjast gegn hatursorðræðu bæði í orði og borði. Samskipti þurfa að einkennast af mannúð. Kynnum okkur allar hliðar málsins. Reynum að skilja hvaðan hatrið kemur, reynum að skilja náungann. Tökum þátt í hreyfingum, félagasamtökum eða stjórnmálahreyfingum sem berjast gegn fasisma, popúlisma, útlendingaandúð og hamfarahlýnun. Tökum þátt í friðsælum mótmælum, skrifum undir undirskriftarlista sem vinna gegn þessum málefnum. Við, almenningur, þurfum að gera þetta saman, þurfum að gera það með mannúðina í fyrirrúmi, með gagnrýnni hugsun – annars mun sagan endurtaka sig. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir hafa tekið eftir því að heimsfréttir seinustu ára eru farnar að minna óþægilega mikið á sögulega viðburði sem gerðust á fyrri part síðustu aldar. Er það eðlileg þróun eða er það sem er að gerast núna í heiminum ekkert nýtt af nálinni? Uppgangur popúlisma sem heimsbyggðin varð vör við í upphafi þessa áratugar er þróast í uppgang fasisma, beint fyrir augum okkar. Sem einstaklingur með BA og MA í nútíma sagnfræði og sérhæfður í helfararfræðum skal ég fara með ykkur, kæru lesendur, í gegnum það sem hefur verið að gerast á þessari öld og tengja það við söguna. Það er mjög mikilvægt að skoða söguna og læra af henni því ef við horfum aldrei til baka, þá mun sagan endurtaka sig. Við þurfum á sama tíma að skilja hvað almenningi þykir hrífandi við popúlisma, fasisma og nasisma. Þau sem læra ekki af sögunni eru dæmd til að endurtaka hana Fyrri heimsstyrjöldin / Hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum 2001 Tuttugasta öldin hófst með miklum pólitískum óróa sem leiddi til fyrri heimsstyrjaldarinnar. Sú styrjöld geisaði víðsvegar um heiminn og í gegnum heimsfréttirnar varð almenningur vitni að nýrri tegund af orrustu sem einkenndist af áður óséðri grimmd með m.a. notkun efnavopna. Þetta stríð hafði óafturkræf áhrif á þjóðir heimsins. Þjóðir líkt og Ítalía og Þýskaland upplifðu mikla skömm af stríðinu loknu sem leiddi til uppgangs þjóðernishreyfinga í þeim löndum, líkt og öðrum þjóðum sem tóku þátt í stríðinu. Í upphafi þessarar aldar upplifði heimurinn á ný gífurlegt áfall. Þann 11. september 2001 varð öll heimsbyggðin vitni að hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnanna í New York. Sú árás leiddi til þess að íbúar hins vestræna heims upplifðu mikið sálrænt og líkamlegt óöryggi en leiddi einnig til þess að íbúar í Miðausturlöndum upplifðu sömu tilfinningar þegar hinn vestræni heimur ákvað að leita hefnda fyrir voðaverkin. Úr þessu urðu á ný til þjóðernishreyfingar bæði í hinum vestræna heimi og í Miðausturlöndum, þ.á.m. Anders Breivik og ISIS. Lesendur hugsa kannski hvað sé svo slæmt við þjóðernishreyfingar? Þær hreyfingar nota oft á tíðum ofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt, til að koma sínum hugsjónum á framfæri. Hugmyndafræði þeirra byggir á því að einn þjóðfélagshópur sé í grunninn „betri” og hafi meiri réttindi en aðrir hópar í samfélaginu og þau sem trúa því og tilheyra þeim hópi eru tilbúin að taka sér vald með ofbeldi gagnvart þeim sem þeir telja vera „óvini” og/eða þeim óæðri. Fasismi / „Sterkir“ leiðtogar Fyrri heimsstyrjöldin hafði í för með sér stjórnmálakreppur víðsvegar um heim, þá sérstaklega í Evrópu. Þessar stjórnmálakreppur og almenn óánægja þjóða leiddi til þess að herskáar og þjóðernissinnaðar hreyfingar komust á fót. Úr því varð til ný hugmyndafræði, fasismi. Fasismi byggir í stuttu máli á andstöðu á lýðræði og einstaklingsfrelsi og er í grunninn öfgakennd þjóðernishyggja. Þetta leiddi til þess að Benito Mussolini komst til valda árið 1922 á Ítalíu. Almenningur hafði upplifað óöryggi í langan tíma og varð líklegri til að treysta leiðtogum, líkt og Mussolini, sem voru séðir sem sjarmerandi og „sterkir“ leiðtogar, sem blása þjóðarstoltið í brjóst almennings á þeim tíma sem þeim vantaði trú á eitthvað haldbært. Mussolini og Hitler voru fyrstu „sterku“ leiðtogarnir af slíku tagi. Mussolini vildi endurvekja hina fornu Róm og notaði það til að sannfæra almenning um að Ítalía væri æðri en aðrar þjóðir. Hitler lagði áherslu á ímyndaðan styrkleika hins hvíta kynstofns og tengdi það við „hreinleika” þýsku þjóðarinnar. Á sama tíma náði Hitler að snúa við efnahag landsins, fyrir hvíta og gagnkynhneigða Þjóðverja. Markmið Hitlers var að byggja upp samfélagið með hugmyndafræði byggðri á að allt hefði verið betra „hér áður fyrr” og að lausnin fælist í því að leita aftur til forns mikilfengleika, en það kom svo í ljós að hugmyndafræðin var byggð á brauðfótum og lygum. „Sterkir“ leiðtogar hafa einnig einkennt stjórnmálasenuna á þessari öld, tökum Vladimír Pútín og Donald J. Trump sem dæmi. Pútín gjörbreytti efnahag Rússlands sem var mjög laskaður eftir hrun Sovétríkjanna. Á sama tíma hefur hann takmarkað málfrelsi borgaranna, háð stríð við Téténa og hernumið land þeirra, ráðist inn í Georgíu, hernumið land í Úkraínu og er ennþá að heyja stríð við Úkraínu. Pútín stundar svipaða pólitík og Hitler, stjórnar orðræðunni með áróðri, ofsækir og drepur pólitíska andstæðinga og býr til ósýnilega óvini fyrir þjóðina til að afsaka gjörðir sínar. Trump hefur ekki verið við völd jafn lengi og áðurnefndir aðilar en miðað við fyrri stjórnartíð hans og þeirri sem nú tekur við munu stefnur hans vera keimlíkar þessara aðila. Þrátt fyrir að Trump tali fyrir auknu málfrelsi barðist hann sjálfur fyrir banni á TikTok árið 2020 en vill á sama tíma auka frelsi fólks til hatursorðræðu án vandkvæða. Hann hefur formlega afneitað tilvist trans fólks, kennir vinstri sinnuðu fólki um allt sem illa hefur gengið í bandarísku samfélagi og hefur t.a.m fengið ríkasta fólk heims í lið við sig til að stjórna orðræðunni á samfélagsmiðlum. Spænska veikin / Covid faraldurinn Á lokaári fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1918 geisaði heimsfaraldur, spænska veikin, sem leiddi til dauða hátt í 50 milljóna manns um heim allan. Þriðji áratugur þessarar aldar hófst svo á stærsta heimsfaraldri 21. aldarinnar til þessa. Covid faraldurinn dró yfir sjö milljónir manns til dauða og hafði einnig í för með sér langtímaveikindi fyrir marga af þeim sem veiktust af veirunni. Slíkir mannskæðir faraldrar hafa í för með sér mikla óreiðu, ekki bara fyrir mannkynið allt heldur einnig fyrir stjórnkerfi heimsins. Miklar takmarkanir hafa áhrif á líf fólks, bæði á tímum spænsku veikinnar og Covid faraldursins. Þó að slíkt sé oftast gert til að ná hömlum á faraldrinum og hlífa mannslífum, þá getur það einnig vakið upp vantraust fólks á ríkisstjórnum eða þeim aðilum sem settu slíkar takmarkanir. Á sama tíma er þetta að hafa áhrif á efnahag og lífsviðurværi fólks sem leiðir til þess að almenningur fer að upplifa enn á ný sálrænt og líkamlegt óöryggi. Frostaveturinn mikli / Hamfarahlýnun Samhliða spænsku veikinni árið 1918 áttu sér stað helstu náttúruhamfarir tuttugustu aldarinnar á Íslandi, Frostaveturinn mikli. Frost náði niður í 39°C, hross frusu í hel og íbúar um allt land fundu vel fyrir frostinu. Ekki eru til nákvæmar tölur um dánartíðni vegna veðursins þar sem á sama tíma geisaði heimsstyrjöld, heimsfaraldur og Katla gaus. Hundrað árum seinna sjáum við miklar sviptingar í veðurfari, ekki bara hérlendis heldur um allan heim. Sumrin víðsvegar um heim slá hitamet á hverju ári, stormar færast í aukana ásamt gífurlegum vatnavöxtum. Allt þetta leiðir til eymdar, uppskerubrests og dauðsfalla víða um heim. Slíkar veðurfarsbreytingar, líkt og voru árið 1918, hafa áhrif á sál samfélagsins. Óvissa almennings eykst, ekki einungis um veðurfarið heldur um sitt eigið lífsviðurværi. Kreppan mikla / Bankahrunið 2008 Rétt rúmum tíu árum eftir Frostaveturinn mikla og spænsku veikina á tuttugustu öldinni skall Kreppan Mikla á árið 1929 með hruni verðbréfamarkaðsins í Bandaríkjunum. Þessi kreppa hafði áhrif um allan heim, atvinnuleysi fór upp úr öllu valdi og matur var af skornum skammti. Slíkt hefur gífurleg áhrif á ekki bara andlega og líkamlega heilsu almennings heldur ýtir einnig undir vantraust gegn stjórnvöldum. Sagan endurtók sig svo á 21. öldinni, einungis fáum árum eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum varð bankahrun árið 2008 sem hafði svipuð áhrif og Kreppan Mikla. Atvinnuleysi jókst til muna, víða missti fólk lífsviðurværi sitt og jafnvel húsnæði og hefur sumt ekki enn beðið þess bætur. Í dag erum við einnig að horfa fram á aukinn efnahagslegan óstöðugleika og framfærslukostnað sem hefur aukist til muna. Allt þetta ýtir undir óöryggi almennings sem er þá reiðubúnari að leitast eftir sökudólgum vegna stöðu mála. Nasismi / Útlendingaandúð Ef við skoðum hvar við erum í þessari endursögn á tuttugustu öldinni þá erum við að skoða afleiðingar Kreppunnar miklu,1929. Það sem tók við af henni var uppgangur nasisma í Þýskalandi. Hitler og nasistar komust til valda árið 1933 og hófu strax aðgerðir gegn pólitískum andstæðingum sínum ásamt ímynduðum óvinum landsins, sem voru gyðingar, hinsegin fólk, kaþólikkar og rómafólk. Almenningur, sem kaus nasista til valda í Þýskalandi, var búinn að ganga í gegnum mjög öfgakennda tíma, heimsstyrjöld, heimsfaraldur og efnahagslegt hrun. Hitler var þar kominn á svið stjórnmála með þann boðskap að ætla að „frelsa almenna borgara” frá hremmingum. Stjórnartíð Hitlers einkenndist af því að kenna „óvinunum” um allt það slæma sem gerst hafði í heimunum á árum áður, t.a.m. fyrri heimsstyrjöldin, spænska veikin og kreppan mikla. Líkt og við öll vitum þá leiddi þetta til seinni heimsstyrjaldarinnar sem dró um 55 milljónir manns til dauða, og þar af voru um 11 milljónir manns sem létu lífið í fanga- og útrýmingarbúðum nasista. Við höfum ekki farið varhluta af aukinni útlendingaandúð á síðustu árum. Stríð og loftslagsbreytingar á þessari öld hafa leitt til gífurlegrar fjölgunar fólks á flótta. Stjórnmálamenn víðsvegar um heim hafa gripið til þess að kenna flóttafólki og innflytjendum um allt sem illa fer í heiminum í dag. Trump hefur sjálfur gert hinn „ólöglega“ innflytjanda að óvin bandarísku þjóðarinnar og hefur innleitt aukna hörku gegn innflytjendum á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar. Aukin útlendingaandúð leiddi til óeirðanna í Bretlandi á síðasta ári þar sem hópur hvítra Breta réðust á útlendinga, bæði inn á heimilum hælisleitenda og á götum úti. Óánægja almennings með afleiðingar heimsfaraldursins, óstöðugs efnahagsástands og óöryggis sem þau upplifa í ljósi hlýnunar jarðar leiðir til þess að sífellt fleira fólk að hlusta á lausnir sem „sterkir“ leiðtogar bera upp og eru reiðubúnir að finna sökudólga og láta þá gjalda. Á sama tíma má nefna að tæknin í dag ýtir undir þessa andúð, þegar hinn óánægði almenningur verður fyrir gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum og heyrir stjórnmálamenn láta gamminn geysa um andúð sína gagnvart útlendingum. Þetta leiðir til þess að fólk er líklegra til að samþykkja það að lausnin felist í því að reka fólk úr landi, takmarka réttindi útlendinga, neita tilvist jaðarsettra hópa eins og trans fólks og draga fólk almennt í dilka. Það eina sem þarf til þess að hið illa sigri er að góðir menn geri ekkert Það sem er upptalið hér að ofan hljómar eins og næstu skref séu óumflýjanlega ný heimsstyrjöld, aukin útrýming á þjóðernishópum eða jafnvel kjarnorkustríð. Það gæti vel verið raunin ef fólk neitar að læra af sögunni og neitar að horfast í augu við staðreyndir. En hvað er þá hægt að gera? Við þurfum að horfa gagnrýnum augum á allan fréttaflutning, geta greint falsfréttir og popúlíska orðræðu og reyna að skilja betur hvað stjórnmálamenn eru í raun að segja og hvað þeir eru ekki að segja með sínum málflutningi. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið jafn mikilvæg og núna. Gagnrýnin hugsun og skilningur á sögunni getur leitt okkur út úr þessum ógöngum sem við stöndum frammi fyrir. Almenn mannúð og kærleikur fyrir náunganum skiptir einnig máli. Þótt að fólk sé á annarri skoðun þýðir ekki endilega að þau séu illa innrætt. Það er margt sem leiðir til þess að fólk fyllist útlendingaandúð, hatri gegn trans fólki, konum og hinsegin fólki. Líkt og ég hef nefnt hér að ofan þá getur það verið óöryggi um eigið lífsviðurværi, efnahagslegt óöryggi, sálrænt óöryggi, líkamlegt óöryggi og almennt óöryggi sem stjórnmálamenn, samfélagsmiðlar og fréttamiðlar ýta undir og bera að stórum hluta ábyrgð á. Þrátt fyrir þetta þá dugar gagnrýnin hugsun og þekking á sögunni takmarkað, við þurfum líka að framkvæma hlutina – en hvernig gerum við það? Við þurfum að berjast gegn hatursorðræðu bæði í orði og borði. Samskipti þurfa að einkennast af mannúð. Kynnum okkur allar hliðar málsins. Reynum að skilja hvaðan hatrið kemur, reynum að skilja náungann. Tökum þátt í hreyfingum, félagasamtökum eða stjórnmálahreyfingum sem berjast gegn fasisma, popúlisma, útlendingaandúð og hamfarahlýnun. Tökum þátt í friðsælum mótmælum, skrifum undir undirskriftarlista sem vinna gegn þessum málefnum. Við, almenningur, þurfum að gera þetta saman, þurfum að gera það með mannúðina í fyrirrúmi, með gagnrýnni hugsun – annars mun sagan endurtaka sig. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun